„Það er gaman að fara inn í hálfleik með ellefu mörk en það þarf að sýna gæði áfram“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 6. nóvember 2022 21:38 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar var sáttur með sigurinn í kvöld Vísir/Hulda Margrét Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var sérstaklega sáttur með frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleik er liðið tók á móti ÍR í Olís-deild karla í kvöld. Stjarnan var ellefu mörkum yfir í hálfleik 21-10 en misstu forskotið niður í seinni hálfleik. Leikurinn endaði með fimm marka sigri Stjörnunnar 33-28. „Fyrri hálfleikurinn var frábær, við vorum stórkostlegir í fyrri hálfleik. Rosalega einbeiting og kraftur. Það var mikið um rétta og góða hluti hjá okkur, seinni hálfleikur var skelfilegur. Það var margt lélegt og ég er fúll með það en auðvitað er ég ánægður að vinna. Við höfðum svo sem engu að tapa, ellefu mörk undir í hálfleik. Mér finnst að það eigi að vera meiri gæði, hausinn fer frá mönnum og þetta er eitthvað sem á ekkert að gerast. Þú ert að spila flottan leik og þú átt að halda áfram en það var eins og menn slökuðu aðeins á og ég er óánægður með það.“ Patrekur telur að strákarnir hafi slakað aðeins of mikið á í seinni hálfleik í ljósi þess að vera með ellefu marka forystu. Hann segist vera óánægður með það og vill að strákarnir spili góðan leik í meira en þrjátíu mínútur. „Þú ferð inn í hálfleik með ellefu mörk og það er frábært, það er gaman að fara inn í hálfleik með ellefu mörk en það þarf að sýna gæði áfram. Það sem ÍR-ingarnir gerðu að þeir keyrðu á okkur og við vorum að hlaupa vel til baka í fyrri hálfleik, þetta er bara hugafar. Fyrir norðan vorum við góðir í 35 mínútur núna vorum við góðir í 30 mínútur. Ég veit alveg hvað býr í þessu liði hjá mér eins og við sýndum í fyrri hálfleik, fínan handbolta, mikil orka og vorum andlega sterkir. Ég veit líka eins og við sýndum hérna að síðustu tuttugu mínúturnar var ömurlegt.“ Arnór Freyr Stefánsson kom aðeins inn á í vítum í kvöld. Gunnar Steinn Jónsson og Brynjar Hólm Grétarsson spiluðu ekkert í kvöld. Aðspurður hvort þeir væru komnir á meiðslalistann sagðist Patrekur vera að búa til breidd og að þetta hafi verið fyrirfram ákveðið. „Ég treysti mínum mönnum sem eru að æfa og annar fékk að spila meira núna. Ef þú ætlar að búa til breidd þá þurfa þeir að fara inn á völlinn. Gunnar Steinn var frábær fyrir norðan, átti einn sinn besta leik þar. Ég ákvað þetta bara.“ Næsti leikur er við Selfoss og vill Patrekur að strákarnir sýni góðan leik í meira en þrjátíu mínútur „Það er á móti Selfoss, það er nýr leikur og þeir eru hörkugóðir og við vitum það alveg. Við þurfum eins og ég segi, ég veit að við náum kannski ekki alltaf sextíu mínútum eins og við vorum í fyrri hálfleik. En það má ekki botninn detta svona algjörlega úr þessu og við þurfum áfram hægt og rólega að bæta okkur í því. Ég hljóma kannski neikvæður en við sýndum flotta takta í fyrri hálfleik en í næsta leik þurfum við meiri gæði í lengri tíma, ekki bara þrjátíu mínútur.“ Stjarnan Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan-ÍR 33-28| Öruggur sigur Stjörnunnar á ÍR Stjarnan tók á móti ÍR í 8. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Stjarnan byrjaði leikinn af krafti og leiddi með ellefu mörkum í hálfleik , 21-10. ÍR-ingar mættu talsvert ákveðnari í seinni hálfleik og tókst að laga stöðuna en Stjarnan hleypti þeim aldrei of nálægt sér og sigruðu að lokum með fimm mörkum, 33-28. 6. nóvember 2022 21:15 Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Sjá meira
„Fyrri hálfleikurinn var frábær, við vorum stórkostlegir í fyrri hálfleik. Rosalega einbeiting og kraftur. Það var mikið um rétta og góða hluti hjá okkur, seinni hálfleikur var skelfilegur. Það var margt lélegt og ég er fúll með það en auðvitað er ég ánægður að vinna. Við höfðum svo sem engu að tapa, ellefu mörk undir í hálfleik. Mér finnst að það eigi að vera meiri gæði, hausinn fer frá mönnum og þetta er eitthvað sem á ekkert að gerast. Þú ert að spila flottan leik og þú átt að halda áfram en það var eins og menn slökuðu aðeins á og ég er óánægður með það.“ Patrekur telur að strákarnir hafi slakað aðeins of mikið á í seinni hálfleik í ljósi þess að vera með ellefu marka forystu. Hann segist vera óánægður með það og vill að strákarnir spili góðan leik í meira en þrjátíu mínútur. „Þú ferð inn í hálfleik með ellefu mörk og það er frábært, það er gaman að fara inn í hálfleik með ellefu mörk en það þarf að sýna gæði áfram. Það sem ÍR-ingarnir gerðu að þeir keyrðu á okkur og við vorum að hlaupa vel til baka í fyrri hálfleik, þetta er bara hugafar. Fyrir norðan vorum við góðir í 35 mínútur núna vorum við góðir í 30 mínútur. Ég veit alveg hvað býr í þessu liði hjá mér eins og við sýndum í fyrri hálfleik, fínan handbolta, mikil orka og vorum andlega sterkir. Ég veit líka eins og við sýndum hérna að síðustu tuttugu mínúturnar var ömurlegt.“ Arnór Freyr Stefánsson kom aðeins inn á í vítum í kvöld. Gunnar Steinn Jónsson og Brynjar Hólm Grétarsson spiluðu ekkert í kvöld. Aðspurður hvort þeir væru komnir á meiðslalistann sagðist Patrekur vera að búa til breidd og að þetta hafi verið fyrirfram ákveðið. „Ég treysti mínum mönnum sem eru að æfa og annar fékk að spila meira núna. Ef þú ætlar að búa til breidd þá þurfa þeir að fara inn á völlinn. Gunnar Steinn var frábær fyrir norðan, átti einn sinn besta leik þar. Ég ákvað þetta bara.“ Næsti leikur er við Selfoss og vill Patrekur að strákarnir sýni góðan leik í meira en þrjátíu mínútur „Það er á móti Selfoss, það er nýr leikur og þeir eru hörkugóðir og við vitum það alveg. Við þurfum eins og ég segi, ég veit að við náum kannski ekki alltaf sextíu mínútum eins og við vorum í fyrri hálfleik. En það má ekki botninn detta svona algjörlega úr þessu og við þurfum áfram hægt og rólega að bæta okkur í því. Ég hljóma kannski neikvæður en við sýndum flotta takta í fyrri hálfleik en í næsta leik þurfum við meiri gæði í lengri tíma, ekki bara þrjátíu mínútur.“
Stjarnan Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan-ÍR 33-28| Öruggur sigur Stjörnunnar á ÍR Stjarnan tók á móti ÍR í 8. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Stjarnan byrjaði leikinn af krafti og leiddi með ellefu mörkum í hálfleik , 21-10. ÍR-ingar mættu talsvert ákveðnari í seinni hálfleik og tókst að laga stöðuna en Stjarnan hleypti þeim aldrei of nálægt sér og sigruðu að lokum með fimm mörkum, 33-28. 6. nóvember 2022 21:15 Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan-ÍR 33-28| Öruggur sigur Stjörnunnar á ÍR Stjarnan tók á móti ÍR í 8. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Stjarnan byrjaði leikinn af krafti og leiddi með ellefu mörkum í hálfleik , 21-10. ÍR-ingar mættu talsvert ákveðnari í seinni hálfleik og tókst að laga stöðuna en Stjarnan hleypti þeim aldrei of nálægt sér og sigruðu að lokum með fimm mörkum, 33-28. 6. nóvember 2022 21:15