Jóna Þórey kjörin ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ á sviði mannréttinda Jóna Þórey Pétursdóttir var í gær kjörin nýr ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda. Kjörið fór fram á sambandsþingi Landssambands ungmennafélaga en hún var tilnefnd fyrir hönd Ungra jafnaðarmanna. Innlent 28. febrúar 2021 20:35
Ella og Guðmundur til Controlant Ella Björnsdóttir og Guðmundur Óskarsson hafa verið ráðin til starfa hjá Controlant. Ella tekur við starfi forstöðumanns mannauðssviðs og Guðmundur sem leiðtogi á alþjóðaviðskiptasviði fyrirtækisins. Viðskipti innlent 26. febrúar 2021 14:55
Símon Sigvaldason skipaður dómari við Landsrétt Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera tillögu til forseta Íslands um skipun Símonar Sigvaldasonar, dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur, í embætti dómara við Landsrétt frá 1. mars næstkomandi. Innlent 26. febrúar 2021 14:27
Nýir starfsmenn hjá Alfreð Atvinnuleitarmiðillinn Alfreð hefur bætt við sig fólki. Samstarf 26. febrúar 2021 10:50
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, hefur beðist lausnar frá embættinu sem hann hefur gegnt frá ársbyrjun 2000. Frá þessu greindi Steingrímur J. Sigúfsson forseti Alþingis, við upphaf þingfundar klukkan 13. Forsætisnefnd Alþingis hefur fallist á beiðni Tryggva. Innlent 25. febrúar 2021 13:21
Maria Bech nýr framkvæmdastjóri íslenska lyfjafyrirtækisins EpiEndo Maria Bech hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóra íslenska lyfjaþróunarfyrirtækisins EpiEndo Pharmaceuticals. Sprotafyrirtækið vinnur að því að þróa næstu kynslóð meðferðarúrræða til meðhöndlunar á viðvarandi bólgusjúkdómum og er fyrsta íslenska fyrirtækið sem fer í klínískar rannsóknir með frumlyf. Viðskipti innlent 24. febrúar 2021 13:01
Einar Geir Jónsson tekur við sprotafyrirtækinu Unimaze Einar Geir Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri íslenska sprotafyrirtækisins Unimaze og tekur við starfinu af Markúsi Guðmundssyni, stofnanda fyrirtækisins. Markús mun áfram leiða hugbúnaðarþróun sem tæknistjóri Unimaze. Viðskipti innlent 23. febrúar 2021 12:26
Símon Sigvaldason metinn hæfastur í Landsrétt Símon Sigvaldason héraðsdómari er hæfastur umsækjenda til að gegna stöðu dómara við Landsrétt að mati dómnefndar um hæfni umsækjenda. Embætti dómara við Landsrétt var auglýst laust til umsóknar þann 20. nóvember síðastliðinn og bárust alls þrjár umsóknir. Innlent 22. febrúar 2021 10:35
Rúrik Gíslason leiðir knattspyrnuumfjöllun Viaplay Rúrik Gíslason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, mun leiða knattspyrnuumfjöllun streymisveitunnar Viaplay á Íslandi frá tímabilinu 2021/2022. Viðskipti innlent 22. febrúar 2021 09:12
Hjördís ráðin samskiptastjóri almannavarnadeildar Hjördís Guðmundsdóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Hún hefur starfað á deildinni undanfarna mánuði við upplýsingamiðlun ásamt Jóhanni K. Jóhannssyni sem ráðinn var tímabundið. Hann hverfur til fyrri starfa á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Innlent 19. febrúar 2021 17:06
Grímur tekur aftur við miðlægri rannsóknardeild lögreglu Grímur Grímsson, sem undanfarin þrjú ár hefur starfað sem tengiliður Íslands hjá Evrópulögreglunni í Hollandi, Europol, tekur við sem yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu í apríl. Grímur staðfestir þetta við Mbl.is í dag. Innlent 19. febrúar 2021 15:05
Ráðin sérfræðingar hjá Expectus Ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtækið Expectus hefur ráðið til sín þrjá sérfræðinga, þau Jón Brynjar Björnsson, Stein Arnar Kjartansson og Þórdísi Björk Arnardóttur. Viðskipti innlent 19. febrúar 2021 14:24
Ráðin til að leiða sögu- og tæknisýningu Orkuveitunnar Birna Bragadóttir hefur verið ráðin til þess að leiða sögu- og tæknisýningu Orkuveitu Reykjavíkur sem opna mun í Elliðaárdal undir merkjum Elliðaárstöðvar síðar á árinu. Alls sóttu 170 manns um stöðuna. Viðskipti innlent 19. febrúar 2021 11:19
Ásthildur Margrét hættir í stjórn Marel Ásthildur Margrét Otharsdóttir, stjórnarformaður Marel, ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn fyrirtækisins. Viðskipti innlent 18. febrúar 2021 14:58
Hirti falið að lokka fleiri ferðamenn til Grænlands Hjörtur Smárason hefur verið ráðinn sem nýr forstjóri Ferðamálaráðs Grænlands, Visit Greenland. Hann mun taka við stöðunni af Juliu Pars í byrjun apríl. Viðskipti erlent 18. febrúar 2021 13:30
Reynir Bjarni tekur við sem framkvæmdastjóri hjá Valitor Reynir Bjarni Egilsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Útgáfulausna hjá Valitor en á sama tíma sameinuðust deildirnar Útgáfulausnir og Útgáfuvinnsla undir nafni þeirrar fyrrgreindu. Viðskipti innlent 17. febrúar 2021 17:27
Björgólfur hættur og Þorsteinn Már aftur einn forstjóri Björgólfur Jóhannsson hefur látið af störfum sem forstjóri Samherja. Hann hefur gegnt því starfi einn frá nóvember 2019 en frá mars 2020 samhliða Þorsteini Má Baldvinssyni. Þorsteinn Már verður nú á ný eini forstjóri félagsins. Viðskipti innlent 12. febrúar 2021 13:39
Guðrún nýr formaður Félags atvinnurekenda Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, var kjörin formaður Félags atvinnurekenda á aðalfundi félagsins í dag. Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness, lét af formennsku eftir fjögur ár í stóli formanns. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FA. Viðskipti innlent 11. febrúar 2021 16:40
Þrír ráðnir til Dohop Ingi Fjalar Magnússon, Daði Steinn Brynjarsson og Kristján Þór Jónsson hafa verið ráðnir sem sérfræðingar hjá ferðatæknifyritækinu Dohop. Viðskipti innlent 11. febrúar 2021 09:30
Gunnar stýrir öllum álverum Century á heimsvísu Gunnar Guðlaugsson, forstjóri Norðuráls, hefur verið ráðinn til að stýra álverum Century Aluminum í Evrópu og Norður Ameríku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Norðuráli. Viðskipti innlent 10. febrúar 2021 10:38
Erla, Karl Ólafur og Leifur til Hvíta hússins Erla María Árnadóttir, Karl Ólafur Hallbjörnsson og Leifur Wilberg Orrason eru nýir starfsmenn hjá Hvíta húsinu. Í tilkynningu kemur fram að með nýjum ráðningum sé verið að styðja við vöxt félagsins og mæta auknum umsvifum í starfseminni. Viðskipti innlent 9. febrúar 2021 11:11
Einar tekur við sem framkvæmdastjóri og nýir eigendur bætast við Guðmundur Arnar Þórðarson, Guðni B. Guðnason og Thelma Kristín Kvaran hafa gengið inn í eigendahóp ráðgjafafyrirtækisins Intellecta. Samhliða breytingunum hefur Einar Þór Bjarnason tekið vuð stöðu framkvæmdastjóra af Þórði S. Óskarssyni, stofnanda Intellecta. Viðskipti innlent 9. febrúar 2021 10:55
Dúi ráðinn verkefnastjóri miðlunar hjá Landgræðslunni Dúi J. Landmark hefur verið ráðinn verkefnastjóri miðlunar hjá Landgræðslunni. Þetta kemur fram í tilkynningu til fjölmiðla. Viðskipti innlent 8. febrúar 2021 09:51
Þóranna Dögg Björnsdóttir og Þráinn Hjálmarsson stýra Sequences X Tilkynnt hefur verið að Þóranna Dögg Björnsdóttir og Þráinn Hjálmarsson munu verða sýningarstjórar myndlistarhátíðarinnar Sequences X í október. Elísabet Jökulsdóttir verður heiðurslistamaður hátíðarinnar. Menning 7. febrúar 2021 10:00
Lára af skjánum og til Aztiq Fund Lára Ómarsdóttir, sem starfað hefur sem fréttamaður á RÚV, hefur verið ráðin samskiptastjóri Aztiq Fund. Viðskipti innlent 5. febrúar 2021 13:17
Auður Ýr nýr forstöðumaður flugverndar Auður Ýr Sveinsdóttir hefur verið ráðin í stöðu forstöðumanns flugverndar á Keflavíkurflugvelli. Viðskipti innlent 5. febrúar 2021 10:51
Gréta María ráðin framkvæmdastjóri hjá Brimi Gréta María Grétarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Krónunnar, hefur verið ráðin sem framkvæmstastjóri Nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Brimi. Viðskipti innlent 4. febrúar 2021 14:23
Þrettán sóttu um stöðu skrifstofustjóra í heilbrigðisráðuneytinu Alls bárust þrettán umsóknir um embætti skrifstofustjóra skrifstofu sjúkrahúsa og sérþjónustu í heilbrigðisráðuneytinu en umsóknarfrestur rann út 1. febrúar síðastliðinn. Innlent 4. febrúar 2021 12:16
Arnar fyrsti karlmaðurinn til að gegna stöðu framkvæmdastjóra Stjórn Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra hefur ráðið Arnar Ævarsson í starf framkvæmdastjóra samtakanna. Hann tekur við starfinu af Hrefnu Sigurjónsdóttur sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra síðastliðin tíu ár. Innlent 2. febrúar 2021 15:39
Eva Bergþóra stýrir samskiptum hjá borginni Eva Bergþóra Guðbergsdóttir hefur verið ráðin í starf teymisstjóra samskiptateymis Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. Eva Bergþóra er búsett í Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem hún hefur meðal annars verið fréttaritari Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Viðskipti innlent 2. febrúar 2021 10:19