Viðskipti innlent

Sig­ríður for­maður í nýrri stjórn Stórn­vísi

Atli Ísleifsson skrifar
Ný stjórn var kjörin á aðalfundi í dag.
Ný stjórn var kjörin á aðalfundi í dag. stjórnvísi

Sigríður Harðardóttir, mannauðs- og gæðastjóri Strætó, er formaður nýrrar stjórnar Stjórnvísi. Hún tekur við formennskunni af Aðalheiði Ósk Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Vök Baths.

Í tilkynningu frá Stjórnvísi segir að ný stjórn félagsins hafi verið kjörin fyrir komandi starfsár á aðalfundi.

„Þema ársins í ár er „Nýtt jafnvægi“ en Stjórnvísi er stærsta stjórnunarfélag á Íslandi með yfir 4500 virka félagsmenn frá um 400, 370 fyrirtækjum og stofnunum. Framkvæmdastjóri Stjórnvísi er Gunnhildur Arnardóttir.

Í stjórninni eru:

  • Sigríður Harðardóttir, formaður Stjórnvísi og mannauðs-og gæðastjóri Strætó
  • Baldur Vignir Karlsson, verkefnastjóri á menntadeild Landspítala (2021-2023)
  • Falasteen Abu Libdeh, framkvæmdastjóri og eigandi hjá Ráði ehf
  • Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni
  • Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Áfangastaðaáætlunar Suðurlands hjá Markaðsstofu Suðurlands
  • Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður þjónustu og markaða hjá Póstinum
  • Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala
  • Steinunn Ketilsdóttir, Learning & Development Specialist hjá Marel
  • Jón Gunnar Borgþórsson, alþjóðlega vottaður stjórnendaráðgjafi

Kjarnastarf Stjórnvísi fer fram í faghópum, en í dag eru 25 slíkir starfandi innan félagsins á jafnmörgum sviðum stjórnunar. Hver hópur boðar til fundar þar sem ákveðin málefni eru tekin til umfjöllunar í fyrirlestra- og umræðuformi eða á annan hátt. Fundirnir skapa vettvang fyrir stjórnendur til umræðna, auka þekkingu og styrkja tengslanetið,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×