Innlent

Tvennt flutt með þyrlu á Land­spítalann eftir bíl­veltu

Sylvía Hall skrifar
Fólkið var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur.
Fólkið var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm

Umferðarslys varð á Skaftártunguvegi við Fagradal síðdegis í dag, skammt frá Kirkjubæjarklaustri, þegar bíll valt. Ökumaður bílsins og farþegi voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur.

Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi en mbl.is greindi fyrst frá. Þyrlan lenti í Vík í Mýrdal þar sem hún mætti sjúkrabílum sem höfðu komið á vettvang.

Fólkið er ekki talið í lífshættu en að sögn Sveins þótti öruggara að flytja fólkið með þyrlunni en með sjúkrabílum til Reykjavíkur. Talið er að ökumaður bílsins hafi misst stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún valt út af veginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×