Cocoa Puffs snýr aftur í verslanir Cocoa Puffs er væntanlegt aftur í verslanir á næstu dögum en morgunkornið hvarf af íslenskum markaði í byrjun seinasta árs. Uppskrift súkkulaðikúlnanna hefur nú verið breytt og er fyrsta sendingin þegar komin til landsins að sögn umboðsaðila. Viðskipti innlent 24. maí 2022 09:07
Samkeppnin ógnar sumum! Horfur eru á að samkeppni aukist enn á þeim markaði sem Nýja vínbúðin starfar, líkt og í nýlegri umfjöllun Viðskiptablaðsins er bent á að komi fram sem sérstakur áhættuþáttur í útboðslýsingu fyrir væntanlegt útboð Ölgerðarinnar. Skoðun 21. maí 2022 09:31
Verðhækkanir á hrávöru hafa áhrif á íslensk fyrirtæki Heimsmarkaðsverð á fóðri og hráefnum hefur hækkað um 43 prósent á rúmu ári og um 23 prósent síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Framkvæmdastjóri Reykjagarðs segir erfitt vera að gera áætlanir fram í tímann þegar óvissan er allsráðandi. Innlent 21. maí 2022 08:12
Fasteignasalar fúlir út í doktorsnema vegna tals um feita söluþóknun Fasteignaverð er í hæstu hæðum. Afleidd áhrif eru þau að söluþóknun fasteignasala, sem er prósentutala, hefur þar með rokið upp úr öllu valdi. Fasteignasalar margir vilja þó ekki kannast við að þeir séu að maka krókinn. Innlent 19. maí 2022 11:31
Er verið að njósna um þig? Aðalfundur Neytendasamtakanna samþykkti í lok síðasta árs ályktun þar sem íslensk stjórnvöld voru hvött til að tryggja stafræn réttindi neytenda á veraldarvefnum og til að beita sér fyrir banni við netauglýsingum sem byggja á persónusniði og eftirliti með notendum, svonefndum njósnaauglýsingum. Skoðun 18. maí 2022 08:00
Svínað á neytendum Innflutningur tollfrjálsra búvara frá ríkjum Evrópusambandsins eflir samkeppni á íslenzkum búvörumarkaði og stuðlar að lægra verði til neytenda. Eða það var að minnsta kosti meiningin, þegar þáverandi ráðherrar utanríkis- og landbúnaðarmála gerðu samning við Evrópusambandið árið 2015 um að stækka gagnkvæmar innflutningsheimildir án tolla, svokallaða tollkvóta. Skoðun 16. maí 2022 11:31
Pylsan kostar nú 600 krónur hjá Bæjarins beztu Pylsuvagninn Bæjarins beztu hefur hækkað verðið á pylsum og nú kostar ein pylsa með öllu 600 krónur. Verðið hækkaði fyrir tæpri viku síðan og hefur á einu og hálfu ári hækkað um 130 krónur. Neytendur 13. maí 2022 23:44
Bílabúð Benna fær ekki að áfrýja og þarf að greiða milljónir Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Bílabúðar Benna um áfrýjun á máli er varðar gallaða Porsche bifreið. Bifreiðasalan þarf að greiða milljónir vegna riftunar á kaupsamningi. Innlent 12. maí 2022 18:53
Neitar að láta Costco hafa sig enn og áfram að fífli Þórður Már Jónsson lögmaður segir að undanfarið hafi runnið á sig tvær grímur hvað varðar að versla í Costco. Hann segir að nú sé svo komið að honum líði sem verið sé að hafa sig að fífli. Neytendur 11. maí 2022 13:52
Oft um þúsund króna munur á hæsta og lægsta kílóaverðinu af fiski Oft var töluverður munur á kílóverði af fiskmeti í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmd var miðvikudaginn 4. maí. Algengast var að 20 til 40 prósenta munur væri á kílóverði af fiski í könnuninni. Neytendur 11. maí 2022 12:52
Munu krefjast þess að vaxtahækkanir verði bættar launafólki í kjaraviðræðum Formaður stéttarfélagsins VR segir glórulaust að Seðlabanki Íslands hafi ákveðið að bregðast við hækkandi húsnæðisverði og innfluttri verðbólgu með hækkun stýrivaxta. Hann segir verkalýðshreyfinguna munu gera kröfu um að hækkun stýrivaxta verði bætt upp í gerð komandi kjarasamninga. Neytendur 4. maí 2022 20:08
Leikskólagjöld hækkað hjá sautján af tuttugu sveitarfélögum Leikskólagjöld hafa hækkað sautján af tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Þetta kemur fram í nýbirtri úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum. Viðskipti innlent 4. maí 2022 19:51
Banna bílasölum að auglýsa tilboð á notuðum bílum án fyrra verðs Neytendastofa hefur bannað bílasölunum Bílakaupum ehf. og Netbílum ehf. að auglýsa tilboð á notuðum bílum án þess að tilgreina fyrra verð. Þetta er gert eftir að bílasölurnar brugðust ekki við erindum stofnunarinnar og gerðu ekki úrbætur á vefsíðum sínum. Neytendur 4. maí 2022 13:03
Segir sorglegt að lífeyrissjóðir standi með stórfyrirtækjum en ekki launafólki Formaður Starfsgreinasambandsins segir skökku skjóta við að lífeyrissjóðirnir, sem eigi stærstan hlut í öllum helstu matvöruverslunum landsins, skuli ekki mótmæla hækkandi matvöruverði. Hækkandi vöruverð komi helst niður á neytendum, launafólki sem eigi sjóðina. Neytendur 3. maí 2022 17:53
Greiða sér út rúma tvo milljarða í arð en vara við enn meiri verðhækkunum ASÍ segir það skjóta skökku við að matvöruverslanir hækki verð á vörum sínum á sama tíma og þær skili inn margra milljarða króna hagnaði. Eigendur Haga stefna að því að greiða sér út tvo milljarða í arð í ár. Viðskipti innlent 3. maí 2022 12:53
Segir hækkanir hjá matvöruverslunum furðulegar þegar þær skili milljarða hagnaði Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir það skjóta skökku við að matvöruverslanir séu að hækka verð á vörum á sama tíma og tilkynnt hafi verið um margra milljarða króna hagnað hjá þessum sömu fyrirtækjum. Neytendur 2. maí 2022 19:47
Hækkun stýrivaxta skili aðeins „verri kjörum og verri stöðu heimilanna“ Stýrivexti gætu hækkað um allt að eitt prósentustig í vikunni ef spár bankanna ganga eftir. Formaður VR segir slíkt koma sér gríðarlega illa fyrir heimilin í landinu og biðlar til peningastefnunefndar að finna aðrar leiðir. Viðskipti innlent 2. maí 2022 19:01
Sekt vegna ólögmætrar teppaútsölu lækkuð í eina milljón króna Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur lækkað þriggja milljóna króna stjórnvaldssekt sem lögð var á Cromwell Rugs ehf. á síðasta ári niður í eina milljón króna. Félagið auglýsti í fyrra „krísu-útrýmingarsölu“ á handofnum persneskum teppum, sem féll í grýttan jarðveg. Viðskipti innlent 27. apríl 2022 12:58
Fyrrverandi starfsmenn Bensinlaus.is saka stjórnendur um svik Fyrrverandi starfsmenn bílasölunnar Bensinlaus.is saka æðstu stjórnendur fyrirtæksins um að selja bifreiðar sem þeir vita að eru ekki til og ellilífeyrisþegi sem greiddi nær 8 milljónir fyrir nýjan Ford Mustang fyrir þremur mánuðum, hefur hvorki fengið bíl né svör. Viðskipti innlent 22. apríl 2022 07:17
Bæta upp fyrir lokaða Vínbúð með heimsendingu áfengis Þeir sem sýndu ekki nauðsynlega fyrirhyggju í aðdraganda páska og keyptu vín geta reitt sig á þjónustu danskrar vefverslunar með áfengi , sem þó er alfarið með starfsemi á Íslandi. Viðskipti innlent 14. apríl 2022 14:20
Innkalla súkkulaðiegg korter í páska vegna salmonellu Ákveðið hefur verið að innkalla öll tuttugu gramma Kinder súkkulaðiegg vegna gruns um sýkingar af völdum salmonellu hjá fólki. Einungis sex dagar eru síðan sams konar egg í afmarkaðri framleiðslulotu voru innkölluð. Neytendur 12. apríl 2022 17:54
Um helmingur landsmanna vill léttvín og bjór í búðir Um helmingur landsmanna vill að heimilt sé að selja léttvín og bjór í matvöruverslunum á Íslandi. Aðeins um 22 prósent vilja að sterkt áfengi verði til sölu í matvöruverslunum. Neytendur 12. apríl 2022 13:38
Við þurfum að tala um njósnahagkerfið Það getur verið ósköp þægilegt að rafrænar sokkaauglýsingar birtist manni eins og uppúr þurru, jafnvel áður en maður gerir sér grein fyrir gatinu sem komið er á þá sem maður klæddist í morgun. En hvernig gerist það og hver er kostnaðurinn? Skoðun 11. apríl 2022 18:00
Matvælaframleiðendur plata neytendur þegar verðbólga eykst Verðbólgudraugurinn er kominn á stjá á meginlandi Evrópu. Verðbólgan á Spáni mældist 9,8% í síðasta mánuði og hefur ekki verið meiri í tæp 37 ár. Mörg fyrirtæki grípa í æ meira mæli til þess að minnka pakkningar og magn í stað þess að hækka vöruverð. Erlent 9. apríl 2022 14:28
Ekki allir sáttir með að geta ekki lengur keypt ávexti eftir vigt Ekki er lengur hægt að versla grænmeti eða ávexti í Krónunni eftir vigt og eru slíkar vörur nú einungis afgreiddar í stykkjatali. Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir að verslunarkeðjan sé með þessu að aðlagast tækniþróun og feta í fótspor verslana á Norðurlöndunum. Neytendur 8. apríl 2022 20:21
Íslendingar eyddu tveimur milljörðum í skipulögð ferðalög í mars Íslendingar eyddu að minnsta kosti tveimur milljörðum króna í skipulagðar utanlandsferðir í marsmánuði. Það er sexfallt meiri upphæð en í sama mánuði í fyrra. Neytendur 7. apríl 2022 22:20
Fá milljónir frá ríkinu vegna ofrukkunar á eftirlitsgjaldi á raftæki Landsréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að endurgreiða ELKO tæpar nítján milljónir króna, auk vaxta og dráttarvaxta, vegna of hárrar skattainnheimtu vegna sérstaks eftirlitsgjalds á raftæki þar sem ekki hafði verið sýnt fram á eftirlitsvinna hafi verið í samræmi við gjöld. Viðskipti innlent 7. apríl 2022 10:34
Kalla inn Kinder egg vegna gruns um salmonellu Ferreri Scandinavia AB í Svíþjóð og Aðföng hafa ákveðið að taka úr sölu og innkalla Kinder Surprise í tveimur pakkningastærðum. Annars vegar 20 gramma stök egg og þriggja stykkja pakkningu með 20 gramma eggjum. Neytendur 6. apríl 2022 21:12
Borgarstjóri lofar einni til tveimur Vínbúðum í miðbænum Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fullyrðir að áfram verði verslun á vegum ÁTVR í miðborg Reykjavíkur. Vínbúðinni í Austurstræti verði ekki lokað nema ein til tvær aðrar minni verslanir hafi verið opnaðar í miðbænum. Neytendur 6. apríl 2022 10:54
Sláturfélag Suðurlands innkallar Twix og Bounty ís Sláturfélag Suðurlands, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Twix og Bounty ís. Neytendur 5. apríl 2022 16:24