„Getur skorað en þetta er enginn Remy Martin“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2024 12:03 Wendell Green þurfti 25 skot til að skora 21 stig á móti Njarðvíkingum. Vísir/Anton Brink Wendell Green fékk tækifæri til að tryggja Keflavík sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í stórleiknum í Bónus deild karla í körfubolta í gærkvöldi en klikkaði úr mjög góðu skotfæri. Bónus Körfuboltakvöld ræddi frammistöðu Green. Green skoraði vissulega 21 stig en var bara með átján prósent þriggja stiga nýtingu þar sem aðeins 2 af 11 skotum rötuðu rétta leið. „Hann er stigahæsti maður Keflavíkurliðsins en náðu Njarðvíkingar að gera það sem þeir þurftu á móti honum,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvöld. „Hann þurfti að hafa alveg ofboðslega mikið fyrir þessu og á meðan hann er að ‚drippla' boltanum og reyna, reyna og reyna þá brýtur hann dálítið upp flæðið hjá Keflavíkurliðinu,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Það er það sem Njarðvík vill því fimm á fimm vörnin hjá Njarðvík er mjög góð. Þeir halda þessu Keflavíkurliði í tólf stigum í fjórða leikhluta,“ sagði Teitur. „Hann var ekkert að komast framhjá þeim. Það var ekki fyrr en í lokin þegar manni fannst [Isaiah] Coddon vera sprunginn. Hann var ekkert að labba framhjá þeim,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Bæði Veigar [Páll Alexandersson] og Coddon héldu honum mjög vel í skefjum fannst mér. Þeir héldu honum út úr teignum og svo lifir þú bara með þessum skotum,“ sagði Helgi „Þessi strákur getur skorað en þetta er enginn Remy Martin,“ sagði Helgi. „Nei við skulum hætta að bera þá saman,“ skaut Teitur inn í en Stefán vildi vita hvort það væri áhyggjuefni fyrir Keflavík. „Hann er með 21 stig úr 25 skotum og aðeins eina stoðsendingu. Keflavík vantar einhvern sem getur sprengt þetta upp og bombað honum úr. Remy fattaði það eftir x marga leiki,“ sagði Helgi. „Þá var hann gjörsamlega óstöðvandi,“ sagði Teitur. „Mér finnst Wendell ekki hafa þann eiginleika að geta keyrt á menn endalaust og búið til eitthvað. Hann þarf að hafa svolítið fyrir því að komast framhjá mönnum,“ sagði Helgi. Klippa: Körfuboltakvöld: Wendell Green er enginn Remy Martin Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Luke Littler grét eftir leik Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Green skoraði vissulega 21 stig en var bara með átján prósent þriggja stiga nýtingu þar sem aðeins 2 af 11 skotum rötuðu rétta leið. „Hann er stigahæsti maður Keflavíkurliðsins en náðu Njarðvíkingar að gera það sem þeir þurftu á móti honum,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvöld. „Hann þurfti að hafa alveg ofboðslega mikið fyrir þessu og á meðan hann er að ‚drippla' boltanum og reyna, reyna og reyna þá brýtur hann dálítið upp flæðið hjá Keflavíkurliðinu,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Það er það sem Njarðvík vill því fimm á fimm vörnin hjá Njarðvík er mjög góð. Þeir halda þessu Keflavíkurliði í tólf stigum í fjórða leikhluta,“ sagði Teitur. „Hann var ekkert að komast framhjá þeim. Það var ekki fyrr en í lokin þegar manni fannst [Isaiah] Coddon vera sprunginn. Hann var ekkert að labba framhjá þeim,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Bæði Veigar [Páll Alexandersson] og Coddon héldu honum mjög vel í skefjum fannst mér. Þeir héldu honum út úr teignum og svo lifir þú bara með þessum skotum,“ sagði Helgi „Þessi strákur getur skorað en þetta er enginn Remy Martin,“ sagði Helgi. „Nei við skulum hætta að bera þá saman,“ skaut Teitur inn í en Stefán vildi vita hvort það væri áhyggjuefni fyrir Keflavík. „Hann er með 21 stig úr 25 skotum og aðeins eina stoðsendingu. Keflavík vantar einhvern sem getur sprengt þetta upp og bombað honum úr. Remy fattaði það eftir x marga leiki,“ sagði Helgi. „Þá var hann gjörsamlega óstöðvandi,“ sagði Teitur. „Mér finnst Wendell ekki hafa þann eiginleika að geta keyrt á menn endalaust og búið til eitthvað. Hann þarf að hafa svolítið fyrir því að komast framhjá mönnum,“ sagði Helgi. Klippa: Körfuboltakvöld: Wendell Green er enginn Remy Martin
Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Luke Littler grét eftir leik Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum