Innlent

Hvalur vill nýtt leyfi til fimm eða tíu ára hið minnsta

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Kristján Loftsson er forstjóri Hvals hf., sem hefur sótt um leyfi til hvalveiða til fimm eða tíu ára.
Kristján Loftsson er forstjóri Hvals hf., sem hefur sótt um leyfi til hvalveiða til fimm eða tíu ára. Vísir/Egill

Hvalur hf. hefur óskað eftir endurnýjun leyfis til veiða á langreyði. Í erindi fyrirtækisins til matvælaráðuneytisins segir að það sé rétt og eðlilegt að leyfið sé til fimm ára og framlengist um ár til viðbótar í lok hvers starfsárs eða verði að öðrum kosti til tíu ára.

Frá þessu greinir Morgunblaðið.

Samkvæmt erindi Hvals segir að með þessu væri tryggður eðlilegur fyrirsjáanleiki í rekstri. 

Þá er vitnað til þess að samkvæmt álitsgerðum Sigurðar Líndals lagaprófessors frá 2002 og 2005 hafi leyfi fyrirtækisins frá 1959 enn verið í gildi á þeim tíma og það væri ívilnandi, forsenda atvinnurekstrar og að með því hefði verið stofnað til stjórnarskrárvarinna atvinnuréttinda.

Þannig þyrfti lagaheimild til að afturkalla réttindin.

Einnig er bent á annað lögfræðiálit þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að tímabundið hvalveiðibann árið 1986 hefði jafngilt eignarnámi. Þessi sjónarmið væru enn í fullu gildi.

Í erindinu er einnig vísað til álits Umboðsmanns Alþingis um ákvarðanir Svandísar Svavarsdóttur varðandi tímabundið bann gegn hvalveiðum og sagt að samkvæmt stjórnarskrá sé öllum frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa og að það frelsi verði aðeins skert með lögum frá Alþingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×