Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Hand­kastið um Stjörnuna: „Þeirra bestu leik­menn eru ekki að stíga upp og þá endar þetta svona“

    „Á meðan tveir af bestu leikmönnum deildarinnar, eins og er endalaust verið að tala um, eru með fretið upp á bak - Hergeir [Grímsson] og Tandri Már [Konráðsson] - þá fer þetta svona hjá Stjörnunni,“ sagði Styrmir „Snickers“ Sigurðsson í síðast þætti af Handkastinu þar sem farið var yfir óvæntan sigur Gróttu á Stjörnunni í Olís deild karla í handbolta.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Þetta er Klopp-syndrome“

    Farið var yfir stemninguna hjá Gróttu í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Róbert Gunnarsson, þjálfari liðsins, fagnaði sigrinum á Stjörnunni vel og innilega með leikmönnum sínum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Ungur strákur sem átti margt ó­lært“

    Slegið var á létta strengi í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi hafði nefnilega grafið upp fermingarmyndir af sérfræðingum þáttarins sem og sjálfum sér. Ásamt Stefáni Árna voru þeir Þorgrímur Smári Ólafsson og Jóhann Einar Gunnarsson að þessu sinni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 18-27 | Valur ekki í vandræðum með nýliðana

    Valur var ekki í vandræðum með nýliða Selfoss í 2. umferð Olís deildar-kvenna. Varnarleikur Vals var vel skipulagður sem Selfyssingar áttu engin svör við. Valur var sex mörkum yfir í hálfleik og setti tóninn strax í upphafi síðari hálfleiks og áttu nýliðarnir aldrei möguleika. Valur endaði á að vinna níu marka sigur 18-27. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „ Við ætlum að njóta í kvöld en þetta er langhlaup“

    „Mér líður náttúrulega bara mjög vel og nú féll þetta okkar megin. Þetta var alveg eins, næstum því, fyrir viku síðan á móti Selfossi og þá féll þetta ekki með okkur. Það var mjög þung vika og erfitt að tapa, við erum allir keppnismenn en núna erum við allir mjög glaðir. Við ætlum að njóta í kvöld en þetta er langhlaup,“ sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, eftir sigur á Stjörnunni í kvöld. 

    Handbolti
    Fréttamynd

    Rúnar: Síðustu tuttugu mínúturnar spiluðum við 5-0 vörn, það var ekkert annað í boði

    „Við vorum ekki jafn beittir fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik eins og við vorum í fyrri. Síðustu tuttugu mínúturnar í leiknum erum við bara meira og minna einum færri. Þetta var mjög strembið, mér fannst við alltaf vera einum færri,“ sagði Rúnar Sigtryggsson þjálfari Hauka eftir eins marks sigur hans manna gegn Selfyssingum í Olís-deildinni í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Kross 2. um­ferðar: Svín flugu í Skógarseli

    Önnur umferð Olís-deildar karla í handbolta fór fram í síðustu viku. Hverjir áttu góðan dag og hverjir slæman? Hverjir þurfa að hafa áhyggjur og hvað sagði tölfræðin? Vísir fer yfir umferðina á léttum og gagnrýnum nótum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valskonur einar um að fljúga frá Íslandi

    Tvö íslensku liðanna sem leika í 2. umferð Evrópubikars kvenna í handbolta munu leika einvígi sín alfarið á heimavelli en bikarmeistarar Vals spila hins vegar báða leiki sína á útivelli.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Gefur þeim á­kveðið for­skot á leik­menn á sama aldri í öðrum löndum“

    „Ég held að fyrsta tímabilið hafi verið þegar ég var nýorðinn sextán ára,“ sagði Arnór Atlason aðspurður hvenær hann hefði byrjað að spila með meistaraflokki í handbolta. Arnór, sem er í dag aðstoðarþjálfari danska stórliðsins Álaborgar sem og danska U-20 ára landsliðið ræddi við þá Stefán Árna Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar.

    Handbolti