Lilja Dögg ráðherra er ánægð með að Bláa lónið sé opið Menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir er mjög sátt við að Bláa lónið sé opið þrátt fyrir jarðhræringar á Reykjanesi. Hún segir fyrirtækið afar mikilvægt þegar ferðaþjónustan er annars vegar en þar starfa tæplega níu hundruð manns. 4.2.2024 13:30
Borað eftir heitu vatni við bakka Ölfusár á Selfossi Starfsmenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða keppast nú við að finna heitt vatn við bakka Ölfusár fyrir neðan Hótel Selfoss. Borstjórinn segist vera hundrað prósent viss um að vatnið finnist. 3.2.2024 18:53
Spilað á borðspil á Hvolsvelli alla helgina Mikil stemming er á Hvolsvelli um helgina þegar borðspil eru annars vegar því þar er hópur fólks komin saman til að spila allskonar borðspil og njóta samverunnar við hvert annað. 3.2.2024 13:30
Svín drekka bjór af bestu lyst Svínum þykir bjór góður og er hann meðal annars notaður til að örva mjólkurframleiðslu gyltna þegar þær eru með grísi á spena. 30.1.2024 20:30
Hestar eru með 36 til 44 tennur Tannheilsa íslenskra hesta er afar mikilvæg og því eru starfandi sérstakir hestatannlæknar hér á landi, sem hafa meira en nóg að gera. 28.1.2024 20:31
Innviðirnir góðir hjá Borgarbyggð Þrátt fyrir mikla uppbyggingu í Borgarbyggð og íbúafjölgun í sveitarfélaginu, þá ráða innviðir sveitarfélagsins vel við ástandið. 28.1.2024 14:31
Tuttugu nýjar íbúðir í byggingu á Laugarvatni Heimamenn á Laugarvatni vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið því það er svo mikil uppbygging á staðnum og mikið af nýjum húsum í byggingum að sjaldan eða aldrei hefur annað eins sést. 27.1.2024 20:30
Landsmenn hvattir til að telja fugla í görðum sínum Landsmenn eru hvattir til að telja fugla í görðum sínum um helgina en Garðfuglahelgi Fuglaverndar fer einmitt fram í dag og á morgun. Eingöngu á að telja þá fugla, sem eru í garðinum, ekki þá sem fljúga yfir. 27.1.2024 13:03
Dagdvöl á Selfossi lokað í fimm vikur vegna sparnaðar Eldri borgarar á Selfossi, sem nýta sér þjónustu Árbliks, sem er dagdvöl er miður sín yfir því að loka eigi dagdvölinni í fimm vikur í sumar í sparnaðarskyni hjá Sveitarfélaginu Árborg. „Ég veit ekki hvernig við eigum að vera ein heima í fleiri vikur“, segir óhress eldri borgari á staðnum. 26.1.2024 20:30
Heilmikið byggt í Borgarnesi Heilmikil uppbygging á sér nú stað í Borgarnesi enda mikið byggt af nýju húsnæði á staðnum. Borgarbyggð er vaxandi sveitarfélag með sína 4.300 íbúa en íbúafjölgunin hefur verið um sex prósent á ári síðustu árin, sem þykir mjög gott, enda sveitarstjórinn ánægður með stöðu mála. 24.1.2024 21:03