Innlent

Búið að opna fyrir um­ferð á Reykja­nes­braut

Sylvía Hall skrifar
Frá Reykjanesbraut í kvöld.
Frá Reykjanesbraut í kvöld. Vísir/Egill

Opið er fyrir umferð á Reykjanesbraut á ný eftir að henni var lokað um tíuleytið í kvöld vegna eldgossins í Geldingadal. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, ítrekar þó að fólk eigi ekki að vera á ferðinni nærri gossvæðinu að óþörfu.

„Nú þegar við vitum í hvaða átt hraunið er að fara þá ákváðum við að opna,“ segir Hjördís í samtali við Vísi. Það sé hefðbundið verklag að grípa til slíkra lokana þegar vá steðjar að en nú sé ljóst að engin hætta steðjar að umferð.

Hún brýnir þó fyrir fólki að vera ekki að fara að gossvæðinu en mikil umferð var á Reykjanesbrautinni í kvöld. „Það er alls ekki það sem vantar núna.“


Tengdar fréttir

Auddi rétt slapp en Jón Jónsson varð eftir

Fjöldi skemmtikrafta steig á svið á Skjálftatónleikum Fjölbrautarskóla Suðurnesja í Hljómahöllinni í kvöld. Á sama tíma og ballið fór fram fór að gjósa í Fagradalsfjalli og hefur Reykjanesbrautinni verið lokað vegna þessa.

„Já, þetta kom mér aðeins á óvart“

Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur gerði því skóna í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins að ekki myndi gjósa en kvikan fór ekki eftir því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×