Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Trump talinn lang­vin­sælastur í Iowa

Fyrstu skref Repúblikanaflokksins í átt að forsetakosningunum í haust verða gengin í dag. Meðlimir flokksins í Iowa-ríki velja þá hvaða frambjóðanda þeir vilja sjá sem fulltrúa þeirra í haust. 

158 milljón króna gjald­þrot fé­lags Ás­geirs Kol­beins

Lýstar kröfur í þrotabú félagsins Soho Veitingar ehf. námu 158 milljónum króna. Félagið var í meirihlutaeigu hjónanna Sólveigar Birnu Gísladóttur og Einars Jóhannesar Lárussonar en athafnamaðurinn Ásgeir Kolbeinsson átti tuttugu prósenta hlut í því. Félagið sá um rekstur veitingastaðarins Pünk á Hverfisgötu en Ásgeir var um tíma framkvæmdastjóri staðarins. 

Vaktin: Lítil virkni í einu gos­opi

Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Fyrst opnaðist sprunga sem lá að stærstum hluta norðan varnargarða, en síðar opnaðist önnur rétt norðan byggðarinnar. 

Erfitt að lýsa hvernig er að sjá sam­fé­lagið brotna hægt og ró­lega

Gist var í níutíu húsum í Grindavík í nótt og eins og áður segir gekk rýmingin vel í nótt. Einn þeirra sem gisti í bænum segir erfitt að lýsa því hvernig það er að horfa á samfélagið sitt hægt og rólega brotna niður. Hann segist hafa náð að halda ró sinni við rýmingu en mögulega eigi sorgin eftir að koma síðar.

Binda vonir við skóla­starf og aðra þjónustu í Grinda­vík næsta haust

Sviðsstjóri Almannavarna segist binda vonir við að viðgerðir í Grindavík í sumar muni bera þann árangur að skólastarf og önnur þjónusta bæjarins verði með eðlilegu móti næsta haust. Dómsmálaráðherra segir umfangsmikla skoðun á öllum jarðvegi bæjarins með það að augnamiði að gera búsetu öruggari hefjast á næstunni. 

Sjá meira