Dökku litirnir horfnir: „Finnst þetta bara vera léleg afsökun“ Vala Emanuela Reynisdóttir upplifir erfiðleika við að finna förðunarvörur sem henta sér hér á landi. Vala, sem er dökk á hörund, segist hingað til hafa geta keypt sér farða sem hentar en nú sé búið að taka þá úr sölu. Framkvæmdastjóri Danól segir fyrirtækið alltaf hafa fjölbreytileika í huga. Neytendur 5. nóvember 2022 09:00
Kostulegt myndasafn úr Góða hirðinum: „Ég er náttúrulega bara áhrifavaldur“ Í Íslandi í dag kynnumst við Maríu Hjálmtýsdóttur, kennara sem fer í Góða hirðinn nær daglega til að kanna hvort hún finni eitthvað að viti. Um leið og hún gengur tekur hún oft myndir sem rata í gífurlega vinsælan hóp hennar: „Hver hendir svona?“ Neytendur 4. nóvember 2022 09:29
Þetta hækkar hjá Reykjavíkurborg um áramótin Verð á sorphirðu, skólamáltíðum og árskorti í sund hjá Reykjavíkurborg mun hækka um áramótin. Borgarfulltrúi minnihlutans hefði viljað frysta gjaldskrárhækkanir sem snúa að frístundastarfi í ljósi verðbólgu. Innlent 3. nóvember 2022 21:30
Betra er brjóstvit en bókvit Það styttist í jólin. Verslanir keppast því við að fylla hillur af nýprentuðum bókum. Vísir fjallaði um málið í vikunni þar sem sagði að verð á bókum hækki með hverju ári og bókin stefni í að kosta tæplega átta þúsund krónur, að jafnaði. Skoðun 28. október 2022 13:01
Afhjúpaði gróðavænlegasta lukkuhjól borgarinnar Júlíus Þór Björnsson Waage, Akureyringur í verkfræðinámi í Reykjavík, hefur unnið mikið tölfræðilegt afrek í frítíma sínum að undanförnu, sem er að skrásetja tölfræðilega möguleika á vinningum í lukkuhjólunum á öldurhúsum Reykjavíkur. Lífið 28. október 2022 08:40
Landsbankinn hagnast um 11,3 milljarða á árinu Landsbankinn hagnaðist um 11,3 milljarða á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins, þar af um 5,8 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi. Viðskipti innlent 27. október 2022 12:51
Sykur í sykurlausum Opal Mistök við pökkun hjá Nóa Síríus olli því að sykraðir opalmolar enduðu í pakka ætluðum sykurlausum opal. Neytendur 26. október 2022 20:10
Bílaleiga þarf að endurgreiða viðskiptavini útlagðan viðgerðarkostnað Íslenskri bílaleigu hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum 250 þúsund krónur sem honum hafði verið gert að greiða vegna viðgerðarkostnaðar eftir að hann skilaði bílnum í lok leigutímans. Deilan sneri að skemmdum á undirvagni sem bílaleigan taldi viðskiptavininn hafa valdið með því að aka yfir stórgrýti. Neytendur 26. október 2022 08:00
Fær hótelnætur endurgreiddar eftir höfnun í móttökunni Fyrirtæki sem rekur hótel hérlendis hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum andvirði fjögurra hótelnótta eftir að hafa meinað honum að dvelja á hótelinu þegar hann mætti til dvalarinnar. Fyrirtækið vísaði þar til þess að upplýsingar hefðu borist um að viðskiptavinurinn væri með Covid-19. Neytendur 25. október 2022 11:33
Símtöl til Bretlands geta kostað formúu ef menn passa sig ekki Brexit hefur þegar haft ýmis áhrif á Bretland og á þá sem eiga í samskiptum við breska heimsveldið. Ef menn passa sig ekki gæti kostað skildinginn að tala í síma á Bretlandseyjum. Neytendur 24. október 2022 10:49
Meint íslenskt óveður reynst dýrkeypt fyrir Vueling Spænska flugfélagið Vueling hefur þurft að greiða um sjötíu farþegum flugfélagsins samtals rúmlega fimm milljónir króna í skaðabætur vegna flugferða á vegum félagsins sem var ýmist seinkað eða aflýst vegna veðurs hér á landi. Í öllum tilvikum var það metið svo að veðrið hafi ekki átt að hafa áhrif á ferðir félagsins. Viðskipti innlent 23. október 2022 10:00
Neitað um gistingu vegna Covid og fékk endurgreitt Hóteli hefur verið gert að endurgreiða ferðamanni rúmar 340 evrur vegna gistingar. Hótelið neitaði manninum um gistingu vegna þess að hann var smitaður af kórónuveirunni. Á þeim tímapunkti hafði öllum sóttavarnaraðgerðum verið aflétt. Innlent 22. október 2022 12:54
Arion hækkar vexti innlána og annarra útlána en íbúðalána Arion banki hefur hækkað vexti á innlánum og öllum útlánum fyrir utan íbúðalán. Hækkunin á kjörvöxtum tekur í gildi eftir þrjátíu daga en vextir yfirdráttarlána og innlána breytast á morgun. Viðskipti innlent 21. október 2022 11:27
Alicante-farar fá engar bætur eftir að Play flaug með leiguflugvél í stað Airbus Fjórir viðskiptavinir Play fá engar skaðabætur úr hendi flugfélagsins eftir að það neyddist til að notast við leiguflugvél í áætlunarflugi til Alicante á Spáni í júní síðastliðnum. Hópurinn kvartaði þar sem hann taldi að um niðurfærslu í flugi væri að ræða og að þau hafi borgað fyrir að fljúga með Airbus-vél flugfélagsins. Neytendur 21. október 2022 10:49
Heimkaup að meðaltali lengst frá lægsta verði Heimkaup var að meðaltali lengst frá lægsta verði í verðkönnun verðlagseftirltis ASÍ á matvöru. Bónus var oftast með lægsta verðið. Neytendur 20. október 2022 10:54
Frekari merki kólnunar á fasteignamarkaði Fasteignamarkaðurinn heldur áfram að kólna en verulega hefur dregið úr hlutfalli íbúða sem seljast yfir ásettu verði. Meðal kaupverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að lækka. Viðskipti innlent 19. október 2022 07:35
Innkalla Kalk + Magnesíum frá Gula miðanum Heilsa hefur að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum fæðubótarefnið Kalk+Magnesíum frá Gula miðanum. Viðskipti innlent 18. október 2022 13:41
Vildu fá fjögur þúsund krónur en þurfa að greiða 372 þúsund Kona þarf ekki að greiða 4.580 krónur líkt og fyrirtækið Fresco 48 ehf. sem rekur veitingastaðinn Fresco hafði krafið hana um. Þess í stað þarf fyrirtækið að greiða málskostnað konunnar sem var 372 þúsund krónur. Viðskipti innlent 18. október 2022 12:56
Telur umræðu um aukna greiðslubyrði á villigötum Umræða um aukna greiðslubyrði lána sem bera breytilega vexti er á villigötum að mati Rannveigar Sigurðardóttur varaseðlabankastjóra. Hún segir mjög algengt að þeir sem hafi tekið slík lán hafi blandað þeim saman við verðtryggð lán, sem mildi áhrif. Tilbúin dæmi sem sýni miklar hækkanir á greiðslubyrði slíkra lána segi ekki alla söguna. Viðskipti innlent 18. október 2022 12:06
Heimila samruna Haga og Eldum rétt Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Haga á öllu hlutafé í Eldum rétt ehf. án íhlutunar. Viðskipti innlent 18. október 2022 07:29
Brot gegn persónuverndarlögum misnotkun á markaðsráðandi stöðu? Tæknirisar nútímans hafa umtalsverðan markaðsstyrk og viðskiptamódel þeirra grundvallast að miklu leyti á söfnun persónuupplýsinga Skoðun 17. október 2022 16:00
Mikilvægt að huga að íslensku í auglýsingum Á árunum 1993 til 2005 hafa 35 mál verið tekin fyrir hjá neytendastofu vegna tungumáls í auglýsingum sem beint er til íslenskra neytenda. Samkvæmt lögum skulu þesskonar auglýsingar vera á íslensku. Eitt slíkt mál er nú til skoðunar hjá neytendastofu en aðeins hafa átta mál verið tekin fyrir síðan 2005. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra segir beitingu laga mikilvæga í þessum efnum. Neytendur 16. október 2022 14:23
Íslandsbanki hækkar vexti Íslandsbanki mun hækka vexti um allt að 0,25 prósentustig á mánudaginn vegna ákvörðunar Seðlabanka Íslands um að hækka stýrivexti. Viðskipti innlent 14. október 2022 22:05
Löng röð myndaðist á lagersölu í Síðumúla Löng röð fólks myndaðist í Múlunum í Reykjavík um miðjan dag í dag og hefur annað eins ekki sést síðan sýnatökur stóðu sem hæst í heimsfaraldri kórónuveirunnar. Viðskipti innlent 14. október 2022 14:01
Arion banki hækkar vexti Arion banki hefur hækkað vexti óverðtryggðra og verðtryggðra íbúðalána frá og með deginum í dag. Bankinn fylgir því fordæmi Landsbankans sem hækkaði vexti fyrr í vikunni. Viðskipti innlent 14. október 2022 10:20
Pappaskeiðarnar heyra brátt sögunni til Eftir áramót verður hvorki boðið upp á plast- né pappaskeiðar með skyri og öðrum mjólkurvörum frá MS. Markaðsstjóri MS hvetur verslanir til að bjóða upp á skeiðar í verslunum í staðinn. Neytendur 13. október 2022 11:52
Spá því að verðbólga haldi áfram að minnka Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,3 prósent hækkun á vísitölu neysluverðs í októbermánuði. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan minnka úr 9,3 prósentum í 9,0 prósent. Það yrði þá þriðji mánuðurinn í röð sem verðbólga minnkar og telur deildin að verðbólga hafi náð hámarki. Neytendur 13. október 2022 11:25
Ólafur Stephensen og Kaupfélag Skagfirðinga Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, Ólafur Stephensen, segist vera hættur að versla við fyrirtæki í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Ástæðan að sögn er sú að einn starfsmaður Kaupfélagsins er heiðurskonsúll/ræðismaður Rússlands á Íslandi. Skoðun 12. október 2022 09:30
Landsbankinn hækkar vexti Landsbankinn hefur ákveðið að hækka vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,25 prósentustig. Sama hækkun er herð á breytilegum vöxtum verðtryggðra íbúðalána. Fastir vextir nýrra óverðtryggðra íbúðalána verða óbreyttir en fastir vextir verðtryggðra íbúðalána hækka um 0,30 prósentustig. Viðskipti innlent 11. október 2022 16:52
Hættur að versla við KS vegna stríðsins Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segist vera hættur að versla við veitingastaði og afþreyingastaði sem eru í eigu Kaupfélags Skagfirðinga (KS). Ástæðan er sú að starfsmaður kaupfélagsins er heiðurskonsúll Rússlands á Íslandi. Konsúllinn segist ekki sinna þeim störfum fyrir hönd KS. Viðskipti innlent 11. október 2022 13:52