Fjáraflari Trump og repúblikana grunaður um að selja áhrif Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2018 11:16 Broidy (t.h.) lék lykilhlutverk í að smala saman fé frá fjársterkum aðilum til að fjármagna forsetaframboð Donalds Trump. Vísir/Getty Bandaríska dómsmálaráðuneytið er nú sagt rannsaka hvort að Elliot Broidy, einn helsti fjáraflari Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Repúblikanaflokksins, hafi reynt að hagnast á ítökum sínum í Trump- stjórninni með því að bjóða erlendum embættismönnum stjórnaraðgerðir í skiptum fyrir tugi milljóna dollara. Broidy var varastjórnarformaður landsnefndar Repúblikanaflokksins (RNC) en sagði af sér í apríl í kjölfar ásakana um að hann hefði greitt fyrrverandi Playboy-fyrirsætu milljónir dollara fyrir að þegja um kynferðislegt samband þeirra. Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, sá um að gera samninginn fyrir hönd Broidy. Cohen er sjálfur til rannsóknar, grunaður um að hafa svikið út tugmilljóna dollara lán. Áður hefur verið sagt frá því að Broidy hafi verið milligöngumaður á milli Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Trump-stjórnarinnar. Fyrirtæki Broidy hafi fengið mörg hundruð milljóna dollara samninga við furstadæmin. Rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem beinist fyrst og fremst að meintu samráði forsetaframboðs Trump og Rússa er talin hafa teygt út anga sína og náð til mögulegra tilrauna arabaríkisins til að kaupa sér áhrif hjá Trump-stjórninni.Áform um að fá Trump til að framselja kínverskan andófsmann Nú segir Washington Post frá rannsókn dómsmálaráðuneytisins á því hvort að Broidy hafi reynt að selja erlendum aðilum stjórnaraðgerðir. Hann er þannig sakaður um að hafa reynt að fá Trump-stjórnina til að framselja Guo Wengui, kínverskan andófsmann sem kínversk stjórnvöld hafa viljað hafa hendur í hári á. Þá liggja einnig fyrir ásakanir um að Broidy hafi farið fram á 75 milljónir dollara frá malasískum embættismanni gegn því að bandaríska dómsmálaráðuneytið hætti rannsókn á þróunarfélagi malasísku ríkisstjórnarinnar. Najib Razak, fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, hefur verið sakaður um að hafa dregið að sér milljarða dollara úr sjóðnum. Lögmaður Broidy hafnar ásökununum á hendur honum. Broidy hefur áður sakað ríkisstjórn Katar um að hafa stolið tölvupóstum sínum og lekið þeim í bandaríska fjölmiðla til þess að koma óorði á sig. Ástæðan sé sú að hann hafi sakað Katar um að styðja hryðjuverkastarfsemi. Bandaríkin Donald Trump Katar Malasía Rússarannsóknin Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið er nú sagt rannsaka hvort að Elliot Broidy, einn helsti fjáraflari Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Repúblikanaflokksins, hafi reynt að hagnast á ítökum sínum í Trump- stjórninni með því að bjóða erlendum embættismönnum stjórnaraðgerðir í skiptum fyrir tugi milljóna dollara. Broidy var varastjórnarformaður landsnefndar Repúblikanaflokksins (RNC) en sagði af sér í apríl í kjölfar ásakana um að hann hefði greitt fyrrverandi Playboy-fyrirsætu milljónir dollara fyrir að þegja um kynferðislegt samband þeirra. Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, sá um að gera samninginn fyrir hönd Broidy. Cohen er sjálfur til rannsóknar, grunaður um að hafa svikið út tugmilljóna dollara lán. Áður hefur verið sagt frá því að Broidy hafi verið milligöngumaður á milli Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Trump-stjórnarinnar. Fyrirtæki Broidy hafi fengið mörg hundruð milljóna dollara samninga við furstadæmin. Rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem beinist fyrst og fremst að meintu samráði forsetaframboðs Trump og Rússa er talin hafa teygt út anga sína og náð til mögulegra tilrauna arabaríkisins til að kaupa sér áhrif hjá Trump-stjórninni.Áform um að fá Trump til að framselja kínverskan andófsmann Nú segir Washington Post frá rannsókn dómsmálaráðuneytisins á því hvort að Broidy hafi reynt að selja erlendum aðilum stjórnaraðgerðir. Hann er þannig sakaður um að hafa reynt að fá Trump-stjórnina til að framselja Guo Wengui, kínverskan andófsmann sem kínversk stjórnvöld hafa viljað hafa hendur í hári á. Þá liggja einnig fyrir ásakanir um að Broidy hafi farið fram á 75 milljónir dollara frá malasískum embættismanni gegn því að bandaríska dómsmálaráðuneytið hætti rannsókn á þróunarfélagi malasísku ríkisstjórnarinnar. Najib Razak, fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, hefur verið sakaður um að hafa dregið að sér milljarða dollara úr sjóðnum. Lögmaður Broidy hafnar ásökununum á hendur honum. Broidy hefur áður sakað ríkisstjórn Katar um að hafa stolið tölvupóstum sínum og lekið þeim í bandaríska fjölmiðla til þess að koma óorði á sig. Ástæðan sé sú að hann hafi sakað Katar um að styðja hryðjuverkastarfsemi.
Bandaríkin Donald Trump Katar Malasía Rússarannsóknin Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26
Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00