Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Datera skiptir um framkvæmdastjóra

Stafræna birtinga- og ráðgjafafyrirtækið Datera hefur ráðið Hreiðar Þór Jónsson sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Tryggvi Freyr Elínarson, forveri Hreiðars, tekur stöðu þróunarstjóra og sérfræðings tæknilausna í stafrænni markaðssetningu

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Margrét framkvæmdastjóri hjá Advania

Margrét Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri ráðgjafar og sérlausna Advania. Hún hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan 2018, fyrst sem forstöðumaður á rekstrarlausnasviði og nú síðast sem forstöðumaður mannauðslausna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ísafjarðarbær missir annan bæjarstjóra sinn á einni viku

Byggðarráð Borgarbyggðar hefur lagt til að gengið verði til samninga við Þórdísi Sif Sigurðardóttur um starf sveitarstjóra Borgarbyggðar og verður sú ákvörðun lögð fyrir sveitarstjórn þann 13. febrúar næstkomandi. Fimmtán sóttu um starfið.

Innlent
Fréttamynd

Ætti ég að skipta um starf? Þrjú atriði til umhugsunar

Ert þú að velta fyrir þér að skipta um starfsvettvang? Hvers vegna? Er það til að þróa þig áfram, ná lengra í starfsframa eða ertu óánægð/ur í því starfi þar sem þú ert? Hér eru þrjú atriði sem gott er að hafa í huga áður en endanleg ákvörðun er tekin.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Hættir sem formaður kúabænda

Arnar Árnason hefur ákveðið að hætta sem formaður Landssambands kúabænda og verður því nýr formaður kjörinn á aðalfundi samtakanna í mars næstkomandi.

Innlent