Viðskipti innlent

Herdís ráðin forstjóri Valitor

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Herdís Fjeldsted hefur gegnt stöðunni frá mars.
Herdís Fjeldsted hefur gegnt stöðunni frá mars.

Herdís Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Valitor og mun ekki taka þátt í störfum stjórnar Arion banka að svo stöddu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Herdís Fjeldsted sem tók í marsmánuði tímabundið við við starfi forstjóra Valitor hefur verið ráðin í starfið ótímabundið. Herdís tók við starfinu af Viðari Þorkelssyni sem hætti störfum eftir áratug í starfi.

Herdís, sem jafnframt er varaformaður stjórnar Arion banka, mun að svo stöddu ekki taka þátt í störfum stjórnar bankans, segir í tilkynningunni.

Starfsmönnum Valitor fækkaði um sextíu í upphafi árs en um fjöldauppsögn var að ræða til að snúa við viðvarandi taprekstri félagsins árin á undan, að því er fram kom í tilkynningu í mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×