Umfjöllun og viðtöl: Keflavík felldi Breiðablik Keflvíkingar unnu öruggan nítján stiga sigur á Breiðabliki, 108-89, í Smáranum í kvöld og þar með eru Blikarnir fallnir úr Subway deild karla í körfubolta. Körfubolti 14. mars 2024 18:30
Umfjöllun: Tindastóll - Þór Þorl. 79-87 | Stólarnir byrja illa án Pavels Þórsarar sóttu tvö mikilvæg stig á Sauðárkrók í kvöld þegar þeir unnu átta stiga sigur á Íslandsmeisturum Tindastóls, 87-79. Stólarnir voru að leika sinn fyrsta leik án þjálfara síns Pavels Ermolinskij sem fór í ótímabundið veikindaleyfi. Körfubolti 14. mars 2024 18:30
„Fyrstu viðbrögð eru að hugsa hlýtt til Pavels“ Matthías Orri Sigurðarson er með Stefáni Árna Pálssyni í Körfuboltakvöldi Extra í kvöld. Ræða þeir Pavel Ermolinskij, þjálfara Tindastóls, en félagið gaf út í dag að Pavel væri á leið í veikindaleyfi. Körfubolti 12. mars 2024 20:45
Pavel í veikindaleyfi Pavel Ermolinskij er kominn í veikindaleyfi frá störfum sínum sem þjálfari Íslandsmeistara Tindastóls í körfubolta. Körfubolti 12. mars 2024 13:58
„Vorum flatir, andlausir og þetta var gjörsamlega til háborinnar skammar“ Höttur steinlá gegn Keflavík á útivelli 110-71. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var langt frá því að vera sáttur út í sitt lið eftir 39 stiga tap. Sport 11. mars 2024 21:26
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Höttur 110-71 | Sjóðandi heitir heimamenn pökkuðu gestunum saman Keflavík sópaði gólfið með Hetti frá Egilsstöðum þegar liðin mættust í Subway-deild karla í körfubolta í leik sem var ítrekað frestað vegna skorts á heitu vatni í kjölfar eldgoss á Reykjanesskaga. Körfubolti 11. mars 2024 20:50
Óheppnin eltir Hauk Helga Körfuboltamaðurinn Haukur Helgi Pálsson hefur verið frá keppni síðustu vikur vegna meiðsla en stefnir á endurkomu í Subway-deildinni. Sport 11. mars 2024 15:30
Foxillur Kjartan grýtti spjaldinu í gólfið: „Áran yfir þeim rosa þung og leiðinleg“ Það er mikið í húfi hjá körfuboltaliði Álftaness á næstu vikum en sérfræðingarnir í Subway Körfuboltakvöldi voru sammála um að áran yfir liðinu gæfi ekki ástæðu til bjartsýni. Körfubolti 11. mars 2024 14:30
„Nú verð ég að passa mig að syngja ekki of mikið“ Pétur Rúnar Birgisson, fyrirliði Tindastóls, var með hljóðnemann á sér í síðasta leik Stólanna þar sem liðið vann góðan sigur á Haukum á Ásvöllum. Körfubolti 10. mars 2024 13:00
Flugeldar og fagnaðarlæti eftir fyrsta sigur Hamars Hamarsmenn unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Subway-deild karla í körfubolta síðastliðinn fimmtudag. Stuðningsmenn Hamars voru því í aðalhlutverki í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Körfubolti 10. mars 2024 08:01
Tilþrifin:„Algjörlega geðveikislega vel gert hjá Julio De Assis“ „Við elskum góð tilþrif,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Körfuboltakvölds, þegar komið var að því að skoða flottustu tilþrif 19. umferðar Subway-deildar karla í körfubolta í síðasta þætti. Körfubolti 9. mars 2024 23:31
„Ég held að þetta sé ógeðslega óþægilegt“ Grindvíkingar unnu frábæran sigur í Sláturhúsinu í Keflavík í Subway deild karla í körfubolta í gær og það þótt að lykilmaðurinn DeAndre Kane gengi ekki alveg heill til skógar. Kane harkaði af sér og leiddi Grindavíkurliðið til níunda sigursins í röð. Körfubolti 9. mars 2024 12:30
Umfjöllun: Keflavík - Grindavík 74-87 | Miklar sveiflur en Grindavík með níu í röð Grindavík vann sinn níunda sigur í röð í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, nokkuð sannfærandi gegn Keflavík, 87-74. Körfubolti 8. mars 2024 22:08
„Við ætlum að gera tilkall í þann stóra og fara alla leið“ Grindavík hafði betur gegn nágrönnum sínum úr Keflavík í lokaleik 19. umferðar Subway deildar karla í kvöld með þrettán stiga mun 74-87. Körfubolti 8. mars 2024 21:47
Óvíst með þátttöku Kanes í stórleiknum Grindvíkingar gætu verið án síns næststigahæsta leikmanns, DeAndre Kane, þegar þeir sækja Keflvíkinga heim í lokaleik 19. umferðar Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 8. mars 2024 14:10
Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og tímataka í F1 Það er sannkallaður stórleikur á dagskrá í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld og stóru málin verða svo rædd í Körfuboltakvöldi. Formúla 1, fótbolti og fleira verður einnig í boði á sportstöðvum Stöðvar 2. Sport 8. mars 2024 06:00
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Njarðvík 100-110 | Gestirnir upp í annað sæti Njarðvík vann sterkan tíu stiga sigur er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 100-110. Körfubolti 7. mars 2024 22:34
„Gott að sjá að við erum enn þokkalegir“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður að sjá hvernig hans lið mætti til leiks eftir þriggja vikna pásu í Subway-deild karla í körfubolta er liðið vann tíu stiga útisigur gegn Þór Þrolákshöfn í kvöld, 100-110. Körfubolti 7. mars 2024 21:36
„Við eigum bara úrslitaleiki eftir“ Arnari Guðjónssyni var létt eftir lífsnauðsynlegan sigur Stjörnunnar gegn Hetti í Subway-deildinni í kvöld. Hann sagði að úrslitakeppnissætið hefði nánast verið farið hefði Stjarnan tapað. Körfubolti 7. mars 2024 21:32
Kjartan Atli: Ekkert jákvætt sem ég ætla að taka úr þessum leik Leikur Álftaness og Vals á Hlíðarenda var í miklu jafnvægi í fyrri hálfleik og var staðan 46-42 fyrir heimamönnum en það skildi heldur betur á milli liðanna í þeim seinni. Lokatölur urðu 89-71 fyrir Val og það var augljóst að Kjartan Atli þjálfari Álftaness var hundfúll með kvöldið. Körfubolti 7. mars 2024 21:23
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Höttur 92-82 | Stjörnumenn ennþá á lífi Stjörnumenn unnu lífsnauðsynlegan sigur á Hetti þegar liðin mættust í Subway-deildinni í Garðabænum í kvöld. Stjarnan er því enn með í baráttunni um sæti í úrslitakeppni. Körfubolti 7. mars 2024 21:03
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 93-100 | Drungilas leiddi meistarana að sigri Tindastóll er í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppni Subway deildar karla en liðið landaði tveimur dýrmætum stigum í kvöld með 100-93 útisigri gegn Haukum. Körfubolti 7. mars 2024 21:00
Umfjöllun og viðtöl: Hamar - Breiðablik 104-91 | Fyrsti deildarsigur Hamars á tímabilinu í höfn Hamar nældi sér í sín fyrstu stig á yfirstandandi keppnistímabili í Subway-deild karla í körfubolta þegar liðið lagði Breiðablik að velli í kvöld en liðin leiddu þá saman hesta sína í botnslag deildarinnar í Hveragerði. Lokatölur í leiknum urðu 104-91 Hamarsmönnum í vil. Körfubolti 7. mars 2024 20:54
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Álftanes 89-71 | Ellefu sigrar í röð hjá Val Valur steig stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum með sigri á nýliðum Álftaness á Hlíðarenda. Valsmenn sýndu af sér fagmannlega frammistöðu og eftir jafnan fyrri hálfleik þá gengu þeir á milli bols og höfuðs á Álftnesingum. Lokatölur 89-71. Körfubolti 7. mars 2024 18:30
„Ekki alltaf gott að prjóna yfir sig“ Hlynur Bæringsson er fullmeðvitaður um mikilvægi leiks liðs hans Stjörnunnar gegn Hetti í Subway-deild karla í kvöld. Stjarnan þarf sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Körfubolti 7. mars 2024 13:31
Dagskráin í dag: Liverpool í Prag, Kristian mætir Villa og mikið í húfi í Subway-deildinni Það er svo sannarlega spennandi kvöld í vændum á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld þar sem á dagskrá eru hörkuleikir í Subway-deild karla í körfubolta og Evrópudeildinni í fótbolta, ásamt fleira efni. Sport 7. mars 2024 06:01
Thelma hitti úr 14 af 15 þriggja stiga skotum og vann keppni kynjanna Keflvíska körfuboltakonan Thelma Dís Ágústsdóttir er mjög öflug þriggja stiga skytta og það sýndi hún í verki á Nettómótinu un helgina. Körfubolti 4. mars 2024 10:00
Matasovic gæti verið frá út leiktíðina Mario Matasovic, leikmaður Njarðvíkur í Subway-deild karla í körfubolta, gæti verið frá út leiktíðina. Um er að ræða mikið högg fyrir Njarðvík sem er í harðri baráttu um annað sæti. Körfubolti 1. mars 2024 18:30
Mustanginn lagður undir í einvígi Nablans og Kristófer Acox Í þættinum Subway Körfuboltakvöld Extra sem sýndur var í gær var skemmtilegt innslag þar sem íþróttafréttamaðurinn Nablinn, Andri Már Eggertsson, mætti Kristófer Acox í einvígi. Körfubolti 21. febrúar 2024 23:31
„Þegar Stólarnir tapa þá fer Subway spjallið á hliðina“ Körfuboltaáhugafólk á Íslandi fer oft inn á fésbókina þegar það þarf að tjá sig um Subway deild karla í körfubolta og Subway Körfuboltakvöld kíkti aðeins á það sem var í gangi þar eftir síðustu umferð. Körfubolti 20. febrúar 2024 09:30