Sylvía Hall

Sylvía var fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Biðin eftir bón­orðinu endaði við gos­stöðvarnar

Ólöf Helga Jónsdóttir var á leið með dóttur sinni í leikhús í morgun þegar unnusti hennar, Sigurbjörn Hlöðver Jóhannsson, tilkynnti henni að það yrði breyting á því plani þar sem hann ætlaði með hana í óvissuferð. Óvissuferðin stóð undir nafni og endaði hún með bónorði við gosstöðvarnar í Geldingadal.

Týndist á gönguleiðinni en náði að láta vita af sér

Björgunarsveitir voru kallaðar út í kvöld vegna göngumanns sem hafði villst af leið nærri gossvæðinu á sjöunda tímanum í kvöld. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi. Leit var í startholunum þegar göngumaðurinn náði að láta vita af sér og þurfti ekki aðstoð.

Eins og „góð þjóðhátíð“ miðað við bílafjölda

„Ég hef aldrei séð annan eins ágang,“ segir Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður um bílaumferðina sem hefur myndast á lokunarpósti á Suðurstrandarvegi, rétt austan við Grindavík. Þúsundir hafa lagt leið sína í átt að Fagradalsfjalli eftir að eldgos hófst í Geldingadal á föstudagskvöld og ber bílafjöldinn þess merki.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lögregla hefur lokað svæði næst gossprungunni í Geldingadal þar sem fólk hætti sér of nálægt stóra gígnum. Nokkur þúsund manns hafa lagt leið sína að gosstöðvunum í dag og í nótt.

Bassi Maraj slær öll met á Spotify og er rétt að byrja

Raunveruleikastjarnan og nú tónlistarmaðurinn Bassi Maraj hefur vægast sagt slegið í gegn undanfarin misseri. Nýtt lag hans, sem kom út í gær, fór beint í efsta sæti íslenska vinsældalistans á Spotify og segist Bassi binda vonir við að lagið verði vinsælt á klúbbnum í sumar. „Ef hann einhvern tímann opnar.“

Kristján Már fór yfir eld­gos síðustu þriggja ára­tuga í beinni

„Ég heyrði að Páll Einarsson nefndi Kröfluelda, það var einmitt fyrsta gosið sem ég dekkaði sem fréttamaður,“ sagði Kristján Már Unnarsson, fréttamaður okkar, í beinni útsendingu frá Grindavík í kvöld þar sem hann fylgdist með eldgosinu í Geldingadal.

Búið að opna fyrir um­ferð á Reykja­nes­braut

Opið er fyrir umferð á Reykjanesbraut á ný eftir að henni var lokað um tíuleytið í kvöld vegna eldgossins í Geldingadal. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, ítrekar þó að fólk eigi ekki að vera á ferðinni nærri gossvæðinu að óþörfu.

Sjá meira