Umdeildur starfsmaður FBI rekinn vegna skilaboða um Trump Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2018 15:48 Peter Strzok. Vísir/AP Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur sagt Peter Strzok, fyrrverandi aðstoðaryfirmanni gagnnjósna FBI, upp vegna einkaskilaboða hans og annars starfsmanns FBI um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Strzok var einn af æðstu starfsmönnum FBI sem komu að Rússarannsókninni svokölluðu, þar til skilaboðin litu dagsins ljós.Strzok átti í ástarsambandi við annan starfsmann FBI sem heitir Lisa Page. Á meðan á kosningabaráttunni stóð árið 2016 og eitthvað fram á 2017 skiptust þau á smáskilaboðum á starfssímum þeirra þar sem þau ræddu meðal annars stjórnmál. Á þeim tíma vann Strzok við rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton og rannsókn Robert Mueller. Í einum skilaboðum fór Strzok illum orðum um Trump og í öðru sagði hann: „Þessi maður getur ekki orðið forseti“. Í öðrum skilaboðum var hann spurður hvort Trump gæti orðið forseti og svaraði hann á þá leið að svo væri ekki. „Við munum stöðva hann“.Færður til í starfi Síðan þá hafa stuðningsmenn Trump ítrekað notað skilaboðin og Strzok til þess að gagnrýna rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016, mögulegri aðkomu framboðs Trump að afskiptunum og hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Sjálfur segir Strzok að hann hafi verið að vísa til kjósenda. Kjósendur væru „við“ og þeir myndu ekki kjósa Trump í embætti forseta. Strzok var færður til í starfi og innra eftirlit FBI lagði til að hann yrði lækkaður í tign og sendur í tveggja mánaða leyfi vegna málsins. Lögmaður hans tilkynnti svo í dag að hann hefði verið rekinn, þvert á fyrri yfirlýsingar Christopher Wray, núverandi yfirmanns FBI, sem hafði sagt að ferli máls Strzok myndi fylgja innri reglum stofnunarinnar.Samkvæmt frétt Washington Post segir lögmaður Strzok að aðstoðaryfirmaður FBI hafi rekið Strzok á föstudaginn.Strzok hafði starfað hjá FBI í nærri því 22 ár og komið að ótalmörgum rannsóknum í gegnum tíðina.Segir utanaðkomandi þrýstingi um að kenna Lögmaður Strzok sendi frá sér tilkynningu vegna brottrekstursins í dag þar sem hann sagði að allir Bandaríkjamenn ættu að hafa áhyggjur vegna málsins. Hann sagði að löng og ítarleg rannsókn og nokkrar lotur af framboði fyrir þingnefndum hefðu ekki leitt í ljós snefil af sönnunum fyrir því að persónulegar skoðanir Strzok hefðu haft áhrif á vinnu hans. Þvert á móti hefði hann um árabil verið einn af áreiðanlegustu starfsmönnum gagnnjósna FBI. Því sé ljóst að hann hafi verið rekinn vegna utanaðkomandi þrýstings og markmiðið hafi verið að refsa honum fyrir skoðanir sínar.FBI Special Agent Peter Strzok has been fired. Statement from his attorney. pic.twitter.com/oG780mZMjU— Laura Jarrett (@LauraAJarrett) August 13, 2018 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Bomban“ sem Trump tísti um aftengd samdægurs Skilaboð sem áttu að sýna að Obama hefði verið með puttana í rannsókn FBI á Hillary Clinton vörðuðu áhuga hans á viðbrögðum FBI við afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 8. febrúar 2018 16:49 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent Fleiri fréttir Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur sagt Peter Strzok, fyrrverandi aðstoðaryfirmanni gagnnjósna FBI, upp vegna einkaskilaboða hans og annars starfsmanns FBI um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Strzok var einn af æðstu starfsmönnum FBI sem komu að Rússarannsókninni svokölluðu, þar til skilaboðin litu dagsins ljós.Strzok átti í ástarsambandi við annan starfsmann FBI sem heitir Lisa Page. Á meðan á kosningabaráttunni stóð árið 2016 og eitthvað fram á 2017 skiptust þau á smáskilaboðum á starfssímum þeirra þar sem þau ræddu meðal annars stjórnmál. Á þeim tíma vann Strzok við rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton og rannsókn Robert Mueller. Í einum skilaboðum fór Strzok illum orðum um Trump og í öðru sagði hann: „Þessi maður getur ekki orðið forseti“. Í öðrum skilaboðum var hann spurður hvort Trump gæti orðið forseti og svaraði hann á þá leið að svo væri ekki. „Við munum stöðva hann“.Færður til í starfi Síðan þá hafa stuðningsmenn Trump ítrekað notað skilaboðin og Strzok til þess að gagnrýna rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016, mögulegri aðkomu framboðs Trump að afskiptunum og hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Sjálfur segir Strzok að hann hafi verið að vísa til kjósenda. Kjósendur væru „við“ og þeir myndu ekki kjósa Trump í embætti forseta. Strzok var færður til í starfi og innra eftirlit FBI lagði til að hann yrði lækkaður í tign og sendur í tveggja mánaða leyfi vegna málsins. Lögmaður hans tilkynnti svo í dag að hann hefði verið rekinn, þvert á fyrri yfirlýsingar Christopher Wray, núverandi yfirmanns FBI, sem hafði sagt að ferli máls Strzok myndi fylgja innri reglum stofnunarinnar.Samkvæmt frétt Washington Post segir lögmaður Strzok að aðstoðaryfirmaður FBI hafi rekið Strzok á föstudaginn.Strzok hafði starfað hjá FBI í nærri því 22 ár og komið að ótalmörgum rannsóknum í gegnum tíðina.Segir utanaðkomandi þrýstingi um að kenna Lögmaður Strzok sendi frá sér tilkynningu vegna brottrekstursins í dag þar sem hann sagði að allir Bandaríkjamenn ættu að hafa áhyggjur vegna málsins. Hann sagði að löng og ítarleg rannsókn og nokkrar lotur af framboði fyrir þingnefndum hefðu ekki leitt í ljós snefil af sönnunum fyrir því að persónulegar skoðanir Strzok hefðu haft áhrif á vinnu hans. Þvert á móti hefði hann um árabil verið einn af áreiðanlegustu starfsmönnum gagnnjósna FBI. Því sé ljóst að hann hafi verið rekinn vegna utanaðkomandi þrýstings og markmiðið hafi verið að refsa honum fyrir skoðanir sínar.FBI Special Agent Peter Strzok has been fired. Statement from his attorney. pic.twitter.com/oG780mZMjU— Laura Jarrett (@LauraAJarrett) August 13, 2018
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Bomban“ sem Trump tísti um aftengd samdægurs Skilaboð sem áttu að sýna að Obama hefði verið með puttana í rannsókn FBI á Hillary Clinton vörðuðu áhuga hans á viðbrögðum FBI við afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 8. febrúar 2018 16:49 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent Fleiri fréttir Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Sjá meira
„Bomban“ sem Trump tísti um aftengd samdægurs Skilaboð sem áttu að sýna að Obama hefði verið með puttana í rannsókn FBI á Hillary Clinton vörðuðu áhuga hans á viðbrögðum FBI við afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 8. febrúar 2018 16:49
Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30