Hvalveiðivertíð lokið og 24 hvalir veiddir Hvalveiðivertíð er nú lokið en 24 hvalir voru veiddir þá 24 daga sem hún stóð yfir. Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og Hvalur 9 eru nú komin í land með þrjár langreyðar. Innlent 30. september 2023 19:01
Móðurfélag Arnarlax mætt First North-markaðinn Icelandic Salmon AS, móðurfélag laxeldisfyrirtækisins Arnarlax, var skráð á Nasdaq First North vaxtarmarkaðinn á Íslandi. Félagið verður með auðkennið ISLAX. Viðskipti innlent 29. september 2023 14:56
Hvalreki eða Maybe Mútur? Meðal frægustu hvala sögunnar er Moby Dick í samnefndri skáldsögu frá miðri 19. öld. Sagan hefur staðist tímans tönn og ku hafa opnað á fjölbreytilegar túlkanir í takt við tíðaranda hverju sinni. Skoðun 28. september 2023 11:02
Boða til fjöldamótmæla á Austurvelli Herkvaðning liggur fyrir frá Landsamtökum veiðifélaga. Bílalest frá Akureyri væntanleg í borgina. Stóri dagurinn er 7. október. Innlent 28. september 2023 10:40
Sigldi sjö tonna skipi skakkur Karlmaður hefur verið dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir að stjórna skipi til hafnar ófær um að stjórna því örugglega vegna áhrifa vana-og fíkniefna, en í blóði hans mældist kannabis. Þá stýrði hann skipinu án þess að hafa til þess gild réttindi. Innlent 27. september 2023 14:25
Við getum víst hindrað laxastrok Undanfarið hafa birst sláandi fréttir af því sem virðist verulegt umfang laxastroks úr sjókvíum við strendur landsins. Þrátt fyrir yfirlýsingar Landssambands fiskeldisstöðva í greinargerð sem finna má á vef Stjórnarráðsins undir heitinu „Nokkrar staðreyndir um fiskeldi í sjó“ um að strok sé algjör undantekning, þá er það staðreynd að kvíarnar halda ekki fiskinum eins og þeim er ætlað, hann sleppur út og gengur upp í árnar. En af hverju halda sjókvíarnar ekki laxinum? Skoðun 27. september 2023 08:31
Ísfélagið setur stefnuna á risaskráningu á markað undir lok ársins Sjávarútvegsrisinn Ísfélagið, nýlega sameinað fyrirtæki Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma á Siglufirði, hefur gengið frá ráðningum á helstu fjármálaráðgjöfum vegna undirbúnings að skráningu og frumútboði félagsins í Kauphöllina. Gangi núverandi áætlanir Ísfélagsins eftir verður fyrirtækið eitt hið stærsta að markaðsvirði á íslenskum hlutabréfamarkaði áður en árið er liðið. Innherji 26. september 2023 17:04
Freklega vegið að líffræðilegum fjölbreytileika Það viðrar ekki vel til fiskeldis þessa dagana. Hver fréttin rekur aðra af slysasleppingum úr kvíum, umhverfisslysum fiskeldisfyrirtækja! Skoðun 26. september 2023 16:31
Krefjast tafarlausra aðgerða Umhverfisstofnunar vegna brota Arctic Sea Farm Samtökin Náttúrugrið hafa sent kröfu á Umhverfisstofnun um tafarlausar aðgerðir vegna ætlaðs brots Arctic Sea Farm, sem samtökin segja eitt alvarlegasta umhverfisbrot sem upp hefur komið hér á landi. Innlent 26. september 2023 12:28
Kaupir helmingshlut í Ice Fresh Seafood ehf. Samherji og Síldarvinnslan hafa gengið frá kaupum þess síðarnefnda á helmingshlut í sölufyrirtækinu Ice Fresh Seafood en með því lýkur viðræðum sem fyrst var tilkynnt um í lok mars á þessu ári. Viðskipti innlent 26. september 2023 10:11
Að brenna bláa akurinn Í dag og alla þessa viku eru starfsmenn Arnarlax að hella skordýraeitri í sjókvíar fyrirtækisins í Tálknafirði fyrir vestan sökum þess hversu illa haldnir eldislaxarnir í sjókvíunum eru af völdum gríðarlegs lúsasmits. Þessar eitranir hófust í síðustu viku. Skoðun 26. september 2023 07:31
Kaup Brims á hlut í Iceland Seafood „skref í að vinna með öðrum í sölu“ Forstjóri Brims segir um kaup á ellefu prósenta hlut í Iceland Seafood International að lengi hafi staðið til að styrkja sölukerfi útgerðarinnar á fiskafurðum. „Þetta er eitt skref í að vinna með öðrum í sölu.“ Innherji 25. september 2023 16:38
Skaginn 3X hefur tapað 4,5 milljörðum eftir kaup Baader Hátæknifyrirtækið Skaginn 3X hefur tapað 4,5 milljörðum króna frá því að þýska félagið Baader fjárfesti fyrst í félaginu árið 2021. Tapið var 845 milljónum króna minna á árinu 2022 en árið áður eða 1,8 milljarðar króna. Innherji 25. september 2023 13:28
Burt með sjálftöku og spillingu Flokkur fólksins er með í mótun almennar framsæknar breytingar á úthlutunarreglum um sértæka byggðakvóta Byggðastofnunar. Tillögurnar munu setja fólkið í sjávarbyggðunum í fyrsta sæti og verða vítamínsprauta til að efla frumkvæði heimamanna. Við viljum aftengja þá undarlegu kröfu að forsenda samnings um úthlutun á veiðiheimildum sé aðkoma sykurpabba sem tilheyra kvótaaðlinum. Skoðun 25. september 2023 10:30
Götóttar kvíar og enn lekara regluverk Á Louisiana safninu í Danmörku er þetta risastóra verk eftir afríska listamenn - netamöskvar með gati í miðjunni. Því miður tengir maður strax við umhverfisslysið í Patreksfirði þar sem hátt í 4000 laxar sluppu út um gat á sjókví. Skoðun 25. september 2023 07:00
Brim kaupir hlut félags Bjarna Ármannssonar í Iceland Seafood Brim hf. hefur gert samkomulag um kaup á hlut Sjávarsýnar ehf., fjárfestingafélags Bjarna Ármannssonar, í Iceland Seafood International hf. Viðskipti innlent 24. september 2023 22:26
Veiðiréttareigendur borgi ekki einu sinni virðisaukaskatt Stofnandi fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax sér tækifæri til að bæta framkvæmdina sem er á sjókvíeldi í dag en mikill styr hefur undanfarið staðið um greinina. Framkvæmdastjóri Landsambands veiðifélaga líkir mistökum Artic Fish við slysið í Tsjernobyl og segir að íslenska laxastofninum verði útrýmt í boði stjórnvalda verði ekkert gert. Innlent 24. september 2023 15:14
Kálfurinn dreginn úr móðurkviði nánast fullvaxta Kálfur sem dreginn var úr kelfdri langreyði sem áhöfnin á Hval 9 veiddi í gær var nálægt því að vera fullvaxta. Líffræðingur segir nánast enga leið að sjá hvort dýrin séu kelfd en segir myndir af hvalverkuninni sláandi. Matvælastofnun telur engar reglur hafa verið brotnar. Innlent 23. september 2023 14:18
Langflestir strokulaxanna kynþroska: „Þetta er nákvæmlega það sem menn hafa óttast“ Langflestir eldislaxanna sem norsku rekkafarnir hafa veitt á Vesturlandi voru kynþroska. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun telur að rúmlega þúsund kynþroska laxar leiti nú upp í ár á Vesturlandi og víðar. Erfðablöndun við villta íslenska laxinn sé það nákvæmlega sem menn hafa óttast. Innlent 23. september 2023 12:45
„Það er bara ítrekað eitthvað að klikka hjá þeim“ Forstjóri Matvælastofnunar segir það ekki satt að bilað spil hafi verið það einu vandræðin sem Hvalur 8 lenti í þann 7. september síðastliðinn. Langt myndband sem stofnunin er með í höndunum sýni það. Hún segir umræðu forstjóra Hvals hf. ekki vera sérstaklega málefnalega. Innlent 22. september 2023 16:10
Uppfylltu skotpróf MAST og með hval í sigtinu Hvalveiðiskipið Hvalur 8 er aftur haldið til veiða eftir að Matvælastofnun aflétti tímabundnu banni við veiðunum. Skotæfing til að sýna fram á hæfni skyttna á skipinu gekk vel í gær. Innlent 22. september 2023 13:35
Heimta gögnin til baka og að vinnu verði eytt Sjávarútvegsfyrirtækið G. Run í Grundarfirði hefur farið fram á það við Samkeppniseftirlitið að stofnunin skili öllum þeim gögnum sem fyrirtækið afhenti í tengslum við úttekt á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi. Innlent 22. september 2023 06:38
Jón segir upplýsingaóreiðu að finna í frumvarpi Andrésar Inga Mikill hiti var í þingsal nú fyrir stundu þegar Andrés Ingi Jónsson Pírötum flutti frumvarp þar sem mælt er fyrir um bann við hvalveiðum. Jón Gunnarsson Sjálfstæðisflokki sagði frumvarpið tóma tjöru en það ætti ekki að þurfa að koma á óvart þegar litið er til þess hver var flutningsmaður. Innlent 21. september 2023 17:11
„Sjókvíaeldisskrímslin“ hafa yfirtekið Fífudalsá Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur segist orðinn þreyttur á undanbrögðum yfirvalda. Niðurstöður ferðar hans í Arnarfjörð séu sláandi. Innlent 21. september 2023 16:04
Sjóðurinn IS Haf fjárfestir í Thor Landeldi og eignast yfir helmingshlut Fjárfestingarsjóður sem einblínir á haftengda starfsemi hefur gengið frá samningum um fjárfestingu í Thor Landeldi sem mun tryggja honum yfir helmingshlut í eldisfyrirtækinu sem áformar uppbyggingu á tuttugu þúsund tonna laxeldi í Þorlákshöfn. Ásamt sjóðnum IS Haf munu reynslumiklir norskir fjárfestar úr laxeldi koma að fjárfestingunni. Innherji 21. september 2023 15:18
Telja að rafmagn hefði skipt sköpum í dauðastríði hvals Skipstjóri Hvals 8 telur að dauðastríð hvals, sem entist í um 25 mínútur og varð til þess að veiðar skipsins voru tímabundið stöðvaðar, hefði verið mun styttra ef nota mætti rafmagn við hvalveiðar. Innlent 21. september 2023 14:38
Segir Svandísi beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum Formaður Miðflokksins sakar matvælaráðherra um að beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum sínum. Ráðherra segist einungis hafa viljað flýta fyrir auknu gagnsæi sjávarútvegarins. Viðskipti innlent 21. september 2023 11:50
Réttarhöldum í Samherjamálinu frestað Réttarhöld yfir mönnunum tíu sem ákærðir eru í Samherjamálinu í Namibíu hefur verið frestað. Þau munu hefjast þann 29. janúar næstkomandi í stað 2. októbers líkt og til stóð. Erlent 21. september 2023 11:08
Vinna að því að uppfylla kröfur MAST Hvalur hf. vinnur að því að uppfylla skilyrði Matvælastofnunar til að Hvalur 8 fái aftur að halda á miðin. Hvalur 9 lagði frá bryggju síðdegis í gær eftir brælu dagana á undan. Innlent 21. september 2023 10:38
Samningur við matvælaráðuneytið tilraun SKE til að bregðast við fjárskorti Forstjóri Samkeppniseftirlitsins, SKE, segir það una úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir sem eftirlitið lagði á Brim hf. hafi verið ólögmætar. Hann segir forsendur fyrir samningi við matvælaráðuneytið brostnar og málið birtingarmynd fjársveltingar. Viðskipti innlent 21. september 2023 10:17