„Áskorun að skapa sextíu þúsund ný störf“ Ekkert þak á endurgreiðslur rannsóknar- og þróunarkostnaðar og fjárfestar í foreldrahlutverki hjá nýsköpunaraðilum er meðal þess sem kemur fram í viðtölum Margrétar Kristínar Sigurðardóttur upplýsingafulltrúa SI í nýju blaði samtakanna um nýsköpun. Atvinnulíf 23. júní 2020 10:00
Teymið að baki QuizUp gefur út nýjan spurningaleik Íslenska tæknifyrirtækið Teatime, sem var stofnað af frumkvöðlunum sem stóðu að Plain Vanilla, sem gaf út spurningaleikinn QuizUp, hefur gefið út sinn fyrsta spurningaleik frá því að QuizUp fór sigurför um heiminn. Nýi leikurinn ber heitið Trivia Royale og er í formi smáforrits. Viðskipti innlent 19. júní 2020 15:45
Ungar konur leiða þróun á rafrænum ökuskírteinum Fyrirtækið Smart Solutions þróar nú rafræn ökuskírteini en 87,5% starfsmanna eru nú konur. Þær ætla sér að hrista upp í þeim staðalímyndum sem lita tækniheiminn og sprotafyrirtæki á Íslandi í dag. Viðskipti innlent 18. júní 2020 10:02
Ormar sem éta plast Ný rannsókn sýnir að ormar geta nýst vel til að eyða plasti. Atvinnulíf 15. júní 2020 10:00
Íslensk uppfinning dregur stórlega úr mengun og orkunotkun álvera Frumkvölafyrirtækið Actus Metals hefur í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands þróað tækni sem dregur verulega úr mengun og orkunotkun álvera. Tæknin leiðir að auki til þess að álverin framleiða súrefni í stað koltvísýrings. Innlent 12. júní 2020 20:16
Það er kominn tími á endurræsingu ferðaþjónustunnar, útgáfa 2.0 Fyrir lok mars setti Íslenski ferðaklasinn niður tillögu að áætlun um hvernig væri hægt að standa að endurræsingu ferðaþjónustunnar / Restart Tourism á grunni sjálfbærni, nýsköpunar og tækni. Skoðun 5. júní 2020 08:31
Góðir stjórnarhættir hafa þróast og eru klárir í nýsköpun Rannsóknir sýna að stjórnir félaga hafa ekki tekið umræðu um nýsköpun alvarlega en stjórnarhættir hafa þróast þannig að stjórnir eru tilbúnar til að taka þátt í því starfi segir Dr. Eyþór Ívar Jónsson forstöðumaður StjórnarAkademíunnar í fyrri hluta af tveimur greinum þar sem rætt er um hlutverk stjórna í nýsköpun og viðspyrnu. Atvinnulíf 4. júní 2020 09:00
Rótgróin fyrirtæki geta innleitt nýsköpun með viðhorfsbreytingu „Innleiðing nýsköpunarstefnu kallar á viðhorfsbreytingu og krefst þess að nýsköpun sé fundinn farvegur þvert á svið fyrirtækisins,“ segir Salóme Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Icelandic Startups sem hvetur rótgróin fyrirtæki til að læra af nýsköpunarumhverfinu. Atvinnulíf 3. júní 2020 13:00
Stjórnendur þurfa að skapa menningu sem leyfir tilraunir Ásta Þöll Gylfadóttir ráðgjafi hjá Advania segir stjórnendur spila lykilhlutverk ef það á að takast að virkja nýsköpun innan fyrirtækja. Atvinnulíf 3. júní 2020 11:00
„Nýsköpun er hverskonar breyting sem innleidd er á vinnustað sem skapar virði“ Myndræn framsetning hins opinbera á nýsköpunarstefnu sinni gæti nýst mörgum fyrirtækjum í atvinnulífinu nú þegar fyrirtæki leita nýrra sóknartækifæra. Atvinnulíf 3. júní 2020 09:00
Stórfyrirtæki hafa fengið hundruð milljóna króna skattaafslætti vegna nýsköpunar Össur, Alvotech, CCP, Advania, Brim og Marel eru meðal þeirra stórfyrirtækja hér á landi sem hafa fengið tugi til hundruði milljóna króna skattafslætti vegna nýsköpunar hér á landi síðustu ár. Ríkistjórnin hefur ákveðið að hækka skattaafsláttinn. Innlent 30. maí 2020 19:00
Bein útsending: Úrslitin ráðast í Hack The Crisis Nýsköpunarkeppninni Hack the Crisis Iceland lýkur á hádegi í dag. Vísir er með beina útsendingu frá verðlaunaafhendingunni. Viðskipti innlent 29. maí 2020 11:30
Fjárfesta í Meniga fyrir 1,3 milljarða Alþjóðlegar bankasamsteypur eru meðal þeirra sem hafa fjárfest í íslenska fjártæknifyrirtækinu Meniga fyrir 1,3 milljarða króna. Viðskipti innlent 28. maí 2020 10:05
Nýsköpun og landsbyggðin Á þessum alvarlegu óvissutímum, þessum óskýru tímum þegar nýjar og nýjar sviðsmyndir eru dregnar upp með fárra daga millibili er mikilvægt að týna ekki áttum í umrótinu, að líta upp og horfa til framtíðar. Skoðun 28. maí 2020 07:30
Íslenskir rapparar prýða snakkpoka Andlit tveggja íslenskra rappara prýða umbúðir Rappsnakks. Þó svo að það sé aðeins fáanlegt í gegnum Instagram seldist fyrsta sendingin upp. Viðskipti innlent 27. maí 2020 14:20
Ísland fær mikið fyrir peninginn þegar borskipið kemur að bora Tveir alþjóðaleiðangrar á borskipi, sem nú eru í undirbúningi, gætu orðið einhverjir dýrustu vísindaleiðangrar í sögu rannsókna við Ísland. Til stóð að borskipið kæmi í næsta mánuði en núna er ljóst að kórónufaraldurinn raskar tímaáætlun skipsins. Innlent 22. maí 2020 09:38
Nýsköpunarvikan í Reykjavík 30. september - 7. október Plástrar úr fiskroði, sódavatn úr sjó, sálfræðiþjónusta með stuðningi gervigreindar, hringur á fingri sem framlenging hljóðfæris, notkun hjálpargreindar í baráttunni gegn peningaþvætti, íslenskt wasabi og lengi mætti áfram telja. Þetta hljómar kannski eins og dystópísk framtíðarsýn en allt eru þetta starfandi fyrirtæki sprottin úr íslensku hugviti. Skoðun 21. maí 2020 11:30
Ert þú með lausn fyrir landbúnað? Til sjávar og sveita leitar að frumkvöðlum Viðskiptahraðallinn Til sjávar og sveita leitar að frumkvöðlum með hugmyndir um nýtingu íslenskra auðlinda og vöruþróun. Umsóknarfrestur er til 15. júní. Samstarf 21. maí 2020 09:30
Fólkið stjórni tækninni en ekki tæknin fólkinu Ráðherrar kynntu áherslur ríkisstjórnarinnar hvað lítur að stuðningi við tækni, vísindi og nýsköpun í gegnum svokallaða markáætlun á blaðamannafundi í dag. Innlent 20. maí 2020 20:00
Hökkum krísuna Ég þreytist aldrei á að minna okkur öll á mikilvægi þess að knýja á um nýsköpun og nýjar lausnir til að geta brugðist hratt við óvæntum áskorunum í samfélaginu. Við þurfum stöðugt að stokka spilin og spyrja nýrra spurninga. Virkja hugvitið og þekkingu til nýrra lausna. Skoðun 20. maí 2020 12:00
Bein útsending: Aðgerðir fyrir nýsköpun og vísindi „Út úr kófinu: vísindi, nýsköpun og áskoranir framtíðarinnar“ er yfirskrift blaðamannafundar sem forsætisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra boða til í dag. Viðskipti innlent 20. maí 2020 11:15
Bjóða fólki að læra nýsköpun á netinu Háskólinn í Reykjavík hefur sett allt námsefni námskeiðsins Nýsköpun og stofnun fyrirtækja á netið og bjóða forsvarsmenn skólans landsmönnum að læra nýsköpun á netinu. Innlent 18. maí 2020 17:44
Aukinn áhugi á samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð sem verður lögð niður Ásókn í samstarf við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur aukist á undanförnum mánuðum eftir að kórónuveiru faraldurinn hófst. Forstjórinn segir að verkefnum verði fundinn nýr farvegur þegar stofnunin verður lögð niður um næstu áramót. Innlent 16. maí 2020 19:30
Hugverk eru heimsins gæfa Í óvissunni og umrótinu sem hafa einkennt heimsbyggðina síðustu mánuði felast ýmis tækifæri. Öll höfum við fylgst með því hvernig ástandið hefur kallað fram nýjar hugmyndir, flýtt fyrir margs konar þróun og kannski öðru fremur sýnt okkur hvers maðurinn er megnugur frammi fyrir bráðavanda. Skoðun 16. maí 2020 09:00
Öflugt samstarf norrænna Fab Lab smiðja Stafrænar Fab Lab smiðjur eru mikilvægar við framkvæmd nýsköpunarstefnu og smiðjurnar hafa hlutverki að gegna í þróun iðnaðarstefnu. Skoðun 16. maí 2020 08:00
Samtök sprotafyrirtækja fagna skrefum stjórnvalda í þágu nýsköpunar Á Íslandi eru framúrskarandi tæknifyrirtæki sem mörg eru búin að vera í örum vexti undanfarin ár, svo sem Nox Medical, Vaki, Valka, Orf Líftækni og CCP svo einhver séu nefnd. Skoðun 12. maí 2020 08:30
Límtrésbitar úr íslensku timbri Nytjaskógrækt á sér ekki langa sögu á Íslandi en nú bendir margt til að á næstu áratugum verði hér hægt að byggja upp blómlegan timburiðnað með sjálfbærri skógrækt og sterkum innviðum. Skoðun 9. maí 2020 08:00
Róbótar vinna erfiðisverkin Carlos Mendoza skrifar um öruggt starfsumhverfi og bætta framleiðslustýringu með róbótum. Skoðun 8. maí 2020 12:00
Algengar ástæður þess að frumkvöðlafyrirtæki lifa ekki af fyrstu tvö árin Næstu misseri verður mikilvægt að hvetja fólk til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd, þar á meðal að stofna sín eigin fyrirtæki. Sumir munu sjá tækifæri til að láta gamlan draum rætast á meðan aðrir eru frumkvöðlar í eðli sínu og mæta breyttum heimi með nýjum hugmyndum. Atvinnulíf 8. maí 2020 11:00
Nike andlitshlífar búnar til á tveimur vikum Andlitshlífar Nike fyrir heilbrigðisstarfsmenn er eitt af fjölmörgum nýsköpunarverkefnum sem orðið hafa að veruleika á tímum kórónuveirunnar. Mun kraftur nýsköpunar, lausna og sveigjanleika lifa heimsfaraldurinn af? Atvinnulíf 7. maí 2020 11:00