Stór kærubunki vegna ákvörðunar lögreglustjórans Jón Þór Stefánsson skrifar 30. janúar 2024 10:46 Málið varðar ákvörðun lögreglunnar að hætta rannsókn á strokulöxum úr sjókvíeldi í Patreksfirði. Vísir/Arnar Ríkissaksóknara bárust 27 kærur vegna ákvörðunar lögreglustjórans á Vestfjörðum að fella niður rannsókn á slysasleppingum úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm. Þetta kemur fram í svörum Ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu. Þar kemur jafnframt fram að kærurnar bárust bæði frá einstaklingum og lögpersónum, það er að segja stofnunum, félagasamtökum eða fyrirtækjum. Saksóknari segist að öðru leyti ekki geta gefið upp hverjir kærðu ákvörðunina. Málið varðar það þegar 3.500 laxar sluppu úr sjókví Arctic Sea Farm í Kvígindisdal í Patreksfirði í ágúst 2023. Lögregla hóf rannsókn á málinu í kjölfar kæru Matvælastofnunar sem vísaði til laga um fiskeldi og sagði að stjórnarmenn og framkvæmdastjóri Arctic Sea Farm gætu átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsisdóm. Lögreglan á Vestfjörðum greindi frá því rétt fyrir jól að rannsókninni væri hætt. Í bréfi lögreglustjórans sagði að ekki væri talinn grundvöllur til að halda henni áfram þar sem „gögn málsins bæru ekki með sér að umbúnaður við kvínna hafi verið áfátt vegna athafna eða athafnaleysis sakbornings og sakir séu miklar.“ Greint var frá því í gær að Matvælastofnun hefði kært ákvörðunina. Í tilkynningu frá MAST segir að stofnunin teldi nauðsynlegt að „rannsaka nánar tildrög og orsakir stroksins, sem og að fá afstöðu ríkissaksóknara um afgreiðslu málsins.“ Í lok desembermánaðar sagði Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga, að samtökin hygðust kæra ákvörðunina. Gunnar fullyrti í samtali við fréttastofu að „vanhæfi lögreglustjórans á Vestfjörðum í þessu máli er algjört.“ Sjókvíaeldi Fiskeldi Lögreglumál Vesturbyggð Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Spyr hvort „önnur öfl“ hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir það sem kemur fram í nýrri skýrslu MAST um sjókvíaeldi Arctic Fish í Patreksfirði ekki endilega nýtt. Hann spyr hvort önnur öfl hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans að láta mál embættisisins niður falla. 4. janúar 2024 22:53 Lögregla hætt rannsókn á slysasleppingum í Patreksfirði Lögreglustjórinn á Vestfjörðun hefur hætt rannsókn á slysasleppingu eldislax úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm ehf í Kvígindisdal í Patreskfirði í ágúst síðastliðnum en hún var hafin í kjölfar kæru Matvælastofnunar í september. 21. desember 2023 09:20 Grunur um mikið magn strokulaxa: „Þetta er umhverfisslys“ Grunur er um það að strokulax hafi komist mjög víða í ár á Vestfjörðum og allt að ám í Húnavatnssýslu. Tæpar tvær vikur eru frá því að greint var frá gati á sjókvíum í Patreksfirði. Veiðimenn furða sig á litlu eftirliti Fiskistofu og hafa miklar áhyggjur af villta íslenska stofninum. 7. september 2023 08:01 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum Ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu. Þar kemur jafnframt fram að kærurnar bárust bæði frá einstaklingum og lögpersónum, það er að segja stofnunum, félagasamtökum eða fyrirtækjum. Saksóknari segist að öðru leyti ekki geta gefið upp hverjir kærðu ákvörðunina. Málið varðar það þegar 3.500 laxar sluppu úr sjókví Arctic Sea Farm í Kvígindisdal í Patreksfirði í ágúst 2023. Lögregla hóf rannsókn á málinu í kjölfar kæru Matvælastofnunar sem vísaði til laga um fiskeldi og sagði að stjórnarmenn og framkvæmdastjóri Arctic Sea Farm gætu átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsisdóm. Lögreglan á Vestfjörðum greindi frá því rétt fyrir jól að rannsókninni væri hætt. Í bréfi lögreglustjórans sagði að ekki væri talinn grundvöllur til að halda henni áfram þar sem „gögn málsins bæru ekki með sér að umbúnaður við kvínna hafi verið áfátt vegna athafna eða athafnaleysis sakbornings og sakir séu miklar.“ Greint var frá því í gær að Matvælastofnun hefði kært ákvörðunina. Í tilkynningu frá MAST segir að stofnunin teldi nauðsynlegt að „rannsaka nánar tildrög og orsakir stroksins, sem og að fá afstöðu ríkissaksóknara um afgreiðslu málsins.“ Í lok desembermánaðar sagði Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga, að samtökin hygðust kæra ákvörðunina. Gunnar fullyrti í samtali við fréttastofu að „vanhæfi lögreglustjórans á Vestfjörðum í þessu máli er algjört.“
Sjókvíaeldi Fiskeldi Lögreglumál Vesturbyggð Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Spyr hvort „önnur öfl“ hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir það sem kemur fram í nýrri skýrslu MAST um sjókvíaeldi Arctic Fish í Patreksfirði ekki endilega nýtt. Hann spyr hvort önnur öfl hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans að láta mál embættisisins niður falla. 4. janúar 2024 22:53 Lögregla hætt rannsókn á slysasleppingum í Patreksfirði Lögreglustjórinn á Vestfjörðun hefur hætt rannsókn á slysasleppingu eldislax úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm ehf í Kvígindisdal í Patreskfirði í ágúst síðastliðnum en hún var hafin í kjölfar kæru Matvælastofnunar í september. 21. desember 2023 09:20 Grunur um mikið magn strokulaxa: „Þetta er umhverfisslys“ Grunur er um það að strokulax hafi komist mjög víða í ár á Vestfjörðum og allt að ám í Húnavatnssýslu. Tæpar tvær vikur eru frá því að greint var frá gati á sjókvíum í Patreksfirði. Veiðimenn furða sig á litlu eftirliti Fiskistofu og hafa miklar áhyggjur af villta íslenska stofninum. 7. september 2023 08:01 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Sjá meira
Spyr hvort „önnur öfl“ hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir það sem kemur fram í nýrri skýrslu MAST um sjókvíaeldi Arctic Fish í Patreksfirði ekki endilega nýtt. Hann spyr hvort önnur öfl hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans að láta mál embættisisins niður falla. 4. janúar 2024 22:53
Lögregla hætt rannsókn á slysasleppingum í Patreksfirði Lögreglustjórinn á Vestfjörðun hefur hætt rannsókn á slysasleppingu eldislax úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm ehf í Kvígindisdal í Patreskfirði í ágúst síðastliðnum en hún var hafin í kjölfar kæru Matvælastofnunar í september. 21. desember 2023 09:20
Grunur um mikið magn strokulaxa: „Þetta er umhverfisslys“ Grunur er um það að strokulax hafi komist mjög víða í ár á Vestfjörðum og allt að ám í Húnavatnssýslu. Tæpar tvær vikur eru frá því að greint var frá gati á sjókvíum í Patreksfirði. Veiðimenn furða sig á litlu eftirliti Fiskistofu og hafa miklar áhyggjur af villta íslenska stofninum. 7. september 2023 08:01