Auddi rétt slapp en Jón Jónsson varð eftir Fjöldi skemmtikrafta steig á svið á Skjálftatónleikum Fjölbrautarskóla Suðurnesja í Hljómahöllinni í kvöld. Á sama tíma og ballið fór fram fór að gjósa í Fagradalsfjalli og hefur Reykjanesbrautinni verið lokað vegna þessa. 19.3.2021 23:00
Reykjanesbraut lokað Reykjanesbraut hefur verið lokað vegna eldgossins sem hófst í Fagradalsfjalli nú í kvöld. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. 19.3.2021 22:21
Gos hafið í Geldingadal Eldgos er hafið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Tilkynning þess efnis barst frá Veðurstofu Íslands til fjölmiðla klukkan 21:55 og í framhaldinu að það hefði að líkindum hafist klukkan 20:45. Lítill órói hefur sést á jarðskjálftamælum. Almannavarnir brýna fyrir fólki að vera ekki að fara ekki á staðinn. 19.3.2021 21:45
Verzlunarskóli Íslands vann Gettu betur Verzlunarskóli Íslands vann úrslitaviðureign Gettu betur í kvöld þegar skólinn sigraði Kvennaskólann í Reykjavík með 31 stigi gegn 17. Er þetta fyrsti sigur Verzlunarskólans í keppninni í sautján ár. 19.3.2021 21:18
Liggur enn ekki fyrir hvernig konan smitaðist Enn er ekki ljóst hvernig konan sem greindist með breska afbrigði kórónuveirunnar utan sóttkvíar á miðvikudag smitaðist af veirunni. Yfir hundrað einstaklingar eru í sóttkví vegna smitsins en smitrakningarteymi almannavarna telur sig hafa náð í flestalla þá sem eru útsettir. 19.3.2021 21:02
Fundu myglu í Nesskóla Mygla fannst í norðurhluta Nesskóla á Neskaupstað í morgun og voru nemendur á elsta stigi sendir heim í kjölfarið. Ekki er talið að mygla sé á fleiri stöðum í húsinu. 19.3.2021 20:30
Bræðurnir hafi alltaf átt „flókið“ samband við föður sinn Karl Bretaprins á ekki hefðbundið fegðasamband við syni sína Vilhjálm og Harry. Þetta hefur People eftir heimildarmanni sínum sem er sagður þekkja vel til innan konungsfjölskyldunnar. Sambandið hafi alltaf verið flókið. 19.3.2021 20:20
Kæra til lögreglu í vinnslu eftir að starfsmaður Sóltúns braut trúnað Hjúkrunarheimilið Sóltún hefur tilkynnt trúnaðarbrot starfsmanns til Persónuverndar og Embættis landlæknis. Málið varðar einn íbúa á hjúkrunarheimilinu og er kæra til lögreglu í vinnslu. 19.3.2021 19:09
Ung kona fékk blóðtappa eftir bólusetningu Ung íslensk kona sem nýlega var bólusett með AstraZeneca hér á landi liggur á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið blóðtappa. Sóttvarnalæknir segir að hlé verði áfram á bólusetningum með efninu þótt Lyfjastofnun Evrópu hafi gefið grænt ljós á notkun þess á ný. 19.3.2021 18:39
Beitti barnsmóður sína ofbeldi er hún hélt á níu mánaða syni þeirra Landsréttur staðfesti í dag átján mánaða fangelsisdóm Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir karlmanni sem réðst á barnsmóður sína í október árið 2018. Maðurinn var meðal annars fundinn sekur um brot í nánu sambandi, brot gegn barninu sem og umferðarlagabrot. 19.3.2021 17:56
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent