„Sá bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. október 2024 12:33 Hilmar Pétursson hefur ekki staðið undir væntingum hjá Keflavík. vísir/anton Varnarleikur Keflavíkur, eða skortur á honum, var til umræðu í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. Sævari Sævarssyni finnst vanta vilja í leikmenn Keflavíkur. Á fimmtudaginn tapaði Keflavík fyrir Íslandsmeisturum Vals, 104-80. Keflvíkingar, sem var spáð góðu gengi fyrir tímabilið, hafa tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum í vetur. „Það getur vel verið að Keflavík ætli að sanna að það sé hægt vinna titla með því að spila hraðan, skemmtilegan bolta og taka fullt af skotum. En það er ekki þar með sagt að þú þurfir að henda frá þér viljanum til að stoppa andstæðinginn, viljanum til að láta finna fyrir þér og sýna fólkinu sem mætti í íþróttahúsið og styrktaraðilunum sem setja allan peninginn í þetta að þú viljir að andstæðingurinn skori minna en þú,“ sagði Sævar í þættinum í gær. Hann var ekki hrifinn af því sem hann sá til Keflavíkurliðsins á fimmtudaginn og sagði að nýju leikmenn þess hefðu ekki fundið taktinn enn sem komið er. „Ég sá bara einstaklinga sem ætluðu að reyna að skora meira en andstæðingurinn en ekkert að leggja kapp á að stoppa eða láta finna fyrir sér; bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri. Ég veit ekki hvort sé að bíða eftir einhverri sprengju,“ sagði Sævar. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um Keflavík „Það eru komnir þrír nýir leikmenn í liðið og þeir hafa allir valdið vonbrigðum. Það voru miklar væntingar gerðar til Hilmars Péturssonar. Hann er ekki búinn að sýna neitt. Það voru miklar væntingar gerðar til þessa Þjóðverja [Jarell Reischel]. Það er ekki hægt að kenna honum um gengi liðsins. Það er eðlilegt að það taki tíma fyrir hann að komast inn. Síðan tekurðu ungan bandarískan leikmann [Wendell Green] sem á að njóta þess að spila í deild með fullt af reynslumiklum mönnum, Halldóri Garðari [Hermannssyni], Igor Maric, Jaka Brodnik, en þeir eru ekki að sýna þessum Bandaríkjamanni neitt varðandi það að fara fram með góðu fordæmi.“ Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Þegar þjálfarinn er í besta forminu þá er það ekki nógu gott“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, þurfti að sætta sig við fjórða tapið í fimm leikjum í kvöld þegar lið hans steinlá gegn Vali, 104-80. 24. október 2024 21:41 Mest lesið Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Fótbolti Baldur: Yrði hissa ef minn sjúkraþjálfari myndi fara í svona baráttu Sport Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Körfubolti ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Handbolti Fleiri fréttir Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Körfuboltakvöld: Tilþrif 4. umferðar Lögmál leiksins: Þetta er eins og í Kolaportinu Hneykslast á nýju Dwyane Wade styttunni Pirraðir á excel skiptingum Péturs Jón Axel öflugur í sigri „Sá bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri“ Sjá meira
Á fimmtudaginn tapaði Keflavík fyrir Íslandsmeisturum Vals, 104-80. Keflvíkingar, sem var spáð góðu gengi fyrir tímabilið, hafa tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum í vetur. „Það getur vel verið að Keflavík ætli að sanna að það sé hægt vinna titla með því að spila hraðan, skemmtilegan bolta og taka fullt af skotum. En það er ekki þar með sagt að þú þurfir að henda frá þér viljanum til að stoppa andstæðinginn, viljanum til að láta finna fyrir þér og sýna fólkinu sem mætti í íþróttahúsið og styrktaraðilunum sem setja allan peninginn í þetta að þú viljir að andstæðingurinn skori minna en þú,“ sagði Sævar í þættinum í gær. Hann var ekki hrifinn af því sem hann sá til Keflavíkurliðsins á fimmtudaginn og sagði að nýju leikmenn þess hefðu ekki fundið taktinn enn sem komið er. „Ég sá bara einstaklinga sem ætluðu að reyna að skora meira en andstæðingurinn en ekkert að leggja kapp á að stoppa eða láta finna fyrir sér; bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri. Ég veit ekki hvort sé að bíða eftir einhverri sprengju,“ sagði Sævar. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um Keflavík „Það eru komnir þrír nýir leikmenn í liðið og þeir hafa allir valdið vonbrigðum. Það voru miklar væntingar gerðar til Hilmars Péturssonar. Hann er ekki búinn að sýna neitt. Það voru miklar væntingar gerðar til þessa Þjóðverja [Jarell Reischel]. Það er ekki hægt að kenna honum um gengi liðsins. Það er eðlilegt að það taki tíma fyrir hann að komast inn. Síðan tekurðu ungan bandarískan leikmann [Wendell Green] sem á að njóta þess að spila í deild með fullt af reynslumiklum mönnum, Halldóri Garðari [Hermannssyni], Igor Maric, Jaka Brodnik, en þeir eru ekki að sýna þessum Bandaríkjamanni neitt varðandi það að fara fram með góðu fordæmi.“ Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan,
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Þegar þjálfarinn er í besta forminu þá er það ekki nógu gott“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, þurfti að sætta sig við fjórða tapið í fimm leikjum í kvöld þegar lið hans steinlá gegn Vali, 104-80. 24. október 2024 21:41 Mest lesið Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Fótbolti Baldur: Yrði hissa ef minn sjúkraþjálfari myndi fara í svona baráttu Sport Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Körfubolti ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Handbolti Fleiri fréttir Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Körfuboltakvöld: Tilþrif 4. umferðar Lögmál leiksins: Þetta er eins og í Kolaportinu Hneykslast á nýju Dwyane Wade styttunni Pirraðir á excel skiptingum Péturs Jón Axel öflugur í sigri „Sá bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri“ Sjá meira
„Þegar þjálfarinn er í besta forminu þá er það ekki nógu gott“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, þurfti að sætta sig við fjórða tapið í fimm leikjum í kvöld þegar lið hans steinlá gegn Vali, 104-80. 24. október 2024 21:41