Viðskipti innlent

Andrea nýr formaður UAK

Atli Ísleifsson skrifar
Berglind Grímsdóttir, Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir Bachmann, Inga María Hjartardóttir, Bjarklind Björk Gunnarsdóttir, Kristín Sverrisdóttir, Kristjana Björk Barðdal, Guðrún Valdís Jónsdóttir, Andrea Gunnarsdóttir og Árný Lára Sigurðardóttir.
Berglind Grímsdóttir, Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir Bachmann, Inga María Hjartardóttir, Bjarklind Björk Gunnarsdóttir, Kristín Sverrisdóttir, Kristjana Björk Barðdal, Guðrún Valdís Jónsdóttir, Andrea Gunnarsdóttir og Árný Lára Sigurðardóttir. UAK

Andrea Gunnarsdóttir var kjörin formaður Ungra athafnakvenna (UAK) á aðalfundi félagsins sem fram fór í gær. Þar var sömuleiðis ný stjórn kjörin.

Í tilkynningu segir að kosið sé til tveggja ára. „Þær sem hlutu kjör eru Guðrún Valdís Jónsdóttir, Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir Bachmann og Kristín Sverrisdóttir. Ásamt nýkjörnum stjórnarkonum skipar stjórn UAK 2021-2022 þær Andreu Gunnarsdóttur, Bjarklindi Björk Gunnarsdóttur, Ingu Maríu Hjartardóttur og Kristjönu Björk Barðdal.

Þær tvær konur sem fengu næst flest atkvæði í kosningum til stjórnar verða því varamenn til eins árs. Það eru þær Árný Lára Sigurðardóttir og Berglind Grímsdóttir.

Markmið UAK er að stuðla að jafnrétti, hugarfarsbreytingu og framþróun í samfélaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×