Viðskipti innlent

Tekur við stöðu mann­auðs­stjóra Heilsu­verndar

Atli Ísleifsson skrifar
Elín Hjálmsdóttir.
Elín Hjálmsdóttir. Heilsuvernd

Elín Hjálmsdóttir hefur tekið við starfi mannauðsstjóra hjá Heilsuvernd. Hún mun starfa þvert á öll félög Heilsuverndar, leiða þar mannauðsmál og vinna að frekari uppbyggingu og þróun bæði í innri og ytri starfsemi.

Í tilkynningu frá Heilsuvernd segir að Elín hafi víðtæka reynslu á sviði stjórnunar, stefnumótunar og mannauðsmála. Hún hafi um árabil starfað sem mannauðsstjóri og síðar framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Eimskip þar sem hún byggði upp og rak málaflokkinn á alþjóðavísu. 

„Elín kom að stofnun Hugvallar í byrjun árs og er jafnframt ráðgjafi hjá Franklin Covey á Íslandi. Hún hefur setið í stjórn nokkurra fyrirtækja auk þess að hafa setið í stjórn Samtaka atvinnulífsins og Samtaka verslunar- og þjónustu. Hún situr nú í stjórn Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs og stjórn Flugakademíunnar,“ segir í tilkynningunni. 

Elín er menntaður viðskiptafræðingur með MBA próf frá Háskólanum í Reykjavík og er vottaður umbreytingamarkþjálfi frá „Coach Masters Academy” í Singapore. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×