Innherji

Svip­uð um­svif hjá verk­tök­um og í fyrr­a en und­ir­bú­a sig und­ir slak­a

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Fram kom í Peningamálum Seðlabankans að íbúðafjárfesting hafi staðið nærri í stað milli ára í fyrra, samkvæmt þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Nýframkvæmdum fækkaði milli ára í fyrra og samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar Samtaka iðnaðarins frá því í janúar sé útlit fyrir að þeim haldi áfram að fækka á þessu ári.
Fram kom í Peningamálum Seðlabankans að íbúðafjárfesting hafi staðið nærri í stað milli ára í fyrra, samkvæmt þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Nýframkvæmdum fækkaði milli ára í fyrra og samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar Samtaka iðnaðarins frá því í janúar sé útlit fyrir að þeim haldi áfram að fækka á þessu ári. Vísir/Vilhelm

Það er svipað að gera í ár og í fyrra en við erum að undirbúa okkur að það komi einhver slaki í vetur, segir framkvæmdastjóri Arma, stærsta leigufyrirtæki landsins í byggingariðnaði. Hann segir að hátt vaxtastig og lóðaskortur reyni verulega á rekstur verktaka. Aftur á móti standi verktakar traustari fótum en oft áður hvað varði eigið fé eftir góð ár í rekstri.


Tengdar fréttir

Í fyrst­a skipt­i í hálf­a öld dregst bíl­a­sal­a sam­an í hag­vext­i

Sala á nýjum bílum er að dragast skarpt saman þrátt fyrir hagvöxt, nokkuð sem hefur ekki gerst í liðlega hálfa öld, en á sama tíma er sala á notuðum bílum að ganga vel. Ýmis bílaumboð áttu umtalsvert af nýjum bílum um áramótin en sú staða hefur batnað eftir því sem leið á árið, að sögn viðmælanda Innherja. Bankamaður telur engin teikn á lofti hvað varðar getu bílaumboðanna við að standa í skilum en fjármagnskostnaður bílaumboða getur verið um tólf prósent.

Ó­hjá­kvæm­i­legt að fast­eign­a­verð hækk­i töl­u­vert í ljós­i við­var­and­i skorts

Það er óhjákvæmilegt að fasteignaverð muni hækka töluvert á næstu árum í ljósi viðvarandi skorts á íbúðum. Markmið stjórnvalda fyrir ári um að byggja 35 þúsund íbúðir á tíu árum mun ekki nást. Framboð á nýjum íbúðum verður því langt undir þörf. „Stjórnvöld gera byggingarverktökum æ erfiðara fyrir,“ segir framkvæmdastjóri Jáverks og nefnir að lægra endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði – sem hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti – muni leiða til 400-500 milljónir króna í aukna skattbyrði á næstu þremur árum fyrir verktakafyrirtækið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×