Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Stefán Árni Pálsson skrifar 26. nóvember 2024 11:32 Bjarni Benediktsson tók á móti Sindra í morgunkaffi. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hvílir hugann með góðri tónlist, ræktun á grænmeti og hreyfingu. Þetta kom fram þegar Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til hans í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Þeir hittust í Garðabænum klukkan sjö um morguninn og þá var Bjarni byrjaður að elda, eða matreiða egg. „Eggjaskorturinn í landinu, sem þú hefur kannski heyrt af, er út af mér. Ég borða rosalega mikið af eggjum,“ segir Bjarni og hlær. En hvernig nennir Bjarni að standa í þessari pólitík og finna fyrir umræðunni um sig í tíma og ótíma. „Þetta er svona skyldurækni hjá mér. Það gæti vel verið að maður gæti verið að gera ýmislegt annað. En ef þú hefur skoðun og getur fengið umboð og þú veist hvað yrði til heilla fyrir landsmenn þá hefur þú grunnskildu til að láta reyna á það. Að láta reyna á umboðið sem þú gætir mögulega fengið og láta kýla á það. Það hefur alltaf blundað með manni, svona ákveðin ábyrgðartilfinning sem maður losnar ekki við.“ Klippa: Ísland í dag - Morgunkaffi til Bjarna Ben Hefur áhrif á liðsandann Kannanir gefa til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki lengur vinsælasti flokkurinn. „Þetta eru auðvitað vonbrigði og hefur áhrif á liðsandann, ég get ekki neitað því. En ef við horfum til baka, þá hefur það reynst okkur vel að halda okkar striki. Við höfum verið stærsti flokkurinn núna fernar kosningar í röð. Ég hef trú á því að við fáum betri niðurstöður í kosningunum sem er hinn endanlegi dómur um stemninguna í samfélaginu.“ Hann segist helst vilja vinna með þessum flokkum eftir komandi kosningar. „Miðflokkur, Viðreisn á góðum degi, Flokkur fólksins mögulega sem er þarna að berjast fyrir grundvallarréttindum þeirra sem hafa ekki náð að byggja upp sterkan lífeyrissjóð yfir starfsævina, augljóslega Framsóknarflokkurinn þar sem við höfum oft unnið með þeim og getum vel séð fyrir okkur samstarf með þeim, það liggur í hlutarins eðli.“ Bjarni segist vera mikill áhugamaður um ræktun á grænmeti og hvað þá blómum. „Mamma kenndi mér að meta blóm. Hún hefur oft verið að rækta rósir og fleira í garðinum. Það er magnað hvað það gerir fyrir sálarlífið að horfa á fallegan hlut,“ segir Bjarni sem stundar einnig mikinn bakstur. Hann segist vera stoltastur af þessu á sínum stjórnmálaferli. „Ég er stoltur af því að hafa ekki látið beygja mig og brjóta mig. Vegna þess að það hafa verið gerðar margar tilraunir til þess og gengið mjög langt. Það hafi verið gengið nærri hjónabandinu mínu, það hefur ýmislegt verið grafið upp með stolnum gögnum og þetta allt saman túlkað á versta veg en ég hef komist í gengum það allt saman,“ segir Bjarni en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Fleiri fréttir Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Sjá meira
Þetta kom fram þegar Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til hans í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Þeir hittust í Garðabænum klukkan sjö um morguninn og þá var Bjarni byrjaður að elda, eða matreiða egg. „Eggjaskorturinn í landinu, sem þú hefur kannski heyrt af, er út af mér. Ég borða rosalega mikið af eggjum,“ segir Bjarni og hlær. En hvernig nennir Bjarni að standa í þessari pólitík og finna fyrir umræðunni um sig í tíma og ótíma. „Þetta er svona skyldurækni hjá mér. Það gæti vel verið að maður gæti verið að gera ýmislegt annað. En ef þú hefur skoðun og getur fengið umboð og þú veist hvað yrði til heilla fyrir landsmenn þá hefur þú grunnskildu til að láta reyna á það. Að láta reyna á umboðið sem þú gætir mögulega fengið og láta kýla á það. Það hefur alltaf blundað með manni, svona ákveðin ábyrgðartilfinning sem maður losnar ekki við.“ Klippa: Ísland í dag - Morgunkaffi til Bjarna Ben Hefur áhrif á liðsandann Kannanir gefa til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki lengur vinsælasti flokkurinn. „Þetta eru auðvitað vonbrigði og hefur áhrif á liðsandann, ég get ekki neitað því. En ef við horfum til baka, þá hefur það reynst okkur vel að halda okkar striki. Við höfum verið stærsti flokkurinn núna fernar kosningar í röð. Ég hef trú á því að við fáum betri niðurstöður í kosningunum sem er hinn endanlegi dómur um stemninguna í samfélaginu.“ Hann segist helst vilja vinna með þessum flokkum eftir komandi kosningar. „Miðflokkur, Viðreisn á góðum degi, Flokkur fólksins mögulega sem er þarna að berjast fyrir grundvallarréttindum þeirra sem hafa ekki náð að byggja upp sterkan lífeyrissjóð yfir starfsævina, augljóslega Framsóknarflokkurinn þar sem við höfum oft unnið með þeim og getum vel séð fyrir okkur samstarf með þeim, það liggur í hlutarins eðli.“ Bjarni segist vera mikill áhugamaður um ræktun á grænmeti og hvað þá blómum. „Mamma kenndi mér að meta blóm. Hún hefur oft verið að rækta rósir og fleira í garðinum. Það er magnað hvað það gerir fyrir sálarlífið að horfa á fallegan hlut,“ segir Bjarni sem stundar einnig mikinn bakstur. Hann segist vera stoltastur af þessu á sínum stjórnmálaferli. „Ég er stoltur af því að hafa ekki látið beygja mig og brjóta mig. Vegna þess að það hafa verið gerðar margar tilraunir til þess og gengið mjög langt. Það hafi verið gengið nærri hjónabandinu mínu, það hefur ýmislegt verið grafið upp með stolnum gögnum og þetta allt saman túlkað á versta veg en ég hef komist í gengum það allt saman,“ segir Bjarni en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Fleiri fréttir Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Sjá meira