Upp kemst um Brexit ósannindamenn og -lygara um síðir – Þeir eru líka hér Undirritaður skrifaði grein í Morgunblaðið nokkru eftir að Bretar höfðu samþykkt Brexit, þó mjög naumlega hafi verið, og alls ekki með meirihluta kjósenda, hvað þá miklum, eins og Brexit-sinnar hafa ranglega fullyrt - það voru aðeins 37% breskra kjósenda, sem studdu Brexit, 35% voru á móti og heil 28% tóku ekki afstöðu. Skoðun 31. júlí 2024 08:01
Flestir barðir til bana með steini eða skotnir í tætlur með haglabyssu Í nýlegri gein minni, 3.200 aumingjar (mín skoðun), fjallaði ég um þá menn, sem liggja í því, að drepa saklaus og varnarlaus dýr, hreindýr - líka kýr frá ósjálfbjarga kálfum, sem fyrir mér er versta hlið málsins - mikið að gamni sínu, án nokkurrar raunverulegrar þarfar. Skoðun 21. júlí 2024 17:00
Verða rangfærslur að sannleika, ef þær eru endurteknar nógu oft!? Hjörtur J. Guðmundsson skrifaði grein hér á Vísi í fyrradag með fyrirsögninni „Reglurnar eru óumsemjanlegar“. Fjallaði hann þar um samningamöguleika ríkja, sem hafa hug á ESB-aðild. Fullyrti hann, að nýtt aðildarríki gæti ekki um neitt samið. Annað hvort gengi það að grundvallarregluverki sambandsins, eins og það er, eða það gæti gleymt ósk sinni um aðild. Skoðun 15. júlí 2024 15:00
Það er víst hægt að semja um aðildarskilmála! Mörg dæmi sanna það! Hjörtur J. Guðmundsson, sennilega ákafasti ESB-, Evru- og Evrópuandstæðingur landsins, og um leið landsins mesti og hollasti stuðningsmaður Boris Johnson og Brexit, notar sem titil hér á Vísi: Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Skoðun 14. júlí 2024 16:30
3.200 aumingjar (mín skoðun) Varðandi þessa fyrirsögn, þá er ég ekki að fullyrða, að þeir menn, sem ég mun fjalla hér um, séu allir aumingjar, hins vegar er það mín skoðun, að svo sé. Skoðun 14. júlí 2024 08:02
Hluta þjóðarinnar hent út í kuldann – hinn baðar sig í sólinni Fullorðnir eru í þessu landi um 250.000 manns. Eftir því sem bezt verður séð, eru um 150.000 þessa fólks, 60 prósent þjóðarinnar, sá hluti hennar, sem ver er settur og þarf lán til að fjármagna sitt líf, íbúðarkaup, bílakaup eða annað. Fjármagnsþurfar. Skoðun 5. júlí 2024 08:31
Þegar andi Mussolini svífur yfir vötnunum og titlar verða langir Hægri öfgaflokkarnir í Evrópu voru lengst af helztu andstæðingar ESB, og leituðu þeir allra leiða til að rýra og sverta ríkjasambandið. Skoðun 28. júní 2024 08:01
Vilja menn þá sérhagsmunagæzlu og það spillingar- og klíkuveldi, sem núverandi stjórnarfar og krónan leyfa? Það eru í raun öll ríki álfunnar, sem sækja það fast og með öllum ráðum, að komast inn í ESB og fá Evru, nema þá Bretland, sem gekk úr ESB á grundvelli blekkinga, ósanninda og rangfærslna þeirra íhalds- og afturhaldsafla, sem fyrir útgöngu stóðu, og svo Ísland. Skoðun 22. júní 2024 08:01
Er mörgum lesendum Vísis slétt sama um afkomu sína og velferð? Ekki er víst, að langt sé í næstu þingkosningar. Ríkisstjórnin stendur höllum fæti, eftir að hafa misst sitt fylgi úr 55% í 30%. Vilji til endalausra málamiðlana, hvað varðar ólík stefnumál flokkanna þriggja, sem þó hefur einkennt þessa ríkisstjórn - en um leið nánast gert hana stefnulausa - fer ört dvínandi. Skoðun 17. júní 2024 08:01
Af hverju er verðlag hér tvöfalt hærra en í Evrópu? Höfundur talar í þessum efnum af nokkurri þekkingu og reynslu. Hann hefur stundað alþjóðlega framleiðslu og viðskipti, bæði í Evrópu og Asíu, í hálfa öld. Nú sem stjórnarformaður ENOX Productions Services GmbH í Hamborg. Skoðun 13. júní 2024 14:01
Síðasta hálmstrá Vinstri grænna í höndum Bjarkeyjar Olsen Undirritaður hefur fylgzt með stjórnmálum, hér og erlendis, til lengri tíma, og minnist þess ekki, að hafa horft upp á annað eins fylgishrun stjórnmálaflokks, og Vinstri grænir, VG, hafa orðið fyrir, síðustu 6-7 árin. Úr 17% í rúm 3%! Skoðun 5. júní 2024 14:01
Ótrúlegur barnaskapur forsetaframbjóðenda Í kappræðunum, sem fóru fram á dögunum, voru forsetaframbjóðendur spurðir um afstöðu sína til stuðnings okkar, Íslendinga, við Úkraínu í stríði, varnarstríði, þeirra við Rússa, Pútín og hans yfirgangslið. Skoðun 3. júní 2024 14:00
Svargreinin sem Mogginn neitaði að birta Hjörleifur Hallgríms, Akureyringur og eldri borgari, skrifar grein í Morgunblaðið 22. maí með fyrirsögninni „Nokkur orð um kosningu forseta“. Útdráttur við greinina er þessi: „Það er óskemmtilegt að segja það, en útlit er fyrir að Halla Hrund sé ekki öll þar sem hún er séð“. Skoðun 30. maí 2024 07:02
Hví Halla Hrund? – Skyldulesning! Þó að forseti Íslands hafi takmörkuð bein völd, er hann fulltrúi og ásýnd Íslands og Íslendinga gagnvart umheiminum. Hann á líka að vera sameiningarafl, og svo sameiningartákn, Íslendinga og fulltrúi þjóðarinnar gagnvart Alþingi, framkvæmdarvaldinu og erlendum þjóðum. Skoðun 27. maí 2024 08:29
Vonandi endurtekur sagan sig! Þriðju forsetakosningarnar fóru fram 1968. Þær mörkuðu ákveðin tímamót. Þar tókust á Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður, hámenntaður maður en sléttur og felldur; einn af okkur, almenningi. Skoðun 24. maí 2024 08:00
Í hjarta sínu græn, en varla í reynd Þeir, sem þekkja til Katrínar Jakobsdóttur, vita, að hún er góðum gáfum gædd, væn kona, mest góðhjarta og velviljuð, gagnvart mönnum og málleysingjum, með fjölbreytilega hæfileika, vel þjálfuð í framkomu, sjarmerandi og í hjarta sínu græn. Skoðun 20. maí 2024 16:00
Ef þú kýst Höllu Tómasdóttur eða Jón Gnarr gætirðu verið að kjósa Katrínu! Skoðanakannanir gefa til kynna, að aðeins Halla Hrund Logadóttir eða Katrín Jakobsdóttir hafi raunverulega möguleika á að ná kjöri. Þær eru einu frambjóðendurnir, sem eru með 25% vegið fylgi, eða meira. Það er liðið verulega á kosningabaráttuna, og er líklegt, að þeir, sem liggja nú í 20% fylgi, eða undir því, eigi ekki raunverulegan sjéns lengur. Skoðun 18. maí 2024 16:00
Fullyrðingar Bjarna Jónassonar hjá Umhverfisstofnun hraktar Vísir birti 5. júlí frétt um hreindýraveiðar, en Fagráð um velferð dýra, sem á, skv. lögum, að veita stjórnvöldum leiðsögn og ráðgjöf um veiðar viltra dýra og velferð þeirra, hafði endurtekið beint þeim tilmælum til Umhverfistofnunar og umhverfisráðherra, að griðartími hreinkálfa yrði lengdur, en báðir aðilar höfðu hunzað þessi tilmæli Fagráðs, nú árum saman. Skoðun 6. júlí 2023 13:00
Innræti og manndómur íslenzkra ráðherra og alþingismanna Á síðustu dögum og vikum hafa komið upp tvö mál, þar sem reynt hefur sérstaklega á innræti og manndóm, innri mann, ráðamanna hér. Einkar athyglisvert hefur verið, að fylgjast með því, hvern mann ráðamenn hafa í reynd að geyma, á bak við sitt breiða bros, fallegu orðræðu og ótæpilegu loforð, til Péturs og Páls. Hér urðu menn að koma til dyranna, eins og þeir eru í raun klæddir. Skoðun 12. júní 2023 13:01
Þú ert ekki bara óábyrgur, eins og þú segir sjálfur réttilega, Guðlaugur Þór Guðlaugur Þór Þórðarson varð umhverfisráðherra seint á árinu 2021. Er því búinn að gegna því embætti vel á annað ár. Hann ber aðal ábyrgð á dýra-, náttúru- og umhverfisvernd í landinu, eins og menn vita. Skoðun 5. júní 2023 11:00
Albert Einstein vs. Ásgeir Jónsson Ein kenninga Alberts Einstein var, að, ef menn gerðu sama hlutinn aftur og aftur og væntu breytilegra, eða annarra og kannske betri niðurstaðna, mætti telja það andlega skerðingu, vitfirru. Nú er Ásgeir Jónsson búinn að hækka stýrivexti þrettán sinnum, á tveimur árum, til að reyna að slökkva verðbólgubálið, en verðbólgan bara eykst. A. Hvað skyldi Einstein hafa sagt um þessa viðleitni Ásgeirs? B. Getur verið, að yfirkeyrðar stýrivaxtahækkanir virki sem olía á eldinn í stað vatns? Skoðun 26. maí 2023 07:01
Þegar menn selja sálu sína Ég hef haft þá tilfinningu, að formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgeinasambandsins, Vilhjálmur Birgisson, sé góður maður og gegn, vænn og velviljaður gagnvart „Guði og mönnum“ - dýr, umhverfi, náttúra og lífríki jarðar meðtalin -, ekki maður peningahyggju og græðgi, hvorki fyrir hönd sjálfs sín né annarra. Skoðun 14. maí 2023 18:01
Veiðimenn hafa freistast til að veiða við ófullnægjandi skilyrði og hafa þannig þverbrotið lög Ný skýrsla, sem sannar þann hrylling, sem hvalveiðar Kristjáns Loftssonar/Hvals hf eru, liggur nú fyrir. Reyndar var þetta allt löngu vitað, alla vega af þeim, sem vita vildu, en nú liggur viðurstyggileg mynd þessa dýraníðs fyrir með svo óyggjandi hætti, að enginn heiðvirður maður getur lengur litið undan eða stungið höfðinu í sandinn. Skoðun 12. maí 2023 07:00
Þegar murka má líftóruna úr dýrum Í gær var birt hrikaleg ný skýrsla MAST um veiðar stórhvela, langreyða, við Íslandsstrendur, og virðast margir telja, að þar séu ný tíðindi á ferð, um þann skrælingshátt og það hrikalega dýraníð, sem þessar veiðar eru. Skoðun 9. maí 2023 11:01
Stóra kosningamál Norðmanna 2025 mun snúast um ESB-aðild. Hvað gerum við? Norski „Sjálfstæðisflokkurinn“, Høyre - sem reyndar er miklu sjálfstæðari, nútímalegri og frjálslyndari, en sá íslenzki; er eins og íslenzki Sjálfstæðisflokkurinn var fram til 1990/2000 - hélt landsfund sinn 24.-26. marz sl. Skoðun 3. apríl 2023 08:32
Þegar raunveruleikinn og sannleikurinn og ekkert annað hentar! Hjörtur J. Guðmundsson, sagnfræðingur og sagður fyrrum framkvæmdastjóri Heimssýnar, sem mikið hefur skrifað í blöðin gegn Evrópu, ESB og Evru, síðast 25. marz hér, undir fyrirsögninni „Versnandi staða fámennra ríkja ESB“, og, svo aftur nú í dag, 28. marz, líka hér, undir fyrirsögninni „Þegar raunveruleikinn hentar ekki“. Skoðun 28. mars 2023 18:00
Hvað gerir Evrópusambandið, ESB, fyrir okkur dagsdaglega? ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og Evran. Á hverjum einasta degi, og oft á dag, erum við með hluti – alls kyns varning; matvöru, fatnað, heimilisbúnað, áhöld og verkfæri, líka öll rafmagnstæki, vélar, farartæki og bílinn okkar – í höndunum, þar sem einmitt ESB hefur tryggt okkur mestu möguleg þægindi, umhverfisvænar lausnir og umfram allt öryggi og gæði í notkun. Skoðun 28. mars 2023 13:31
Þegar áróðursaðferðir einræðisherra og öfgamanna gilda Flestir hægri öfgaflokkar í Evrópu voru í gegnum tíðina andstæðingar Evrópusambandsins, og leituðu allra leiða til að varpa rýrð á sambandið, þýðingu þess og starf. Skoðun 27. mars 2023 10:00
Misskilningur Sauðkrækings Undirritaður ólst upp á Sauðárkróki og telur sig eiginlega Sauðkræking. Það sama gildir um Óla Björn Kárason, alþingismann D með meiru. Punkturinn er, að það er gott fólk á Króknum, og flestir Sauðkrækingar vel að sér og fínir, en ekki allir gallalausir. Á það auðvitað við um undirritaðan, en, þó, líka og öllu fremur, Óla Björn, alla vega í úttekt og mati á ESB og Evru fyrir Ísland. Skoðun 24. mars 2023 10:01
Guð blessi börnin okkar og barnabörn, en við sjálf verðum líka að gæta þeirra Í síðustu viku skrifaði ég grein undir fyrirsögninni: „Guð blessi börnin okkar...“. Hún snérist um það, að ófriðsamlegt væri í heiminum og friður í Vestur Evrópu og Asíu væri ótryggur. Skoðun 22. febrúar 2023 10:01