„Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Hinir nýgiftu Einar Guðmundsson og Aron Freyr eru búnir að vera par í rúm átta ár, eru báðir grafískir hönnuðir og reka saman verslunina Mikado á Hafnartorgi. Þeir trúlofuðu sig í Lissabon og á borgin svo stóran stað í hjarta þeirra að þeir ákváðu að halda brúðkaupið þar sömuleiðis. Blaðamaður ræddi við Einar og Aron um stóra daginn. 7.11.2024 07:01
Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Það var tryllt stemning á skemmtistaðnum AUTO um síðustu helgi þar sem fjöldi fólks skemmti sér fram á rauða nótt í mis óhugnanlegum búningum. 6.11.2024 20:02
Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Það er mikið um að vera hjá ástsælu hljómsveitinni Hjálmum. Þeir eru að senda frá sér nýtt lag sem heitir Vor og troða upp á tvennum Airwaves tónleikum á morgun, bæði á Grund og á Listasafni Reykjavíkur. 6.11.2024 14:02
Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta verður fyrsti áreksturinn okkar og við hlökkum til að sjá hvernig verkin okkar munu tala saman í rýminu,“ segja myndlistarmennirnir Steingrímur Gauti og Árni Már sem standa að samsýningunni Árekstur. Báðir hafa þeir haslað sér völl sem einhverjir vinsælustu listamenn landsins. 6.11.2024 09:00
Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Leikarinn Barry Keoghan þvertekur fyrir það að hafa verið með gervityppi við tökur á kvikmyndinni Saltburn. Í lokaatriði myndarinnar dansar Oliver Quick, karakter Keoghan, um nakinn og segir leikarinn að honum hafi ekki þótt það neitt óþægilegt. 5.11.2024 15:55
Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Menningarlífið hérlendis iðar um þessar mundir þar sem afhending Hönnunarverðlauna Íslands 2024 fer fram á fimmtudag í Grósku. 5.11.2024 15:00
Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Það var mikil líf og fjör í LHÍ um helgina þar sem hátískan var í hávegum höfð. Annars árs fatahönnunarnemar stóðu fyrir tískusýningunni Misbrigði en sýningin var einstaklega vel sótt og færri komust að en vildu þar sem miðarnir ruku út eins og heitar lummur. 5.11.2024 11:31
„Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ „Það er eitthvað töfrandi við það að leyfa sér að vera eins og barn,“ segir tónlistarkonan, danshöfundurinn og nýsköpunarfræðingurinn Melkorka Sigríður Magnúsdóttir. Hún var að frumsýna dansverkið Hverfa í samstarfi við Íslenska dansflokkinn um helgina á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu og stemningin var í hæstu hæðum. 5.11.2024 09:00
Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Það vantaði ekki upp á glæsileikann á galakvöldi safnsins LACMA í Los Angeles borg um helgina þegar stórstjörnur komu saman í sínu fínasta pússi. Margir hverjir klæddust nýjustu tískustraumunum frá tískuhúsinu Gucci, þar á meðal Kim Kardashian, sem skartaði líka gömlum fjólubláum krossi frá Díönu prinsessu við mjög fleginn hvítan kjól. 4.11.2024 20:00
Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín „Markmið okkar frá upphafi var að styrkja tæknilega innviði til að efla hringrásarhagkerfið með því að gera viðskipti með elskuð föt auðveld, örugg og skemmtileg,“ segir Ásta Kristjánsdóttir, stofnandi og eigandi forritsins Regn. Ásta og hennar teymi voru stödd í Berlín um helgina til að taka á móti alþjóðlegu hönnunarverðlaununum Red Dot. 4.11.2024 09:41