Þegar ósannindi og ósvinna keyra um þverbak Ole Anton Bieltvedt skrifar 1. ágúst 2024 08:01 Undirritaður bjó í Þýzkalandi frá 1989 til 2016, í hjarta ESB, í 27 ár, og fylgdist gjörla með þróun ríkjasambandsins, en það blasti og blasir við, að Evrópa verði að standa samhent og sameinuð, ef hún á að geta staðið af sér áskoranir framtíðarinnar og varið og tryggt sitt frelsi, sitt sjálfstæði, sína menningu og sína velferð. Eftir að ég kom til baka, hef ég áfram vakað yfir þróun ríkjasambandsins, enda hef ég lengst af verið með annan fótinn áfram í Evrópu. Um mína reynslu og þekkingu á Evrópusambandinu, Evru og Evrópu, hef ég svo skrifað greinar hér til að koma þeirri þekkingu og vitneskju, sem ég hef aflað mér á áratugaskeiði, á framfæri. Staðreyndum. Einnar er sá maður, sem virðisr vera á mála við það, að útbreiða óhróðri og ósannindum um ESB, Evru og Evrópu. Sá er vel þekktur hér, skrifar nánast daglega pistla hér, um þetta eina mál. Hjörtur J. Guðmundsson. Í morgun skrifaði hann enn eina greinina hér, reyndar ekki nýja, heldur með aðeins öðru orðalagi, en áður, þar sem hann fullyrður m.a. þetta: „Telja má nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka sem einróma samþykki, stundum kallað neitunarvald, á enn við um þegar teknar eru ákvarðanir í ráðherraráði Evrópusambandsins. Hér áður var það reglan en heyrir nú til undantekninga”. Hér er það rétta í þessu máli: Neiturnarvaldið, sem öll aðildarríkin hafa, margmenn sem fámenn, stór sem smá, nær til þessara málaflokka, sem auðvitað eru þeir langstærstu og lang þýðingarmestu: 1. Skattlagning hvers konar 2. Fjárhagsáætlanir, fjármálaskuldbindingar og fjárveitingar 3. Félagsleg vernd og öryggi almennings 4. Samningar og ákvarðanir um upptöku nýrra aðildarríkja 5. Öryggis- og varnarmál sambandsríkjanna 27 6. Samskipti og samningar ESB við önnur ríki og ríkjasambönd 7. Sameiginleg löggæzla sambandsríkjanna, eftirlit með ytri landmærum og flóttafólki. Ekkert mál í þessum þýðingarmiklu málaflokkum getur farið í gegn, eða hlotið samþykki til framkvæmdar, nema öll aðildarríkin, og, þá, líka við, ef við værum aðildarríki, myndum samþykkja. Með þessu fengjum við í hendur gífurlegt áhrifavald á gang mála og þróun sambandsins. Þessu neitunarvaldi er heldur ekki hægt að breyta, draga úr því eða fella það niður, nema að öll aðildarríkin samþykki, sem væntanlega verður aldrei. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Undirritaður bjó í Þýzkalandi frá 1989 til 2016, í hjarta ESB, í 27 ár, og fylgdist gjörla með þróun ríkjasambandsins, en það blasti og blasir við, að Evrópa verði að standa samhent og sameinuð, ef hún á að geta staðið af sér áskoranir framtíðarinnar og varið og tryggt sitt frelsi, sitt sjálfstæði, sína menningu og sína velferð. Eftir að ég kom til baka, hef ég áfram vakað yfir þróun ríkjasambandsins, enda hef ég lengst af verið með annan fótinn áfram í Evrópu. Um mína reynslu og þekkingu á Evrópusambandinu, Evru og Evrópu, hef ég svo skrifað greinar hér til að koma þeirri þekkingu og vitneskju, sem ég hef aflað mér á áratugaskeiði, á framfæri. Staðreyndum. Einnar er sá maður, sem virðisr vera á mála við það, að útbreiða óhróðri og ósannindum um ESB, Evru og Evrópu. Sá er vel þekktur hér, skrifar nánast daglega pistla hér, um þetta eina mál. Hjörtur J. Guðmundsson. Í morgun skrifaði hann enn eina greinina hér, reyndar ekki nýja, heldur með aðeins öðru orðalagi, en áður, þar sem hann fullyrður m.a. þetta: „Telja má nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka sem einróma samþykki, stundum kallað neitunarvald, á enn við um þegar teknar eru ákvarðanir í ráðherraráði Evrópusambandsins. Hér áður var það reglan en heyrir nú til undantekninga”. Hér er það rétta í þessu máli: Neiturnarvaldið, sem öll aðildarríkin hafa, margmenn sem fámenn, stór sem smá, nær til þessara málaflokka, sem auðvitað eru þeir langstærstu og lang þýðingarmestu: 1. Skattlagning hvers konar 2. Fjárhagsáætlanir, fjármálaskuldbindingar og fjárveitingar 3. Félagsleg vernd og öryggi almennings 4. Samningar og ákvarðanir um upptöku nýrra aðildarríkja 5. Öryggis- og varnarmál sambandsríkjanna 27 6. Samskipti og samningar ESB við önnur ríki og ríkjasambönd 7. Sameiginleg löggæzla sambandsríkjanna, eftirlit með ytri landmærum og flóttafólki. Ekkert mál í þessum þýðingarmiklu málaflokkum getur farið í gegn, eða hlotið samþykki til framkvæmdar, nema öll aðildarríkin, og, þá, líka við, ef við værum aðildarríki, myndum samþykkja. Með þessu fengjum við í hendur gífurlegt áhrifavald á gang mála og þróun sambandsins. Þessu neitunarvaldi er heldur ekki hægt að breyta, draga úr því eða fella það niður, nema að öll aðildarríkin samþykki, sem væntanlega verður aldrei. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar