Lífið

Selja á Lauga­vegi og bíða eftir erfingja

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Aron Kristinn og Lára Portal hafa sett íbúð sína á Laugavegi til sölu.
Aron Kristinn og Lára Portal hafa sett íbúð sína á Laugavegi til sölu. SAMSETT

Aron Kristinn Jónasson tónlistarmaður og meðlimur danstónlistartvíeykisins ClubDub og Lára Portal viðskiptafræðingur hafa sett íbúð sína á Laugavegi til sölu.  Ásett verð eru tæpar 54 milljónir og er íbúðin 52,5 fermetrar.

Íbúðin er á Laugavegi 63 í hjarta Reykjavíkur. Á fasteignavef Vísis segir að hún sé mjög falleg, björt og mikið endurnýjuð tveggja herbergja íbúð með aukinni lofthæð og stórum svölum í hjarta miðborginnar. Sömuleiðis sé fallegt útsýni af svölunum. 

Fallegt útsýni yfir Esjuna og miðborgina.Híbýli fasteignasala

Aron hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár en ClubDub skutust upp á stjörnuhimininn árið 2018. Þeir hafa gert garðinn frægan með lögum á borð við Bad bitch í Reykjavík og Aquaman. 

Lára Portal er viðskiptafræðingur og jógakennari og starfar hjá KPMG sem sérfræðingur í sjálfbærni. Þau hafa verið saman í rúm tíu ár og tilkynntu í byrjun árs að þau eigi von á barni. 

„Við Lára eigum von á barni. Lengst uppi,“ skrifaði Aron í tilkynningunni á Instagram. 

Hann birti svo myndbandsfærslu af íbúðinni í gær.

Hér má finna nánari upplýsingar um Laugaveg 63. 

Björt og skemmtilega innrétt stofa.Híbýli fasteignasala
Íbúðin er staðsett á Laugavegi 63.Híbýli fasteignasala
Aukin lofthæð og fallegt útsýni.Híbýli fasteignasala

Tengdar fréttir

Aron Kristinn og Lára eiga von á barni

Tónlistarmaðurinn Aron Kristinn Jónasson og viðskiptafræðingurinn Lára Portal eiga von á sínu fyrsta barni. Frá þessu greinir Aron í færslu á Instagram.

Tíu ár af ást: „Sennilega ekki auðvelt með mér“

Tónlistarmaðurinn Aron Kristinn Jónasson og viðskiptafræðingurinn Lára Portal fagna tíu ár af ást í dag. Hjúin eru enn ástfangin upp fyrir haus eftir áratug saman og segir Aron að hann fái að vakna með bestu manneskju í heimi á hverjum morgni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.