71 sótti um starf framkvæmdastjóra Orkídeu Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. ágúst 2020 09:01 Stefanía G. Halldórsdóttir er framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar og stjórnarformaður Orkídeu. Vísir/Vilhelm „Við erum ánægð með hversu margir hafa áhuga á þessu og það er ljóst að það er mikil þekking á þessu sviði í landinu,” segir Stefanía Guðrún Halldórsdóttir stjórnarformaður Orkídeu og framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar Landsvirkjunar aðspurð um viðtökur fólks við auglýsingu Orkídeu eftir framkvæmdastjóra nýverið. Alls sóttu 71 einstaklingur um starfið en umsóknarfrestur rann út þann 14.ágúst síðastliðinn. Þá er einnig verið að ráða í starf rannsóknar- og þróunarstjóra hjá Orkídeu. Verkefninu Orkídea var ýtt úr vör í júlí með undirritun samnings samstarfsaðila sem tryggja reksturinn fyrstu fimm árin. Að verkefninu standa Landsvirkjun, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóli Íslands og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. „Samstarfsaðilar munu allir leggja til framlag í verkefnið ýmist í formi fjármagns, vinnu eða aðstöðu sem hljómar upp á rúmlega 180 milljónir,“ segir Stefanía en stefnt er að því að verkefnið muni standa undir sér fjárhagslega innan fimm ára. Eitt meginmarkmið Orkídeu er að auka á verðmætasköpun í matvælaframleiðslu og gera framleiðsluna umhverfisvænni og samkeppnishæfari á alþjóðavísu. Ég held að það séu flestir sammála um að það séu miklar breytingar fyrirsjáanlegar á matvælamörkuðum. Krafan um sjálfbærni og hreinleika er alltaf að aukast og þar henta aðstæður á Íslandi einkar vel, enda höfum við alveg einstakan aðgang að endurnýjanlegum orkugjöfum. Tæknivæðing í matvælaframleiðslu gerir það til dæmis að verkum að hægt er að hafa ræktun í stýrðu umhverfi, þar sem orka og vatn leika lykilhlutverk. Ég held þess vegna að það sé alveg óhætt að gera ráð fyrir því að aukinn grundvöllur myndist fyrir útflutningi á matvælum sem unnin eru á loftslags- og umhverfisvænan máta hér á landi. Í hversu miklum mæli verður tíminn að leiða í ljós, en þetta eru spennandi tímar,“ segir Stefanía. Orkídia varð til í kjölfar samtals Landsvirkjunar við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga. Mynd tekin í Friðheimum á Suðurlandi.Vísir/Atli Ísleifsson Græn orka og nýsköpun Nafnið Orkídea er tilvísun í græna orku og nýrra hugmynda (e.idea) og er eitt af meginmarkmiðum Orkídeu er nýsköpun. Meðal verkefna í þeim efnum er nýsköpunarhraðall í samstarfi við Icelandic Startups sem mun einblína á matvælaframleiðslu og líftækni. Að sögn Stefaníu verður auglýst eftir hugmyndum í þennan hraðal í haust. Stefanía segir mikla þróun vera í matvælageiranum og það sama megi segja um tækniþróun. „Matvælakerfið er að breytast, óskir neytenda eru að breytast sem og framleiðsluaðferðir matvæla.Þegar við nefnum hátæknimatvælaframleiðslu erum við að vísa til garðyrkju og ræktunar,“ segir Stefanía og bætir við Sem dæmi má nefna lóðréttan landbúnað, þörungaræktun, fiskeldi á landi, ýmis konar aðra matvælaframleiðslu í stýrðu umhverfi og áframvinnslu hráefnis sem á uppruna á svæðinu. Slík framleiðsla er orkufrek og þess vegna er Ísland, land endurnýjanlegrar orku, tilvalinn staður til þess að byggja upp slíka framleiðslu.“ En hvers vegna Suðurland? „Við höfum verið í samtali við Samtök sunnlenskra sveitafélaga um samstarf í nokkurn tíma og Landsvirkjun sá mikil tækifæri til samstarfs á Suðurlandi þar sem það svæði hefur verið í fararbroddi í matvælaframleiðslu á Íslandi og mikil þekking og reynsla í geiranum hefur myndast þar,“ segir Stefanía. Hún segir verkefnið einnig haldast í hendur við megináherslur nýrrar sóknaráætlunar Suðurlands þar sem lögð er áhersla á nýsköpun í orkunýtingu sem byggir á gæðum og hreinleika með það fyrir augum að auka á nýsköpun og veltu í matvælaframleiðslu á svæðinu og efla rannsóknir og þróun atvinnulífs. „Við sáum tækifæri til að vinna með öflugum aðilum sem vilja byggja upp nýsköpunarumhverfi í sjálfbærri hátæknimatvælaframleiðslu sem við höfum mikla trú á að verði mikilvæg atvinnugrein til framtíðar,“ segir Stefanía að lokum. Nýsköpun Starfsframi Vinnumarkaður Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
„Við erum ánægð með hversu margir hafa áhuga á þessu og það er ljóst að það er mikil þekking á þessu sviði í landinu,” segir Stefanía Guðrún Halldórsdóttir stjórnarformaður Orkídeu og framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar Landsvirkjunar aðspurð um viðtökur fólks við auglýsingu Orkídeu eftir framkvæmdastjóra nýverið. Alls sóttu 71 einstaklingur um starfið en umsóknarfrestur rann út þann 14.ágúst síðastliðinn. Þá er einnig verið að ráða í starf rannsóknar- og þróunarstjóra hjá Orkídeu. Verkefninu Orkídea var ýtt úr vör í júlí með undirritun samnings samstarfsaðila sem tryggja reksturinn fyrstu fimm árin. Að verkefninu standa Landsvirkjun, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóli Íslands og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. „Samstarfsaðilar munu allir leggja til framlag í verkefnið ýmist í formi fjármagns, vinnu eða aðstöðu sem hljómar upp á rúmlega 180 milljónir,“ segir Stefanía en stefnt er að því að verkefnið muni standa undir sér fjárhagslega innan fimm ára. Eitt meginmarkmið Orkídeu er að auka á verðmætasköpun í matvælaframleiðslu og gera framleiðsluna umhverfisvænni og samkeppnishæfari á alþjóðavísu. Ég held að það séu flestir sammála um að það séu miklar breytingar fyrirsjáanlegar á matvælamörkuðum. Krafan um sjálfbærni og hreinleika er alltaf að aukast og þar henta aðstæður á Íslandi einkar vel, enda höfum við alveg einstakan aðgang að endurnýjanlegum orkugjöfum. Tæknivæðing í matvælaframleiðslu gerir það til dæmis að verkum að hægt er að hafa ræktun í stýrðu umhverfi, þar sem orka og vatn leika lykilhlutverk. Ég held þess vegna að það sé alveg óhætt að gera ráð fyrir því að aukinn grundvöllur myndist fyrir útflutningi á matvælum sem unnin eru á loftslags- og umhverfisvænan máta hér á landi. Í hversu miklum mæli verður tíminn að leiða í ljós, en þetta eru spennandi tímar,“ segir Stefanía. Orkídia varð til í kjölfar samtals Landsvirkjunar við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga. Mynd tekin í Friðheimum á Suðurlandi.Vísir/Atli Ísleifsson Græn orka og nýsköpun Nafnið Orkídea er tilvísun í græna orku og nýrra hugmynda (e.idea) og er eitt af meginmarkmiðum Orkídeu er nýsköpun. Meðal verkefna í þeim efnum er nýsköpunarhraðall í samstarfi við Icelandic Startups sem mun einblína á matvælaframleiðslu og líftækni. Að sögn Stefaníu verður auglýst eftir hugmyndum í þennan hraðal í haust. Stefanía segir mikla þróun vera í matvælageiranum og það sama megi segja um tækniþróun. „Matvælakerfið er að breytast, óskir neytenda eru að breytast sem og framleiðsluaðferðir matvæla.Þegar við nefnum hátæknimatvælaframleiðslu erum við að vísa til garðyrkju og ræktunar,“ segir Stefanía og bætir við Sem dæmi má nefna lóðréttan landbúnað, þörungaræktun, fiskeldi á landi, ýmis konar aðra matvælaframleiðslu í stýrðu umhverfi og áframvinnslu hráefnis sem á uppruna á svæðinu. Slík framleiðsla er orkufrek og þess vegna er Ísland, land endurnýjanlegrar orku, tilvalinn staður til þess að byggja upp slíka framleiðslu.“ En hvers vegna Suðurland? „Við höfum verið í samtali við Samtök sunnlenskra sveitafélaga um samstarf í nokkurn tíma og Landsvirkjun sá mikil tækifæri til samstarfs á Suðurlandi þar sem það svæði hefur verið í fararbroddi í matvælaframleiðslu á Íslandi og mikil þekking og reynsla í geiranum hefur myndast þar,“ segir Stefanía. Hún segir verkefnið einnig haldast í hendur við megináherslur nýrrar sóknaráætlunar Suðurlands þar sem lögð er áhersla á nýsköpun í orkunýtingu sem byggir á gæðum og hreinleika með það fyrir augum að auka á nýsköpun og veltu í matvælaframleiðslu á svæðinu og efla rannsóknir og þróun atvinnulífs. „Við sáum tækifæri til að vinna með öflugum aðilum sem vilja byggja upp nýsköpunarumhverfi í sjálfbærri hátæknimatvælaframleiðslu sem við höfum mikla trú á að verði mikilvæg atvinnugrein til framtíðar,“ segir Stefanía að lokum.
Nýsköpun Starfsframi Vinnumarkaður Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira