Eiga á fjórða hundrað bíla í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. febrúar 2024 20:30 Hjónin Sigurgeir Ingimundarson og Ingibjörg Sigmarsdóttir, sem eiga glæsilegt bílasafn og nota það, sem stofustáss í nokkrum skápum heima hjá sér í Hveragerði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt glæsilegast bílasafn landsins er í eigu hjóna í Hveragerði, sem eiga nú tæplega fjögur hundruð bíla, sem eru stofustáss heimilisins. Allir bílarnir eru merktir með heiti þeirra og öðrum gagnlegum upplýsingum. Í einu húsinu við Heiðmörkina í Hveragerði búa þau Sigurgeir Ingimundarson og Ingibjörg Sigmarsdóttir, sem hafa safnað bílum frá 2012. Nokkrir skápar inn í stofu hjá þeim eru fullir af allskonar glæsilegum bílum, sem þau hafa keypt eða fengið gefins. Þarna má sjá marga gullmola. „Þetta eru aðallega Fordar, það er mikið af þeim. Við eigum á fjórða hundruð bíla og erum enn að safna þó að við séum ekki að panta mikið að utan því það er orðið svo rosalega dýrt,” segir Sigurgeir. Og Ingibjörg hefur ekki síður áhuga á bílunum og söfnun þeirra. Hún segir áhugamál þeirra hjóna óvenjulegt. „Jú, sérstaklega ef hjónin eru í þessu bæði, þá er þetta það en þetta er skemmtilegt, það er svo gaman að eiga fallega bíla og geta horft á þá”, segir hún hlæjandi. Allir bílarnir eru merktir, sem Ingibjörg á heiðurinn af og hún passar að þurrka af þeim reglulega og halda þeim fínum eð aðstoð Sigurgeirs. Og hjónin safna líka líkönum af skútum, sem vekja líka athygli á heimilinu. Nokkrir skápar fullum af bílum prýða heimili þeirra Sigurgeirs og Ingibjargar í Hveragerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segja gestir þeirra þegar þeir sjá bílasafnið? „Flott, glæsilegt safn hjá ykkur, gaman að sjá eitthvað svona,” segir Ingibjörg. Og Ingibjörg segir að ef einhver lumi á fallegum bílum þá megi alltaf hafa samband. Sjálf á hún sér uppáhalds bíl. „Já, það er Skodi árgerð 1934, hann er svakalega fallegur.” Þegar safnið er skoðað nánar má sjá allskonar þekkta bíla á árum áður hér á Íslandi, eins og Lödu sport, Traband og bjöllu 1967 árgerð svo eitthvað sé nefnt. Mikið af glæsilegum og fallegum bílum eru safni þeirra hjóna eins og þessir þrír.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Bílar Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Í einu húsinu við Heiðmörkina í Hveragerði búa þau Sigurgeir Ingimundarson og Ingibjörg Sigmarsdóttir, sem hafa safnað bílum frá 2012. Nokkrir skápar inn í stofu hjá þeim eru fullir af allskonar glæsilegum bílum, sem þau hafa keypt eða fengið gefins. Þarna má sjá marga gullmola. „Þetta eru aðallega Fordar, það er mikið af þeim. Við eigum á fjórða hundruð bíla og erum enn að safna þó að við séum ekki að panta mikið að utan því það er orðið svo rosalega dýrt,” segir Sigurgeir. Og Ingibjörg hefur ekki síður áhuga á bílunum og söfnun þeirra. Hún segir áhugamál þeirra hjóna óvenjulegt. „Jú, sérstaklega ef hjónin eru í þessu bæði, þá er þetta það en þetta er skemmtilegt, það er svo gaman að eiga fallega bíla og geta horft á þá”, segir hún hlæjandi. Allir bílarnir eru merktir, sem Ingibjörg á heiðurinn af og hún passar að þurrka af þeim reglulega og halda þeim fínum eð aðstoð Sigurgeirs. Og hjónin safna líka líkönum af skútum, sem vekja líka athygli á heimilinu. Nokkrir skápar fullum af bílum prýða heimili þeirra Sigurgeirs og Ingibjargar í Hveragerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segja gestir þeirra þegar þeir sjá bílasafnið? „Flott, glæsilegt safn hjá ykkur, gaman að sjá eitthvað svona,” segir Ingibjörg. Og Ingibjörg segir að ef einhver lumi á fallegum bílum þá megi alltaf hafa samband. Sjálf á hún sér uppáhalds bíl. „Já, það er Skodi árgerð 1934, hann er svakalega fallegur.” Þegar safnið er skoðað nánar má sjá allskonar þekkta bíla á árum áður hér á Íslandi, eins og Lödu sport, Traband og bjöllu 1967 árgerð svo eitthvað sé nefnt. Mikið af glæsilegum og fallegum bílum eru safni þeirra hjóna eins og þessir þrír.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Bílar Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira