Verða rangfærslur að sannleika, ef þær eru endurteknar nógu oft!? Ole Anton Bieltvedt skrifar 15. júlí 2024 15:00 Hjörtur J. Guðmundsson skrifaði grein hér á Vísi í fyrradag með fyrirsögninni „Reglurnar eru óumsemjanlegar“. Fjallaði hann þar um samningamöguleika ríkja, sem hafa hug á ESB-aðild. Fullyrti hann, að nýtt aðildarríki gæti ekki um neitt samið. Annað hvort gengi það að grundvallarregluverki sambandsins, eins og það er, eða það gæti gleymt ósk sinni um aðild. Hér byggði Hjörtur málflutning sinn á hálfsannleika, sem jafngildir rangfærslum. Ég skrifaði því svargrein í gær með fyirsögninni „Það er víst hægt að semja um aðildarskilmála! Mörg dæmi sanna það!“. Tiltók ég þar fjölmörg dæmi, staðreyndir, um margvíslegar undanþágur og sérlausnir, sem ný aðildarríki hafa fengið. Fyrir þá, sem ekki hafa lesið þá grein, skal þetta endurtekið: Undanþágur og sérlausnir hafa meira að segja sína eigin nafngift. Þær eru kallaðar „Opting outs“. Bezta dæmið um undanþágur og sérlausnir eru frændur okkar, Danir. Þegar Europa-Magazin birtu frétt af því, að Danir hefðu gengið í ESB skrifuðu þeir: „ESB aðild Dana er eins og svissneskur ostur. Allur í götum“. Danir fengu nánast hverju því framgengt, sem þeir vildu. Þeir vildu ekki Evruna beint, heldur dulbúna, þeir vildu ekki taka þátt í varnar- eða hernaðarstarfssemi ESB, þó að það hafi svo breytzt, þeir vildu ekki taka þátt í dómsmálasamvinnunni og innri öryggismálum ESB, þeir fengu því líka framgengt, að Færeyjar og Grænland væri ekki með í aðildinni o.s.frv. Finnar og Svíar sömdu um sérlausnir fyrir þeirra landbúnað, en hann hefur síðan verið kallaður „norðurslóðalandbúnaður“ til aðgreiningar frá öðrum ESB-landbúnaði. Malta, lítið eyríki eins og við, er þó allra bezta og sambærilegasta dæmið: Hún fékk fjölmargar sérlausnir við inngöngu í ESB. Héldu einir yfirráðum yfir sinni fiskveiðilögsögu (25 mílur í stað 12), takmörkun á kaupum annarra ESB-íbúa á fasteignum á Malta, fóstureyðingar fengust áfram bannaðar á Möltu, Malta var skilgreind sem harðbýlt land, sem tryggði ákveðin sérréttindi, og eyjunni Gozo voru áfram tryggð þau sérstöku réttindi, að hún væri „fríríki“, þar sem vöru mætti selja án virðisaukaskatts. Hér má líka nefna, að Pólland fékk undanþágu frá að taka upp regluverk ESB um grunn mannréttindi (EU Charter of Fundamental Rights), Svíþjóð tók sér undanþágu frá upptöku Evru og Írland fékk mikið sömu sérlausnir og Danir. Í september 2008 fór svokölluð 12 manna Evrópunefnd forsætisráðuneytisins til Brussel til fundar við Olli Rehn, þá kommissar stækkunarmála, o.fl. ráðamenn. Í skýrslunni, sem gerð var um þessi fundahöld, segir m.a. „Viðmælendur nefndarinnar töldu líkur á, að Ísland gæti náð fram sérlausnum í fiskveiðistjórnun. Íslendingar hafi sérþekkingu á sviðinu og geti sýnt fram á árangur við verndun fiskistofna, stjórnun veiða og sjálfbæra þróun“. Þrátt fyrir upptalningu þessara staðreynda um undanþágur og sérkjör, leyfir Hjörtur J. sér, að koma aftur með grein í dag, ”Hvernig og hvenær en ekki hvort”, þar sem hann endurtekur fullyrðingar sínar um, að ekki sé hægt að fá undanþágur eða semja um sérkjör. Sönnunargagn Hjartar á að vera leiðbeiningabæklingur ESB um aðildarsamninga. Þar setur sambandið fram sína samningsstefnu og sín samningsmarkmið. Auðvitað hafa allir aðilar, sem ganga til samninga, einhver skýr markmið, sem þeir vilja ná fram, en oftar en ekki verða þeir að taka tillit til aðstæðna, sérstöðu, sögu og vilja gagnaðila. fallast á málamiðlun. Hjörtur virðist ekki vita, að ESB aðildarsamningar taka yfirleitt fjöldamörg ár, jafnvel áratugi. Samningaumleitanir milli Tyrkja og ESB hafa staðið meira eða minna í 37 ár. Voru menn þá að semja um ekki neitt í 5 eða 10 ár eða lengur!? Í grein dagsins kemur Hjörtur enn inn á það, að vægi ríkja innan ESB fari fyrst og fremst eftir íbúafjölda ríkjanna. Þar hefur hann margítrekað, að, ef við gengjum í sambandið, fengjum við aðeins 6 þingmenn á Evrópuþingið, hinir stóru og fjölmennu réðu öllu, og við hefðum ekkert að segja. Það kaldhæðnislega við þessa tilraun Hjartar, til að varpa rýrð á mögulega 6 manna þingfulltrúatölu Íslands á Evrópuþinginu, er, að Malta, sem hefur líka bara 6 þingfulltrúa, á nú forseta þingsins, Roberta Metsola, og annað smáríki, Lúxemborg, sem líka hefur bara 6 fulltrúa, átti forseta framkvæmdastjórnarráðsins, Jean-Claude Juncker, 2014-2019. Að öðru leyti skulum við sjá, hvað full aðild okkar að ESB myndi þýða: Fyrst með fullri aðild fengjum við setu við borðið, með okkar eigin framkvæmdastjóra (ráðherra), kommissar, eins og hin aðildarríkin, nú 27 - hvert, fjölmennt eða fámennt, hefur bara einn framkvæmdastóra - og 6 þingmönnum á Evrópuþingið, fulltrúa í ráð og nefndir, og, það, sem mest væri, fullu neitunarvaldi til jafns við aðra, hvað varðar veigamikla stefnumótun og allar stærri ákvarðanir ríkjasambandsins. Neiturnarvaldið nær til þessara málaflokka, sem auðvitað eru þeir langstærstu og lang þýðingarmestu: Skattlagning hvers konar Fjárhagsáætlanir, fjármálaskuldbindingar og fjárveitingar Félagsleg vernd og öryggi almennings Samningar og ákvarðanir um upptöku nýrra aðildarríkja Öryggis- og varnarmál sambandsríkjanna 27 Samskipti og samningar ESB við önnur ríki og ríkjasambönd Sameiginleg löggæzla sambandsríkjanna, eftirlit með yrtri landmærum og flóttafólki. Ekkert mál í þessum þýðingarmiklu málaflokkum getur farið í gegn, eða hlotið samþykki til framkvæmdar, nema öll aðildarríkin, og, þá, líka við, ef við værum með, myndum samþykkja. Með þessu fengjum við í hendur gífurlegt áhrifavald á gang mála og þróun sambandsins. Þessu neitunarvaldi er heldur ekki hægt að breyta, draga úr því eða fella það niður, nema að öll aðildarríkin samþykki, sem væntanlega verður aldrei. Varðandi helztu valdastöður í ESB, þá ræður einstaklingurinn, hæfni hans og geta, en ekki þjóðin eða stærð hennar, sem að baki stendur. Í tíu ár, eða frá 2004 til 2014, var José Manuel Barroso, frá Portúgal, 10 milljón manna þjóð, forseti framkvæmdastjórnarinnar, og, eins og fyrr greinir, var Jean-Claude Juncker, frá smáríkinu Lúxumborg, forseti hennar frá 2014 til 2019. Í heil 15 ár fóru fulltrúar fámennra ríkja sambandsins fyrir valdamestu stofnun þess. Allt tal um, að stóru ríkin ráði öllu í ESB, er því algjör fjarstæða. Menn geta velt því fyrir sér, hvort Hjörtur J. fylgist ekki með fréttum. Hefur hann t.a.m. ekkert heyrt af því, að Ungverjaland, með sína tíu milljónir íbúa, 2% af íbúum ESB, hefur blokkerað hvert stórmálið á fætur öðru í ESB, gegn vilja hinna 26 ríkjanna, líka auðvitað allra þeirra stóru, Þýzkalands, Frakklands, Ítalíu? Nú síðast blokkerðu Ungverjar vikum og mánuðum saman bráðnausynlegan og stórfelldan fjárstuðning við Úkraínu? Þar áður hafði Ungverjaland lengi vel blokkerað, að farið yrði í aðildarsamninga við Úkraínu, gegn vilja allra hinna aðildarríkjanna, og, að Aserbaísjan yrði beitt viðskiptaþvingunum vegna árásarstríðsins á Armeníu. Sumir halda, að, ef farið er með rangt mál nógu oft, verði það að réttu máli og sannleika. Nazistar stunduðu þá iðju í stórum stíl á fjórða áratug síðustu aldar. Vart til eftirbreytni! Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Hjörtur J. Guðmundsson skrifaði grein hér á Vísi í fyrradag með fyrirsögninni „Reglurnar eru óumsemjanlegar“. Fjallaði hann þar um samningamöguleika ríkja, sem hafa hug á ESB-aðild. Fullyrti hann, að nýtt aðildarríki gæti ekki um neitt samið. Annað hvort gengi það að grundvallarregluverki sambandsins, eins og það er, eða það gæti gleymt ósk sinni um aðild. Hér byggði Hjörtur málflutning sinn á hálfsannleika, sem jafngildir rangfærslum. Ég skrifaði því svargrein í gær með fyirsögninni „Það er víst hægt að semja um aðildarskilmála! Mörg dæmi sanna það!“. Tiltók ég þar fjölmörg dæmi, staðreyndir, um margvíslegar undanþágur og sérlausnir, sem ný aðildarríki hafa fengið. Fyrir þá, sem ekki hafa lesið þá grein, skal þetta endurtekið: Undanþágur og sérlausnir hafa meira að segja sína eigin nafngift. Þær eru kallaðar „Opting outs“. Bezta dæmið um undanþágur og sérlausnir eru frændur okkar, Danir. Þegar Europa-Magazin birtu frétt af því, að Danir hefðu gengið í ESB skrifuðu þeir: „ESB aðild Dana er eins og svissneskur ostur. Allur í götum“. Danir fengu nánast hverju því framgengt, sem þeir vildu. Þeir vildu ekki Evruna beint, heldur dulbúna, þeir vildu ekki taka þátt í varnar- eða hernaðarstarfssemi ESB, þó að það hafi svo breytzt, þeir vildu ekki taka þátt í dómsmálasamvinnunni og innri öryggismálum ESB, þeir fengu því líka framgengt, að Færeyjar og Grænland væri ekki með í aðildinni o.s.frv. Finnar og Svíar sömdu um sérlausnir fyrir þeirra landbúnað, en hann hefur síðan verið kallaður „norðurslóðalandbúnaður“ til aðgreiningar frá öðrum ESB-landbúnaði. Malta, lítið eyríki eins og við, er þó allra bezta og sambærilegasta dæmið: Hún fékk fjölmargar sérlausnir við inngöngu í ESB. Héldu einir yfirráðum yfir sinni fiskveiðilögsögu (25 mílur í stað 12), takmörkun á kaupum annarra ESB-íbúa á fasteignum á Malta, fóstureyðingar fengust áfram bannaðar á Möltu, Malta var skilgreind sem harðbýlt land, sem tryggði ákveðin sérréttindi, og eyjunni Gozo voru áfram tryggð þau sérstöku réttindi, að hún væri „fríríki“, þar sem vöru mætti selja án virðisaukaskatts. Hér má líka nefna, að Pólland fékk undanþágu frá að taka upp regluverk ESB um grunn mannréttindi (EU Charter of Fundamental Rights), Svíþjóð tók sér undanþágu frá upptöku Evru og Írland fékk mikið sömu sérlausnir og Danir. Í september 2008 fór svokölluð 12 manna Evrópunefnd forsætisráðuneytisins til Brussel til fundar við Olli Rehn, þá kommissar stækkunarmála, o.fl. ráðamenn. Í skýrslunni, sem gerð var um þessi fundahöld, segir m.a. „Viðmælendur nefndarinnar töldu líkur á, að Ísland gæti náð fram sérlausnum í fiskveiðistjórnun. Íslendingar hafi sérþekkingu á sviðinu og geti sýnt fram á árangur við verndun fiskistofna, stjórnun veiða og sjálfbæra þróun“. Þrátt fyrir upptalningu þessara staðreynda um undanþágur og sérkjör, leyfir Hjörtur J. sér, að koma aftur með grein í dag, ”Hvernig og hvenær en ekki hvort”, þar sem hann endurtekur fullyrðingar sínar um, að ekki sé hægt að fá undanþágur eða semja um sérkjör. Sönnunargagn Hjartar á að vera leiðbeiningabæklingur ESB um aðildarsamninga. Þar setur sambandið fram sína samningsstefnu og sín samningsmarkmið. Auðvitað hafa allir aðilar, sem ganga til samninga, einhver skýr markmið, sem þeir vilja ná fram, en oftar en ekki verða þeir að taka tillit til aðstæðna, sérstöðu, sögu og vilja gagnaðila. fallast á málamiðlun. Hjörtur virðist ekki vita, að ESB aðildarsamningar taka yfirleitt fjöldamörg ár, jafnvel áratugi. Samningaumleitanir milli Tyrkja og ESB hafa staðið meira eða minna í 37 ár. Voru menn þá að semja um ekki neitt í 5 eða 10 ár eða lengur!? Í grein dagsins kemur Hjörtur enn inn á það, að vægi ríkja innan ESB fari fyrst og fremst eftir íbúafjölda ríkjanna. Þar hefur hann margítrekað, að, ef við gengjum í sambandið, fengjum við aðeins 6 þingmenn á Evrópuþingið, hinir stóru og fjölmennu réðu öllu, og við hefðum ekkert að segja. Það kaldhæðnislega við þessa tilraun Hjartar, til að varpa rýrð á mögulega 6 manna þingfulltrúatölu Íslands á Evrópuþinginu, er, að Malta, sem hefur líka bara 6 þingfulltrúa, á nú forseta þingsins, Roberta Metsola, og annað smáríki, Lúxemborg, sem líka hefur bara 6 fulltrúa, átti forseta framkvæmdastjórnarráðsins, Jean-Claude Juncker, 2014-2019. Að öðru leyti skulum við sjá, hvað full aðild okkar að ESB myndi þýða: Fyrst með fullri aðild fengjum við setu við borðið, með okkar eigin framkvæmdastjóra (ráðherra), kommissar, eins og hin aðildarríkin, nú 27 - hvert, fjölmennt eða fámennt, hefur bara einn framkvæmdastóra - og 6 þingmönnum á Evrópuþingið, fulltrúa í ráð og nefndir, og, það, sem mest væri, fullu neitunarvaldi til jafns við aðra, hvað varðar veigamikla stefnumótun og allar stærri ákvarðanir ríkjasambandsins. Neiturnarvaldið nær til þessara málaflokka, sem auðvitað eru þeir langstærstu og lang þýðingarmestu: Skattlagning hvers konar Fjárhagsáætlanir, fjármálaskuldbindingar og fjárveitingar Félagsleg vernd og öryggi almennings Samningar og ákvarðanir um upptöku nýrra aðildarríkja Öryggis- og varnarmál sambandsríkjanna 27 Samskipti og samningar ESB við önnur ríki og ríkjasambönd Sameiginleg löggæzla sambandsríkjanna, eftirlit með yrtri landmærum og flóttafólki. Ekkert mál í þessum þýðingarmiklu málaflokkum getur farið í gegn, eða hlotið samþykki til framkvæmdar, nema öll aðildarríkin, og, þá, líka við, ef við værum með, myndum samþykkja. Með þessu fengjum við í hendur gífurlegt áhrifavald á gang mála og þróun sambandsins. Þessu neitunarvaldi er heldur ekki hægt að breyta, draga úr því eða fella það niður, nema að öll aðildarríkin samþykki, sem væntanlega verður aldrei. Varðandi helztu valdastöður í ESB, þá ræður einstaklingurinn, hæfni hans og geta, en ekki þjóðin eða stærð hennar, sem að baki stendur. Í tíu ár, eða frá 2004 til 2014, var José Manuel Barroso, frá Portúgal, 10 milljón manna þjóð, forseti framkvæmdastjórnarinnar, og, eins og fyrr greinir, var Jean-Claude Juncker, frá smáríkinu Lúxumborg, forseti hennar frá 2014 til 2019. Í heil 15 ár fóru fulltrúar fámennra ríkja sambandsins fyrir valdamestu stofnun þess. Allt tal um, að stóru ríkin ráði öllu í ESB, er því algjör fjarstæða. Menn geta velt því fyrir sér, hvort Hjörtur J. fylgist ekki með fréttum. Hefur hann t.a.m. ekkert heyrt af því, að Ungverjaland, með sína tíu milljónir íbúa, 2% af íbúum ESB, hefur blokkerað hvert stórmálið á fætur öðru í ESB, gegn vilja hinna 26 ríkjanna, líka auðvitað allra þeirra stóru, Þýzkalands, Frakklands, Ítalíu? Nú síðast blokkerðu Ungverjar vikum og mánuðum saman bráðnausynlegan og stórfelldan fjárstuðning við Úkraínu? Þar áður hafði Ungverjaland lengi vel blokkerað, að farið yrði í aðildarsamninga við Úkraínu, gegn vilja allra hinna aðildarríkjanna, og, að Aserbaísjan yrði beitt viðskiptaþvingunum vegna árásarstríðsins á Armeníu. Sumir halda, að, ef farið er með rangt mál nógu oft, verði það að réttu máli og sannleika. Nazistar stunduðu þá iðju í stórum stíl á fjórða áratug síðustu aldar. Vart til eftirbreytni! Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun