Uppgjörið: Valur - Keflavík 104-80 | Valsmenn miklu sterkari í lokin Siggeir Ævarsson skrifar 24. október 2024 20:45 Stjarnan Valur Bónus Deild Karla Haust 2024 vísir/Diego Íslandsmeistarar Vals unnu á endanum sannfærandi 24 stiga sigur á bikarmeisturum Keflavíkur, 104-80, í stórleik kvöldsins í Bónus-deild karla í körfubolta. Valur og Keflavík mættust í N1-höllinni í kvöld en bæði lið höfðu farið brösulega af stað í haust og aðeins landað einum sigri í þremur leikjum. Það var því ljóst að mikið var undir en báðum liðum var fyrir mót spáð afar góðu gengi. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað. Keflvíkingar voru að hitta ágætlega fyrir utan án þess þó að setja á svið neina skotsýningu. Varnarmegin réðu gestirnir aftur á móti lítið við Taiwo Badmus, sem skoraði 17 af 44 stigum Vals í fyrri hálfleik. Fyrri hálfleik lauk með flautiþristi frá Kára Jónssyni, sem þýddi að Valsmenn leiddu með tveimur stigum í mjög jöfnum leik. Liðin létu þristunum rigna í þriðja leikhluta. Kári byrjaði seinni hálfleikinn eins og hann endaði þann fyrri og alls skoruðu liðin tíu þrista í leikhlutanum. Hvorugu liðinu tókst þó að skapa sér neitt forskot að ráði en Valsmenn leiddu með fjórum fyrir lokaleikhlutann, 71-67. Það var engu líkara en allur vindur væri úr Keflvíkingum í 4. leikhluta. Valsmenn náðu loks að slíta sig frá þeim og voru allt í einu komnir 14 stigum fram úr gestunum þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Keflvíkingar hreinlega lögðu árar í bát á þeim tímapunkti og eftirleikurinn auðveldur fyrir Valsmenn sem unnu að lokum öruggan 24 stiga sigur. Atvik leiksins Það voru fáir hápunktar í leiknum en atvikið í stöðunni 81-74 þar sem Wendell Green, sem var stigahæstur Keflvíkinga, fór meiddur af velli, var sannarlega ekki til að hjálpa Keflvíkingum í brakinu. Stjörnur og skúrkar Taiwo Badmus fór hamförum í fyrri hálfleik og endaði að lokum með 28 stig og ellefu fráköst. Þá átti Kári Jónsson góða spretti og skilaði 21 stig, ellefu fráköstum og sjö stoðsendingum. Wendell Green var stigahæstur Keflvíkinga með 20 stig og bætti við tíu fráköstum. Keflvíkingar fengu lítið framlag frá Hilmari Péturssyni, aðeins sex stig en Igor Maric kom ferskur inn af bekknum, setti fimm þrista og endaði með 17 stig. Dómararnir Dómarar kvöldsins voru þeir Davíð Tómas Tómasson, Jakob Árni Ísleifsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson. Frammistaða þeirra var með ágætum. Stemming og umgjörð Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, skaut aðeins á stemminguna á Hlíðarenda í fyrra þegar hann líkti stemmingunni við bókasafn. Þau orð rifjuðust óneitanlega upp fyrir blaðamanni í kvöld, því það heyrðist bara ekki neitt úr stúkunni í kvöld löngum stundum. Kári Jónsson náði þó að kveikja aðeins í fólki með flautuþristi í lok fyrri hálfleiks og það lifnaði vissulega aðeins yfir Valsmönnum í stúkunni þegar sigurinn var í sjónmáli. Viðtöl Jamil: „Fimm strákar á sömu blaðsíðu“ Jamil Abiad, þjálfari Vals, var með einfalt og skýrt svar þegar hann var spurður hvað það var sem gerði það að verkum að Valur hélt Keflavík í 13 stigum á lokasprettinum. „Vörnin. Ég mun halda áfram að predika það allt tímabilið. Hún er það sem hefur skilað okkur Íslands- og bikarmeistaratitlum. Ég var ánægður með að sjá strákana fylgja planinu eftir, þá sérstaklega í 4. leikhluta þegar við héldum þeim í þrettán stigum. Það var vendipunkturinn í leiknum. Strákarnir treystu planinu og fylgdu því eftir. Fimm strákar á sömu blaðsíðu. Þetta er allt að smella og ég er ánægður að sjá það raungerast á vellinum.“ Keflvíkingar virtust hreinlega missa móðinn í lokin og Jamil ítrekaði að Valsvörnin hefði verið það sem braut Keflvíkinga niður að lokum. „Engin spurning. Það er erfitt að finna taktinn þegar leikurinn stoppar svona oft. En við gerðum breytingar í leikhléunum sem skiluðu sér. Strákarnir eru að tala saman og taka fráköst og þetta skilaði sér allt inni á vellinum.“ Valsmenn eru aðeins með tvo erlenda leikmenn í sínum röðum og samanborið við önnur lið í deildinni er hópurinn í þynnra lagi. Kristófer Acox er enn meiddur og Jamil sagði að það væri nokkur bið í hann. „Við erum að horfa á nýárið. Endurhæfingin gengur vel og ef það er einhver sem hugsar vel um skrokkinn á sér þá er það Kristó. Við vonum að hann komi til baka þá og verði klár í slaginn en við erum samt ekkert að flýta okkur. Þegar honum líður eins og hann sé tilbúinn að spila þá verðum við tilbúnir fyrir hann. Hann er mikilvægur hluti af okkar liði og þó hann sé ekki að spila núna þá er hann vel inni í hlutum. Við tökum bara eitt skref í einu og vonum að endurhæfingin gangi eftir áætlun.“ Aðspurður hvort Valsmenn hefðu skoðað það að bæta í hópinn, sagði Jamil að það hefði alveg komið til tals en líkt og með Kristó væru þeir ekkert að flýta sér í þeim málum. „Það er eitthvað sem við höfum rætt um en við erum heldur ekkert að flýta okkur þar heldur. Við erum ánægðir með hópinn í augnablikinu en að styrkja hópinn er eitthvað sem við höfum sannarlega rætt. En í augnablikinu erum við bara að einbeita okkur að þeim strákum sem eru í liðinu núna. Ef við bætum í hópinn á einhverjum tímapunkti þá finnum við bara út úr því þegar þar að kemur.“ Hann sagði að lokum að sigur gegn liði eins og Keflavík gæfi liði hans vissulega byr undir báða vængi fyrir framhaldið. „Hundrað prósent. Við byrjuðum tímabilið ekki eins og við hefðum viljað. Að ná sigri hér á heimavelli þar sem við höfum spilað vel síðustu tímabil var mikilvægt, sérstaklega á móti sterku liði eins og Keflavík. Stórt hrós á strákana fyrir það hvernig þeir lögðu sig fram og fylgdu því sem lagt var upp með.“ Bónus-deild karla Valur Keflavík ÍF
Íslandsmeistarar Vals unnu á endanum sannfærandi 24 stiga sigur á bikarmeisturum Keflavíkur, 104-80, í stórleik kvöldsins í Bónus-deild karla í körfubolta. Valur og Keflavík mættust í N1-höllinni í kvöld en bæði lið höfðu farið brösulega af stað í haust og aðeins landað einum sigri í þremur leikjum. Það var því ljóst að mikið var undir en báðum liðum var fyrir mót spáð afar góðu gengi. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað. Keflvíkingar voru að hitta ágætlega fyrir utan án þess þó að setja á svið neina skotsýningu. Varnarmegin réðu gestirnir aftur á móti lítið við Taiwo Badmus, sem skoraði 17 af 44 stigum Vals í fyrri hálfleik. Fyrri hálfleik lauk með flautiþristi frá Kára Jónssyni, sem þýddi að Valsmenn leiddu með tveimur stigum í mjög jöfnum leik. Liðin létu þristunum rigna í þriðja leikhluta. Kári byrjaði seinni hálfleikinn eins og hann endaði þann fyrri og alls skoruðu liðin tíu þrista í leikhlutanum. Hvorugu liðinu tókst þó að skapa sér neitt forskot að ráði en Valsmenn leiddu með fjórum fyrir lokaleikhlutann, 71-67. Það var engu líkara en allur vindur væri úr Keflvíkingum í 4. leikhluta. Valsmenn náðu loks að slíta sig frá þeim og voru allt í einu komnir 14 stigum fram úr gestunum þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Keflvíkingar hreinlega lögðu árar í bát á þeim tímapunkti og eftirleikurinn auðveldur fyrir Valsmenn sem unnu að lokum öruggan 24 stiga sigur. Atvik leiksins Það voru fáir hápunktar í leiknum en atvikið í stöðunni 81-74 þar sem Wendell Green, sem var stigahæstur Keflvíkinga, fór meiddur af velli, var sannarlega ekki til að hjálpa Keflvíkingum í brakinu. Stjörnur og skúrkar Taiwo Badmus fór hamförum í fyrri hálfleik og endaði að lokum með 28 stig og ellefu fráköst. Þá átti Kári Jónsson góða spretti og skilaði 21 stig, ellefu fráköstum og sjö stoðsendingum. Wendell Green var stigahæstur Keflvíkinga með 20 stig og bætti við tíu fráköstum. Keflvíkingar fengu lítið framlag frá Hilmari Péturssyni, aðeins sex stig en Igor Maric kom ferskur inn af bekknum, setti fimm þrista og endaði með 17 stig. Dómararnir Dómarar kvöldsins voru þeir Davíð Tómas Tómasson, Jakob Árni Ísleifsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson. Frammistaða þeirra var með ágætum. Stemming og umgjörð Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, skaut aðeins á stemminguna á Hlíðarenda í fyrra þegar hann líkti stemmingunni við bókasafn. Þau orð rifjuðust óneitanlega upp fyrir blaðamanni í kvöld, því það heyrðist bara ekki neitt úr stúkunni í kvöld löngum stundum. Kári Jónsson náði þó að kveikja aðeins í fólki með flautuþristi í lok fyrri hálfleiks og það lifnaði vissulega aðeins yfir Valsmönnum í stúkunni þegar sigurinn var í sjónmáli. Viðtöl Jamil: „Fimm strákar á sömu blaðsíðu“ Jamil Abiad, þjálfari Vals, var með einfalt og skýrt svar þegar hann var spurður hvað það var sem gerði það að verkum að Valur hélt Keflavík í 13 stigum á lokasprettinum. „Vörnin. Ég mun halda áfram að predika það allt tímabilið. Hún er það sem hefur skilað okkur Íslands- og bikarmeistaratitlum. Ég var ánægður með að sjá strákana fylgja planinu eftir, þá sérstaklega í 4. leikhluta þegar við héldum þeim í þrettán stigum. Það var vendipunkturinn í leiknum. Strákarnir treystu planinu og fylgdu því eftir. Fimm strákar á sömu blaðsíðu. Þetta er allt að smella og ég er ánægður að sjá það raungerast á vellinum.“ Keflvíkingar virtust hreinlega missa móðinn í lokin og Jamil ítrekaði að Valsvörnin hefði verið það sem braut Keflvíkinga niður að lokum. „Engin spurning. Það er erfitt að finna taktinn þegar leikurinn stoppar svona oft. En við gerðum breytingar í leikhléunum sem skiluðu sér. Strákarnir eru að tala saman og taka fráköst og þetta skilaði sér allt inni á vellinum.“ Valsmenn eru aðeins með tvo erlenda leikmenn í sínum röðum og samanborið við önnur lið í deildinni er hópurinn í þynnra lagi. Kristófer Acox er enn meiddur og Jamil sagði að það væri nokkur bið í hann. „Við erum að horfa á nýárið. Endurhæfingin gengur vel og ef það er einhver sem hugsar vel um skrokkinn á sér þá er það Kristó. Við vonum að hann komi til baka þá og verði klár í slaginn en við erum samt ekkert að flýta okkur. Þegar honum líður eins og hann sé tilbúinn að spila þá verðum við tilbúnir fyrir hann. Hann er mikilvægur hluti af okkar liði og þó hann sé ekki að spila núna þá er hann vel inni í hlutum. Við tökum bara eitt skref í einu og vonum að endurhæfingin gangi eftir áætlun.“ Aðspurður hvort Valsmenn hefðu skoðað það að bæta í hópinn, sagði Jamil að það hefði alveg komið til tals en líkt og með Kristó væru þeir ekkert að flýta sér í þeim málum. „Það er eitthvað sem við höfum rætt um en við erum heldur ekkert að flýta okkur þar heldur. Við erum ánægðir með hópinn í augnablikinu en að styrkja hópinn er eitthvað sem við höfum sannarlega rætt. En í augnablikinu erum við bara að einbeita okkur að þeim strákum sem eru í liðinu núna. Ef við bætum í hópinn á einhverjum tímapunkti þá finnum við bara út úr því þegar þar að kemur.“ Hann sagði að lokum að sigur gegn liði eins og Keflavík gæfi liði hans vissulega byr undir báða vængi fyrir framhaldið. „Hundrað prósent. Við byrjuðum tímabilið ekki eins og við hefðum viljað. Að ná sigri hér á heimavelli þar sem við höfum spilað vel síðustu tímabil var mikilvægt, sérstaklega á móti sterku liði eins og Keflavík. Stórt hrós á strákana fyrir það hvernig þeir lögðu sig fram og fylgdu því sem lagt var upp með.“