Biðin eftir bónorðinu endaði við gosstöðvarnar Sylvía Hall skrifar 21. mars 2021 22:30 Ólöf þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar Sigurbjörn fór á skeljarnar við gosstöðvarnar. Eva Björk Ægisdóttir Ólöf Helga Jónsdóttir var á leið með dóttur sinni í leikhús í morgun þegar unnusti hennar, Sigurbjörn Hlöðver Jóhannsson, tilkynnti henni að það yrði breyting á því plani þar sem hann ætlaði með hana í óvissuferð. Óvissuferðin stóð undir nafni og endaði hún með bónorði við gosstöðvarnar í Geldingadal. „Síminn minn er eiginlega búinn að fara á hliðina,“ segir Ólöf í samtali við Vísi nú í kvöld. Hún segir þó trúlofunina sem slíka ekki óvænta enda hafi hún í raun verið tímabær. „Við erum búin að vera saman í sex ár og ég er búin að hinta að þessu nokkrum sinnum,“ segir hún og hlær. Um tíma var útlit fyrir að planið færi í vaskinn þar sem veðurskilyrði voru slæm. Þau ákváðu að stytta sér stundir í millitíðinni, en fljótlega var gefið grænt ljós á þyrluflugið. Ólöf, sem hafði ekki hugmynd um hvað var í vændum, var þó ekki himinlifandi í fyrstu með flugið. „Við keyrðum eitthvert út í bláinn og stigum um borð í þyrluna, mér til mikillar ánægju því ég er svolítið flughrædd og var ekkert sérlega ánægð með hann í byrjun. Ég var ekki jafn spennt og hann.“ „Við erum búin að vera saman í sex ár og ég er búin að hinta að þessu nokkrum sinnum,“Eva Björk Ægisdóttir Einstök upplifun Sigurbjörn hafði verið í sambandi við Heli Austria varðandi flugið og var ljósmyndarinn Eva Björk Ægisdóttir með í för. Ólöf segist ekki hafa haft hugmynd um að þyrluferðin myndi enda með bónorði, þó ferðin hafi verið óvænt. „Mig grunaði eiginlega ekki neitt fyrr en allir sem voru með okkur í þyrlunni og ljósmyndarinn voru voða mikið að taka okkur upp á meðan við vorum að horfa á eldgosið. Mér fannst það mjög óeðlilegt og spurði Sigurbjörn hvort hinir ættu ekki líka að fá að njóta þess að horfa á eldgosið.“ Ljósmyndarinn Eva Björk var með í för og náði mögnuðum myndum af gosinu í leiðinni.Eva Björk Ægisdóttir Hún segir Sigurbjörn ekki vera óvæntan að eðlisfari, en honum hafi tekist vel til með bónorðið. Ólíkt öðrum í fjölskyldunni, sem hafi trúlofað sig fljótlega í sambandinu hafi hann tekið lengri tíma í það. „Hann beið bara eftir gosi,“ segir Ólöf og hlær. Dagurinn hafi verið ævintýralegur í alla staði og segist hún ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um áður en hún svaraði bónorðinu játandi. „Þetta var mjög yndislegt og einstök upplifun.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Ástin og lífið Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjá meira
„Síminn minn er eiginlega búinn að fara á hliðina,“ segir Ólöf í samtali við Vísi nú í kvöld. Hún segir þó trúlofunina sem slíka ekki óvænta enda hafi hún í raun verið tímabær. „Við erum búin að vera saman í sex ár og ég er búin að hinta að þessu nokkrum sinnum,“ segir hún og hlær. Um tíma var útlit fyrir að planið færi í vaskinn þar sem veðurskilyrði voru slæm. Þau ákváðu að stytta sér stundir í millitíðinni, en fljótlega var gefið grænt ljós á þyrluflugið. Ólöf, sem hafði ekki hugmynd um hvað var í vændum, var þó ekki himinlifandi í fyrstu með flugið. „Við keyrðum eitthvert út í bláinn og stigum um borð í þyrluna, mér til mikillar ánægju því ég er svolítið flughrædd og var ekkert sérlega ánægð með hann í byrjun. Ég var ekki jafn spennt og hann.“ „Við erum búin að vera saman í sex ár og ég er búin að hinta að þessu nokkrum sinnum,“Eva Björk Ægisdóttir Einstök upplifun Sigurbjörn hafði verið í sambandi við Heli Austria varðandi flugið og var ljósmyndarinn Eva Björk Ægisdóttir með í för. Ólöf segist ekki hafa haft hugmynd um að þyrluferðin myndi enda með bónorði, þó ferðin hafi verið óvænt. „Mig grunaði eiginlega ekki neitt fyrr en allir sem voru með okkur í þyrlunni og ljósmyndarinn voru voða mikið að taka okkur upp á meðan við vorum að horfa á eldgosið. Mér fannst það mjög óeðlilegt og spurði Sigurbjörn hvort hinir ættu ekki líka að fá að njóta þess að horfa á eldgosið.“ Ljósmyndarinn Eva Björk var með í för og náði mögnuðum myndum af gosinu í leiðinni.Eva Björk Ægisdóttir Hún segir Sigurbjörn ekki vera óvæntan að eðlisfari, en honum hafi tekist vel til með bónorðið. Ólíkt öðrum í fjölskyldunni, sem hafi trúlofað sig fljótlega í sambandinu hafi hann tekið lengri tíma í það. „Hann beið bara eftir gosi,“ segir Ólöf og hlær. Dagurinn hafi verið ævintýralegur í alla staði og segist hún ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um áður en hún svaraði bónorðinu játandi. „Þetta var mjög yndislegt og einstök upplifun.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Ástin og lífið Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjá meira