Borað eftir heitu vatni við bakka Ölfusár á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. febrúar 2024 18:53 Steinar Már (t.v.) og Sigurður Þór við borsvæðið við Hótel Selfoss og Ölfusá þar sem vonast er til að heitt vatn finnist. Magnús Hlynur Hreiðarsson Starfsmenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða keppast nú við að finna heitt vatn við bakka Ölfusár fyrir neðan Hótel Selfoss. Borstjórinn segist vera hundrað prósent viss um að vatnið finnist. Heita vatnið á Selfossi er nánast uppurið vegna mikillar fjölgunar íbúa í bæjarfélaginu og mikilla framkvæmda á staðnum. Í því ljósi eru Selfossveitur að beina öllum sínum kröftum í að finna meira heitt vatn. Nýjasta dæmið er borhola fyrir neðan Hótel Selfoss á bakka Ölfusár þar sem borinn Freyja, nýr bor Ræktunarsambands Flóa og Skeiða er að störfum. „Við erum sem sagt að bora rannsóknarholu, sem gæti orðið vinnsluhola seinna meir og við stefnum á 900 metra holu hérna. Við boruðum snemma á síðasta ári holu við Tryggvaskála, sem gaf vísbendingu um jarðhita og aðra í Fosslandinu hér rétt hjá og þá var ákveðið að fara í þessa holu hérna,” segir Sigurður Þór Haraldsson veitustjóri Selfossveitna. Er þetta ekki svolítið sérstakur staður? „Þetta er jú, beint fyrir framan Hótel Selfoss, það er svolítið áberandi staður en mjög jákvætt hins vegar fyrir sveitarfélagið að fá holu hérna innan bæjar,” segir Sigurður Þór. Starfsmenn Ræktunarsambands Flóa- og skeiða hafa fengið allskonar veður við borunina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurður Þór segir holuna mjög dýra, borunin muni væntanlega kosta um 80 til 100 milljónir. Hann segir nauðsynlegt að finna heitt vatn til að geta sinnt allri uppbyggingunni á Selfossi. „Við þurfum náttúrulega að hafa okkur alla við og þess vegna höldum við áfram að bora og rannsaka.” Og borstjórinn er bjartsýnn á að það finnst nóg af heitu og góðu vatni við borunina við Hótel Selfoss. „Að sjálfsögðu, við gerum það alltaf. Það er góður hópur, sem stýrir þessu verkefni eða Selfossveitur, Ísor og Ræktunarsamband Flóa og Skeiða,” segir Steinar Már Þórisson, borstjóri hjá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða. Stefnt er á að bora niður á 900 metra með bornum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Vatn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Heita vatnið á Selfossi er nánast uppurið vegna mikillar fjölgunar íbúa í bæjarfélaginu og mikilla framkvæmda á staðnum. Í því ljósi eru Selfossveitur að beina öllum sínum kröftum í að finna meira heitt vatn. Nýjasta dæmið er borhola fyrir neðan Hótel Selfoss á bakka Ölfusár þar sem borinn Freyja, nýr bor Ræktunarsambands Flóa og Skeiða er að störfum. „Við erum sem sagt að bora rannsóknarholu, sem gæti orðið vinnsluhola seinna meir og við stefnum á 900 metra holu hérna. Við boruðum snemma á síðasta ári holu við Tryggvaskála, sem gaf vísbendingu um jarðhita og aðra í Fosslandinu hér rétt hjá og þá var ákveðið að fara í þessa holu hérna,” segir Sigurður Þór Haraldsson veitustjóri Selfossveitna. Er þetta ekki svolítið sérstakur staður? „Þetta er jú, beint fyrir framan Hótel Selfoss, það er svolítið áberandi staður en mjög jákvætt hins vegar fyrir sveitarfélagið að fá holu hérna innan bæjar,” segir Sigurður Þór. Starfsmenn Ræktunarsambands Flóa- og skeiða hafa fengið allskonar veður við borunina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurður Þór segir holuna mjög dýra, borunin muni væntanlega kosta um 80 til 100 milljónir. Hann segir nauðsynlegt að finna heitt vatn til að geta sinnt allri uppbyggingunni á Selfossi. „Við þurfum náttúrulega að hafa okkur alla við og þess vegna höldum við áfram að bora og rannsaka.” Og borstjórinn er bjartsýnn á að það finnst nóg af heitu og góðu vatni við borunina við Hótel Selfoss. „Að sjálfsögðu, við gerum það alltaf. Það er góður hópur, sem stýrir þessu verkefni eða Selfossveitur, Ísor og Ræktunarsamband Flóa og Skeiða,” segir Steinar Már Þórisson, borstjóri hjá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða. Stefnt er á að bora niður á 900 metra með bornum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Vatn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira