Flestir barðir til bana með steini eða skotnir í tætlur með haglabyssu Ole Anton Bieltvedt skrifar 21. júlí 2024 17:00 Í nýlegri gein minni, 3.200 aumingjar (mín skoðun), fjallaði ég um þá menn, sem liggja í því, að drepa saklaus og varnarlaus dýr, hreindýr - líka kýr frá ósjálfbjarga kálfum, sem fyrir mér er versta hlið málsins - mikið að gamni sínu, án nokkurrar raunverulegrar þarfar. Nú vil ég fjalla um þá, sem drepa annað saklaust og varnarlaus dýr, íslenzka refinn, af ótrúlegri grimmd og miskunnarleysi, líka án nokkurrar raunverulegrar þarfar, mest af peningalegri græðgi. Fégirni. Við skulum byrjar á grenjaveiðum: Yrðlingar fæðast um mánaðamótin apríl/maí, og hefjast grenjaveiðar í byrjun júni. Læða og steggur búa saman ævilangt, ef bæði lifa, og er steggur í því á daginn að færa björg í bú, meðan læða gætir og fæðir hvolpana. Veiðimenn leggjast í felur við greni, bíða komu steggs og skjóta. Þegar matarbirgðir þrjóta í greni, neyðist læða til að yfirgefa yrðlinga í fæðuleit. Þá er hún skotin. Eftir eru þá litlir yrðlingar, 4-5 vikna gamlir, eins og litlir hundshvolpar, og þegar hungurinn sverfur að, freista þeir þess, að fara úr greni. Þá eru þeir handsamaðir og barðir til dauða með steini eða skotnir. Sumir yrðlingar þráast við í greni, þrátt fyrir kvöl hungurs og einsemdar, og læða þá veiðimenn fótaboga inn í greni, sem er festur á snæri, og þegar boginn smellur, limlestir, jafnvel brýtur litinn fót, kippir veiðimaður í og lemur svo þessa litlu og hrjáðu veru til bana eða skýtur. Lesandi góður, búum við í nútímalegu menningarþjóðfélaginu, eða erum við föst í kolsvartri grimmd og miskunnarleysi miðalda? Er það, sem hér gerist, hluti af því þjóðfélagi, þeirri „siðmenningu“, sem við viljum búa okkur? Við skulum skoða aðeins stöðu og sögu íslenzka refsins, pólarrefsins: Pólarrefurinn, er einstök tegund refs, minni og öðruvísi byggður en rauðrefurinn, og kom hann til Íslands á ísöld. Hann er því fyrsta náttúrulega spendýrið, frumbygginn, hér. Í dag eru ekki nema 200-300 pólarrefir á hinum Norðurlöndunum, og eru þeir alfriðaðir. Engin hætta er talin stafa af pólarrefi fyrir umhverfi, lífríki eða búfénað, enda er hann lítið dýr, 3 til 5 kg að þyngd. Er hann minnsta undirtegund „hunda“. Pólarrefurinn er alæta, lifir á berjum, þangi, dýrahræum í fjöru og á landi, eggjum, hagmúsum, nagdýrum og fuglum. Hann hefur verið eðlilegur hlekkur lífskeðjunnar hér í árþúsundir. Þegar ær voru látnar bera lömb sín úti, voru brögð að því, að pólarrefurinn réðist á nýfædd lömb, einkum í harðæri, þá glorsoltinn, og fékk hann á sig það óorð að vera grimmdarseggur, dýrbítur, sem þó í raun var einfaldlega lífsbarátta dýrsins, spurningin um að lifa af. Árum saman hafa bændur hins vegar látið ær sínar bera í húsi, og varð það endir þess, að pólarrefurinn kæmist í bjargarlaus lömb. Umhverfissofnun hefur haldið úti fyrirspurnum um skaða af völdum refs, hjá sveitarfélögum og bændasamtökunum, í 9 ár, og hafa tilkynningar um skaða af völdum refs nánast engar verið. Það er því ekkert samhengi milli þess veiðiæðis og þeirra ofsókna, sem pólarrefurinn sætir, og þess tjóns, sem hann veldur, enda hefur Umhverfisstofnun, sem veiðunum stýrir, löngu viðurkennt, að forsendur fyrir núverandi refaveiðum séu með öllu brostnar. En, ofsóknirnar gegn pólarrefnum halda áfram, eins og stjórnlaus drápsmaskína, í nafni Umhverfisstofnunar og umhverfisráðherra. Ráðherra, nú Gulaugur Þór, sjálfur veiðimaður, virðist ekkert með þetta gera. Á árunum 2000-2019 voru 113.563 refir drepnir, þar af 38.420 litlir tófuhvolpar, yrðlingar. Flestir barðir til dauða með steini eða skotnir í tætlur með haglabyssu. Á árunum 2011-2020 greiddu sveitarfélög 983 milljónir, tæpan milljarð, til veiðimanna fyrir drápið á refum. Auðvitað eru það veiðimennirnir, drápspremían til þeirra, sem halda þessari stjórnlausu drápsmaskínu gangandi. Í júní 2021 átti undirritaður fund með forsvarsmönnum UST (Umhverfisstofunar), Sigrúnu Ágústsdóttur, forstjóra, og Skúla Þórðarsyni, sviðsstjóra, um þessar veiðar. Var ekki annað á þessu ágæta fólki að heyra, en, að þau væru mér sammála; þessar veiðar stæðust ekki með nokkru móti lengir. Það hefur þó ekkert gerzt; stjórnlaus drápsmaskínan malar áfram. Ein raka veiðimanna, sem UST virðist gleypa nokkuð, er, að, ef pólarrefurinn væri ekki veiddur með þeim hætti, sem nú er, myndi honum fjölga gífurlega; að um offjölgun stofnsins yrði að ræða. Varðandi þessa staðlausu stafi skirfaði ég UST eftirfarandi bréf í í marz 2023: Ég sendi ykkur ... skýrslu, Ester Rutar Unnsteinsdóttur, „Íslenzki melrakkinn“, ...frá 2021. Ef þið skoðið bls. ..., sjáið þið, að ref hefur ekki fjölgað í þeim tveimur friðlöndum, sem fyrir hendi eru, 1. á Hornströndum, 2. í Snæfellsjökulsþjóðgarinum, þrátt fyrir friðun, stofninn hefur frekast dregist saman, síðustu 2 áratugina!! Náttúran stýrir sér sjálf. Þegar ekki er veitt, fá ekki öll dýr aðgang að óðali, til að tímgast. Fleiri dýr verða geld... Pólarrefnum hefur, sem sagt, ekki fjölgða, þrátt fyrir áratuga friðun! Honum hefur fækkað í friðlöndum! Önnur bábilja veiðimanna er, að refurinn eyði mófugli, og því þurfi að halda stofni niðri með veiðum. Hér vantar nokkuð á skýra hugsun: Hvernig má það þá vera, að landið var fullt af mófugli, þegar land byggðist; menn settust hér fyrst að? Gott er jafnan að hugsa aðeins. Ég verð að lýsa yfir djúpum vonbrigðum og heykslan á því, að forráðamenn UST skuli ekkert hafa gert, í allan þennan tíma, til að leiðrétta og laga það mikla órétti, sem þau vita vel af og íslenzki refurinn sætir; stöðva þær ómannúðlegu, grimmilegu og óréttmætu ofsóknir, sem hann verður fyrir. Hvar er þeirra ábyrgðartilfinning og samvizka? Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri gein minni, 3.200 aumingjar (mín skoðun), fjallaði ég um þá menn, sem liggja í því, að drepa saklaus og varnarlaus dýr, hreindýr - líka kýr frá ósjálfbjarga kálfum, sem fyrir mér er versta hlið málsins - mikið að gamni sínu, án nokkurrar raunverulegrar þarfar. Nú vil ég fjalla um þá, sem drepa annað saklaust og varnarlaus dýr, íslenzka refinn, af ótrúlegri grimmd og miskunnarleysi, líka án nokkurrar raunverulegrar þarfar, mest af peningalegri græðgi. Fégirni. Við skulum byrjar á grenjaveiðum: Yrðlingar fæðast um mánaðamótin apríl/maí, og hefjast grenjaveiðar í byrjun júni. Læða og steggur búa saman ævilangt, ef bæði lifa, og er steggur í því á daginn að færa björg í bú, meðan læða gætir og fæðir hvolpana. Veiðimenn leggjast í felur við greni, bíða komu steggs og skjóta. Þegar matarbirgðir þrjóta í greni, neyðist læða til að yfirgefa yrðlinga í fæðuleit. Þá er hún skotin. Eftir eru þá litlir yrðlingar, 4-5 vikna gamlir, eins og litlir hundshvolpar, og þegar hungurinn sverfur að, freista þeir þess, að fara úr greni. Þá eru þeir handsamaðir og barðir til dauða með steini eða skotnir. Sumir yrðlingar þráast við í greni, þrátt fyrir kvöl hungurs og einsemdar, og læða þá veiðimenn fótaboga inn í greni, sem er festur á snæri, og þegar boginn smellur, limlestir, jafnvel brýtur litinn fót, kippir veiðimaður í og lemur svo þessa litlu og hrjáðu veru til bana eða skýtur. Lesandi góður, búum við í nútímalegu menningarþjóðfélaginu, eða erum við föst í kolsvartri grimmd og miskunnarleysi miðalda? Er það, sem hér gerist, hluti af því þjóðfélagi, þeirri „siðmenningu“, sem við viljum búa okkur? Við skulum skoða aðeins stöðu og sögu íslenzka refsins, pólarrefsins: Pólarrefurinn, er einstök tegund refs, minni og öðruvísi byggður en rauðrefurinn, og kom hann til Íslands á ísöld. Hann er því fyrsta náttúrulega spendýrið, frumbygginn, hér. Í dag eru ekki nema 200-300 pólarrefir á hinum Norðurlöndunum, og eru þeir alfriðaðir. Engin hætta er talin stafa af pólarrefi fyrir umhverfi, lífríki eða búfénað, enda er hann lítið dýr, 3 til 5 kg að þyngd. Er hann minnsta undirtegund „hunda“. Pólarrefurinn er alæta, lifir á berjum, þangi, dýrahræum í fjöru og á landi, eggjum, hagmúsum, nagdýrum og fuglum. Hann hefur verið eðlilegur hlekkur lífskeðjunnar hér í árþúsundir. Þegar ær voru látnar bera lömb sín úti, voru brögð að því, að pólarrefurinn réðist á nýfædd lömb, einkum í harðæri, þá glorsoltinn, og fékk hann á sig það óorð að vera grimmdarseggur, dýrbítur, sem þó í raun var einfaldlega lífsbarátta dýrsins, spurningin um að lifa af. Árum saman hafa bændur hins vegar látið ær sínar bera í húsi, og varð það endir þess, að pólarrefurinn kæmist í bjargarlaus lömb. Umhverfissofnun hefur haldið úti fyrirspurnum um skaða af völdum refs, hjá sveitarfélögum og bændasamtökunum, í 9 ár, og hafa tilkynningar um skaða af völdum refs nánast engar verið. Það er því ekkert samhengi milli þess veiðiæðis og þeirra ofsókna, sem pólarrefurinn sætir, og þess tjóns, sem hann veldur, enda hefur Umhverfisstofnun, sem veiðunum stýrir, löngu viðurkennt, að forsendur fyrir núverandi refaveiðum séu með öllu brostnar. En, ofsóknirnar gegn pólarrefnum halda áfram, eins og stjórnlaus drápsmaskína, í nafni Umhverfisstofnunar og umhverfisráðherra. Ráðherra, nú Gulaugur Þór, sjálfur veiðimaður, virðist ekkert með þetta gera. Á árunum 2000-2019 voru 113.563 refir drepnir, þar af 38.420 litlir tófuhvolpar, yrðlingar. Flestir barðir til dauða með steini eða skotnir í tætlur með haglabyssu. Á árunum 2011-2020 greiddu sveitarfélög 983 milljónir, tæpan milljarð, til veiðimanna fyrir drápið á refum. Auðvitað eru það veiðimennirnir, drápspremían til þeirra, sem halda þessari stjórnlausu drápsmaskínu gangandi. Í júní 2021 átti undirritaður fund með forsvarsmönnum UST (Umhverfisstofunar), Sigrúnu Ágústsdóttur, forstjóra, og Skúla Þórðarsyni, sviðsstjóra, um þessar veiðar. Var ekki annað á þessu ágæta fólki að heyra, en, að þau væru mér sammála; þessar veiðar stæðust ekki með nokkru móti lengir. Það hefur þó ekkert gerzt; stjórnlaus drápsmaskínan malar áfram. Ein raka veiðimanna, sem UST virðist gleypa nokkuð, er, að, ef pólarrefurinn væri ekki veiddur með þeim hætti, sem nú er, myndi honum fjölga gífurlega; að um offjölgun stofnsins yrði að ræða. Varðandi þessa staðlausu stafi skirfaði ég UST eftirfarandi bréf í í marz 2023: Ég sendi ykkur ... skýrslu, Ester Rutar Unnsteinsdóttur, „Íslenzki melrakkinn“, ...frá 2021. Ef þið skoðið bls. ..., sjáið þið, að ref hefur ekki fjölgað í þeim tveimur friðlöndum, sem fyrir hendi eru, 1. á Hornströndum, 2. í Snæfellsjökulsþjóðgarinum, þrátt fyrir friðun, stofninn hefur frekast dregist saman, síðustu 2 áratugina!! Náttúran stýrir sér sjálf. Þegar ekki er veitt, fá ekki öll dýr aðgang að óðali, til að tímgast. Fleiri dýr verða geld... Pólarrefnum hefur, sem sagt, ekki fjölgða, þrátt fyrir áratuga friðun! Honum hefur fækkað í friðlöndum! Önnur bábilja veiðimanna er, að refurinn eyði mófugli, og því þurfi að halda stofni niðri með veiðum. Hér vantar nokkuð á skýra hugsun: Hvernig má það þá vera, að landið var fullt af mófugli, þegar land byggðist; menn settust hér fyrst að? Gott er jafnan að hugsa aðeins. Ég verð að lýsa yfir djúpum vonbrigðum og heykslan á því, að forráðamenn UST skuli ekkert hafa gert, í allan þennan tíma, til að leiðrétta og laga það mikla órétti, sem þau vita vel af og íslenzki refurinn sætir; stöðva þær ómannúðlegu, grimmilegu og óréttmætu ofsóknir, sem hann verður fyrir. Hvar er þeirra ábyrgðartilfinning og samvizka? Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar