Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 11:02 Helen Óttarsdóttir fyrirsæta er glæsileg í nýrri herferð hjá nærfatarisanum Agent Provocateur. Agent Provocateur „Það er ótrúlega skemmtilegt að vinna fyrir svona íkonískt fyrirtæki eins og Agent Provocateur,“ segir fyrirsætan Helen Óttarsdóttir sem sat nýverið fyrir hjá nærfatarisanum. Helen er búsett í London og hefur verið að gera öfluga hluti í fyrirsætuheiminum. Hún er á skrá hjá íslensku skrifstofunni Ey Agency ásmt PMR skrifstofunni í London, PMA í Þýskalandi og Le Management í Skandinavíu. Helen hefur unnið með Agent Provocateur í tvö ár núna.Agent Provocateur Hún hefur gaman að fjölbreytileika starfsins og naut sín vel í þessum tökum fyrir Agent Provocateur en hún hefur unnið mikið með þeim undanfarin ár. „Þetta er mjög professional sett sem er leitt af miklu kvennateymi. Hönnuður, ljósmyndari, stílisti og aðstoðarfólk eru allt konur og það er ótrúlega vel farið að öllu.“ Helen leið mjög vel á setti og þekkir teymið vel.Aðsend Hún segir sömuleiðis að það sé lagt upp úr því að hafa andrúmsloftið þægilegt og öruggt. Agent Provocateur er ein af þekktustu nærvataverslunum í heimi.Agent Provocateur „Maður stendur auðvitað hálf berskjaldaður á nærfötunum í heilan dag og því er mikilvægt að manni sé látið líða vel og öruggum. Það er alltaf stemning á þessu setti og góð tónlist er lykilatriðið. Ég hef verið í verkefnum með Agent Provocateur í að vera tvö ár núna og mér finnst alltaf jafn gaman að koma á sett með þessu teymi sem er orðið að vinum mínum. Svo eru þetta svo ótrúlega falleg nærföt að mig langar að eignast allt sem ég klæðist,“ segir Helen brosandi að lokum. View this post on Instagram A post shared by Helen Málfríður Óttarsdóttir (@helenottars) Tíska og hönnun Íslendingar erlendis Bretland Mest lesið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Helen er búsett í London og hefur verið að gera öfluga hluti í fyrirsætuheiminum. Hún er á skrá hjá íslensku skrifstofunni Ey Agency ásmt PMR skrifstofunni í London, PMA í Þýskalandi og Le Management í Skandinavíu. Helen hefur unnið með Agent Provocateur í tvö ár núna.Agent Provocateur Hún hefur gaman að fjölbreytileika starfsins og naut sín vel í þessum tökum fyrir Agent Provocateur en hún hefur unnið mikið með þeim undanfarin ár. „Þetta er mjög professional sett sem er leitt af miklu kvennateymi. Hönnuður, ljósmyndari, stílisti og aðstoðarfólk eru allt konur og það er ótrúlega vel farið að öllu.“ Helen leið mjög vel á setti og þekkir teymið vel.Aðsend Hún segir sömuleiðis að það sé lagt upp úr því að hafa andrúmsloftið þægilegt og öruggt. Agent Provocateur er ein af þekktustu nærvataverslunum í heimi.Agent Provocateur „Maður stendur auðvitað hálf berskjaldaður á nærfötunum í heilan dag og því er mikilvægt að manni sé látið líða vel og öruggum. Það er alltaf stemning á þessu setti og góð tónlist er lykilatriðið. Ég hef verið í verkefnum með Agent Provocateur í að vera tvö ár núna og mér finnst alltaf jafn gaman að koma á sett með þessu teymi sem er orðið að vinum mínum. Svo eru þetta svo ótrúlega falleg nærföt að mig langar að eignast allt sem ég klæðist,“ segir Helen brosandi að lokum. View this post on Instagram A post shared by Helen Málfríður Óttarsdóttir (@helenottars)
Tíska og hönnun Íslendingar erlendis Bretland Mest lesið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira