Útlit fyrir 200 milljón króna kostnaðarsamlegð á árinu hjá Skaga Forstjóri Skaga sagði að viðsnúningur í rekstri VÍS á síðasta ári hafi haldið áfram á fyrsta ársfjórðungi og fjármálastarfsemi hafi farið vel af stað á árinu. Útlit sé fyrir að kostnaðarsamlegð verði rúmlega 200 milljónir króna á árinu. Að sama skapi gangi tekjusamlegð vel. 30.5.2024 16:22
Fjárfestar leita í erlend fasteignafélög en selja þau íslensku Gengi fasteignafélaga erlendis hefur hækkað upp á síðkastið. Aukin óvissa í heims- og efnahagsmálum hefur leitt til þess að fjárfestar erlendis hafa leitað á örugg mið og í stöðug arðgreiðslufélög eins og fasteignafélögin. „Á sama tíma eru fasteignafélögin á Íslandi seld sem aldrei fyrr. Enn og aftur eru því fasteignafélögin á meðal vanmetnustu félaga,“ segir í hlutabréfagreiningu en fyrirtæki á markaði hér heima eru að jafnaði undirverðlögð um 38 prósent. 29.5.2024 14:33
Innlán heimila vaxa sem sýnir að „peningastefnan er að virka“ Innlán heimila halda áfram að vaxa á sama tíma og hlutabréfamarkaður hérlendis hefur verið þungur. Einkaneyslan hóf að gefa eftir um mitt síðasta ár og sparnaður heimilanna jókst á ný enda hafa laun hækkað og innlánsvextir hækkað verulega undanfarin tvö ár. Er þetta til marks um að peningalegt aðhald Seðlabankans hafi ekki einungis áhrif á neysluhneigð almennings heldur ýtir einnig undir sparnað, segja hagfræðingar. Vaxtatekjur heimila eru nú meiri en vaxtagjöld. 28.5.2024 15:49
Svipuð umsvif hjá verktökum og í fyrra en undirbúa sig undir slaka Það er svipað að gera í ár og í fyrra en við erum að undirbúa okkur að það komi einhver slaki í vetur, segir framkvæmdastjóri Arma, stærsta leigufyrirtæki landsins í byggingariðnaði. Hann segir að hátt vaxtastig og lóðaskortur reyni verulega á rekstur verktaka. Aftur á móti standi verktakar traustari fótum en oft áður hvað varði eigið fé eftir góð ár í rekstri. 28.5.2024 12:33
Meiri halli á utanríkisviðskiptum en vænst var en tölurnar eru óábyggilegar Vöru- og þjónustujöfnuður á fyrstu þremur mánuðum ársins hefur ekki verið óhagstæðari í nokkur ár. Það má einkum reka til loðnubrests, minni útflutnings á áli og umtalsverðum innflutningi á fjárfestingarvörum. „Vaxandi vöruskiptahalli er því vonandi ekki alslæmur,“ segir hagfræðingur um síðast nefnda atriðið en nefnir að umræddar hagtölur séu um þessar mundir ekki nógu ábyggylegar vegna. Borið hafi á að ferðaþjónustufyrirtæki hafi fært sig til erlendra færsluhirða að undanförnu. Sala þeirra birtist því ekki í útflutningstölum Hagstofunnar. 27.5.2024 16:27
Loðnubrestur hefur mikil áhrif en Síldarvinnslan er „hvergi bangin“ Loðnubrestur vó þungt í rekstri Síldarvinnslunnar á fyrsta ársfjórðungi eftir nokkur góð ár í veiðum á þeirri fisktegund. Á sama tíma hefur ríkt óvissa með rekstur bolfiskeiningar útgerðarinnar í Grindavík sem sömuleiðis dregur úr afkomu samanborið við fyrra ár. Markaðsvirði Síldarvinnslunnar hefur lækkað um nærri þrjú prósent í Kauphöllinni það sem af er degi. 24.5.2024 14:45
Fyrsta skipti sem skráning á Aðallista heppnast ekki Það var áhugi á að fá Íslandshótel á hlutabréfamarkað en ekki á því gengi sem var í boði við núverandi aðstæður. Innlánsvextir eru háir, fjárfestar hafa lagt ríflegt fé í hlutafjárútboð að undanförnu og því mikið fé „tekið af borðinu“ og horfur í ferðaþjónustu eru hóflegar fyrir sumarið. „Hvað á ég að selja til að fjárfesta í hótelkeðjunni?“ spurðu viðskiptavinir miðlara en í ljósi þess hve mörg önnur félög eru hagstætt verðlögð um þessar mundir var oft fátt um svör. 23.5.2024 17:40
Umfangsmikil hlutafjárútboð draga „töluvert máttinn“ úr markaðnum Hlutabréfamarkaðurinn hérlendis hefur verið þungur á meðan flestir markaðir sem horft er til hafa hækkað töluvert. Sjóðstjórar og aðrir markaðsaðilar segja að hlutabréfaverð hérlendis sé almennt nokkuð hagstætt en mikið fjármagn hefur leitað í frumútboð sem hefur dregið kraft úr markaðnum. Viðmælendur Innherja eiga ekki von á því að markaðurinn taki við sér fyrr en verðbólga hjaðnar og stýrivextir fara að lækka. 23.5.2024 07:41
AGS: Gæti þurft að auka aðhald í ríkifjármálum en raunvextir hæfilegir Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) segir að aðhald opinberra fjármála á árunum 2025 til 2029 gæti orðið að aukast til að ná markmiðum um verðbólgu. Núverandi raunvaxtastig er talið hæfilegt en eftir því sem verðbólga og verðbólguvæntingar hjaðna skapast svigrúm til lækkunar meginvaxta. Þá ættu stjórnvöld að endurskoða takmarkanir á afleiðuviðskiptum banka með gjaldeyri með það fyrir augum að dýpka þann markað. 22.5.2024 12:26
Seðlabankinn og Kauphöllin stigu inn í viðræður Marels og JBT Kauphöllin og Fjármálaeftirlit Seðlabankans sagði stjórnendum Marels hinn 24. nóvember að það yrði að upplýsa um hver hefði lagt fram óskuldbindandi viljayfirlýsingu um tilboð í félagið. Ekki væri nóg að greina einungis frá tilvist þess. Í kjölfarið var tilkynnt til Kauphallarinnar að John Bean Technologies (JBT) væri tilboðsgjafinn en fyrirtækin tvö áttu í óformlegum viðræðum um samruna á árunum 2017 og 2018. 21.5.2024 18:16