Lafmóðir fréttamenn sprettu úr spori við dómshúsið Farsímar voru bannaðir í dómshúsinu þar sem fyrrverandi kosningastjóri Trump var sakfelldur í gær. Mikið kapphlaup braust út á meðal fréttamanna sem vildu vera fyrstir með fréttina. Erlent 22. ágúst 2018 15:22
Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Erlent 22. ágúst 2018 12:30
Notaði kosningasjóði sem eigin sparibauka Þingmaðurinn Duncan Hunter, einn af fyrstu stuðningsmönnum Trump á þingi, var ákærður ásamt eiginkonu sinni í Kaliforníu í gær. Hann segir að um samsæri sé að ræða. Erlent 22. ágúst 2018 10:25
Misánægð með nýja sendiherrann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í gær Jeffrey Ross Gunter í embætti sendiherra á Íslandi. Gunter er einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum og húðsjúkdómalæknir frá Kaliforníu. Erlent 22. ágúst 2018 06:00
Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. Erlent 21. ágúst 2018 21:20
Cohen játar sök Michael Cohen, sem um langt skeið var lögfræðingur Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, hefur játað að vera sekur um umfangsmikil fjár-og skattsvik. Erlent 21. ágúst 2018 20:01
Trump búinn að útnefna nýjan sendiherra á Íslandi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, útnefnt Dr. Jeffrey Ross Gunter sem nýjan sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Sendiráð Bandaríkjanna hér á landi hefur verið sendiherralaust í um eitt og hálft ár. Innlent 21. ágúst 2018 16:01
Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. Erlent 21. ágúst 2018 15:17
Trump segist geta tekið yfir Rússarannsóknina Hann sagði einu ástæðuna fyrir því að rannsókn sérstaka saksóknarans Robert Mueller stæði enn yfir vera þá að hann hefði ekki ákveðið enn að binda enda á hana. Erlent 21. ágúst 2018 11:03
Microsoft segist hafa stöðvað rússneska tölvuþrjóta Þeir eru sagðir hafa reynt að komast yfir notendaupplýsingar íhaldssamra samtaka og hugveitna í Bandaríkjunum. Erlent 21. ágúst 2018 10:48
Melania varar við neteinelti á meðan eiginmaðurinn fer hamförum á Twitter Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, varaði við hættum samfélagsmiðla og neteineltis sama dag og eiginmaður hennar, Donald Trump Bandaríkjaforseti, fór ófögrum orðum um fyrrverandi yfirmann CIA á Twitter. Erlent 21. ágúst 2018 08:12
Fjáraflari Trump og repúblikana grunaður um að selja áhrif Fyrrverandi varastjórnarformaður landsnefndar Repúblikanaflokksins er grunaður um að hafa óskað eftir milljónum dollara frá erlendum aðilum gegn því að fá Trump-stjórnina til að gera það sem þeir vildu. Erlent 20. ágúst 2018 11:16
Lögmaður í Hvíta húsinu veitir Mueller upplýsingar um samskiptin við Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi frá sér fjölmörg tíst um fréttir af málinu og bæði staðfesti þær og kallaði falsfréttir í sama tísti. Erlent 20. ágúst 2018 05:00
Mueller fer fram á 6 mánaða fangelsisdóm yfir George Papadopoulos Hinn sérstaki saksóknari Robert Mueller hefur farið fram á sex mánaða fangelsisdóm yfir George Papadopoulos, sem starfaði fyrir forsetaframboð Donalds Trump. Erlent 18. ágúst 2018 11:40
Hætta við 200 milljón dala fjárveitingu til Sýrlands Talskona Utanríkisráðuneytisins, Heather Nauert, sagði AP að þessi ákvörðun hefði verið tekin í ljósi þess að aðrar þjóðir sem eru í bandalagi Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu hefðu veitt töluverðum fjármunum til uppbyggingarinnar í Sýrlandi. Erlent 17. ágúst 2018 14:42
Fyrrverandi leyniþjónustumenn gagnrýna framgöngu Trump Tólf leyniþjónustumenn úr báðum flokkum og aðmíráll sem stýrði aðgerðinni þar sem Osama bin Laden var drepinn gagnrýna meðferð Trump forseta á fyrrverandi forstjóra CIA. Erlent 17. ágúst 2018 10:16
Hersýningu Trump frestað til næsta árs Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna birtu í gær yfirlit yfir hersýninguna þar sem í ljós kom að hún verður rúmlega þrefalt dýrari en hún átti upprunalega að kosta. Erlent 17. ágúst 2018 07:44
Öldungadeildin segir fjölmiðla ekki vera „óvini þjóðarinnar“ Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag ályktun þar sem lýst er yfir stuðningi við frjálsa fjölmiðla og sérstaklega tiltekið að "fjölmiðlar [séu] ekki óvinur þjóðarinnar“. Erlent 16. ágúst 2018 23:05
Fordæma árásir Trump á fjölmiðlafrelsi Fjölmiðlar heimsins skrifuðu leiðara í dag sem fordæma árásir Bandaríkjaforseta á fjölmiðlafrelsi í landinu. Erlent 16. ágúst 2018 20:46
„Bull“ að ekkert samráð hafi verið milli Trump og Rússa John Brennan, fyrrverandi forstjóri CIA, bregst við ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að svipta hann öryggisheimild í grein í New York Times. Erlent 16. ágúst 2018 12:00
Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Hvíta húsið hafði vísað til framgöngu Johns Brennan á opinberum vettvangi. Trump sagði síðan í viðtali að ástæðan hafi verið aðkoma forstjórans að Rússarannsókninni svonefndu. Erlent 16. ágúst 2018 09:26
Ætla að berjast gegn viðtali við Mueller Lögmannateymi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætla sér að berjast af öllum krafti gegn því að Trump verði þvingaður til að ræða við rannsakendur Robert Mueller. Jafnvel þó málið þurfi að fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Erlent 16. ágúst 2018 08:36
Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Erlent 15. ágúst 2018 20:08
Verjendur kosningastjóra Trump kalla ekki til nein vitni Búist er við því að málið gegn Paul Manafort verði lagt í kviðdóm í vikunni. Erlent 14. ágúst 2018 16:31
Bandaríkjaforseti kallar fyrrverandi starfsmann sinn „hund“ Donald Trump kallar fyrrverandi aðstoðarkonu sína öllum illum nöfnum á Twitter. Erlent 14. ágúst 2018 13:14
Umdeildur starfsmaður FBI rekinn vegna skilaboða um Trump Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur sagt Peter Strzok, fyrrverandi aðstoðaryfirmanni gagnnjósna FBI, upp vegna einkaskilaboða hans og annars starfsmanns FBI um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Erlent 13. ágúst 2018 15:48
Omarosa í vandræðum vegna upptöku Segist hafa tekið upp fjölda samtala í Hvíta húsinu til að "verja sig“. Erlent 13. ágúst 2018 12:07
Tyrkir búa sig undir það versta eftir yfirlýsingagleði Erdogans Líran féll um nærri fimmtung fyrir helgi eftir að Donald Trump tilkynnti um viðskiptaþvinganir gegn landinu. Yfirlýsingar forseta Tyrklands eru ekki til þess fallnar að bæta ástandið. Deilan snýst um bandarískan klerk í tyrknesku fangelsi. Erlent 13. ágúst 2018 06:00
Segir Hvíta húsið beita blekkingum um andlegt ástand Trump Fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins segir að háttsettir menn þar leyni því hversu mikið Bandaríkjaforseta hafi hnignað andlega. Erlent 12. ágúst 2018 14:48
Hvítir þjóðernissinnar ganga aftur ári eftir Charlottesville Boðað hefur verið til endurfunda öfgahægrimanna í Washington-borg í dag og er lögregla með mikinn viðbúnað til að halda þeim og mótmælendum aðskildum. Erlent 12. ágúst 2018 12:03