Nýjar upplýsingar um erlenda netverslun landsmanna Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir skrifar 30. janúar 2023 07:00 Lengi hefur verið skortur á upplýsingum um erlenda netverslun landsmanna en mikið hefur verið leitað til Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV) eftir þeim upplýsingum. Undanfarið árið hefur RSV unnið að því, í samstarfi við tollsviði Skattsins, að greina pakkasendingar einstaklinga til landsins sem skilgreina má sem erlenda netverslun. Í kjölfarið kynnir rannsóknasetrið nú til leiks Netverslunarvísi RSV. Upplýsingar RSV um erlenda netverslun eru fengnar mánaðarlega frá tollasviði Skattsins. Út frá þeim upplýsingum reiknar RSV vísitölu erlendrar netverslunar, Netverslunarvísi RSV, en hún sýnir breytingu á umfangi erlendrar netverslunar á milli mánaða eftir tegundum verslunar og viðskiptalöndum. Auk þess birtir RSV mánaðarlega upplýsingar um umfang erlendrar netverslunar eftir tegundum verslunar og viðskiptalöndum. Tilgangurinn er að meta umfang og fylgjast með þróun erlendrar netverslunar landsmanna. Upplýsingarnar eru mikilvægur þáttur í að greina neysluhegðun einstaklinga og geta þær gagnast verslunum og fyrirtækjum í landinu til að meta stöðu sína gangvart erlendu vöruframboði og samkeppni. Erlend netverslun með fatnað nam rúma 11,3 milljörðum kr. Þegar við rýnum í upplýsingar RSV um erlenda netverslun árið 2022 kemur m.a. í ljós að landsmenn pöntuðu fatnað frá erlendum netverslunum fyrir rúma 11,3 milljarða kr. í fyrra á meðan innlend netverslun með fatnað nam tæpum 3,5 milljörðum kr. Þá pöntuðu landsmenn raf- og heimilistæki frá erlendum netverslunum fyrir rúman milljarð kr. í fyrra á meðan innlend netverslun með raf- og heimilistæki nam rúmlega 6 milljörðum kr. Upplýsingar RSV um erlenda netverslun segja okkur jafnframt að Kína er lang stærsta viðskiptaland landsmanna þegar kemur að erlendri netverslun næst koma Bandaríkin og Bretland þar næst á eftir. Meðfylgjandi mynd sýnir umfang innlendrar og erlendrar netverslunar árið 2022 eftir tegundum verslunar. Upplýsingar RSV um innlenda netverslun koma úr gögnum RSV um greiðslukortaveltu innanlands. Það er óumdeilt að góðar ákvarðanir eru teknar á grundvelli góðra upplýsinga og gagna er málefnið varða. Upplýsingar um erlenda netverslun eru aðgengilegar á notendavef RSV (www.sarpur.rsv.is) auk allra upplýsinga um gagnasafnið og aðferðafræðina. Þar má einnig nálgast allar helstu tölfræðiupplýsingar, kortaveltugögn, vísitölur, rannsóknir og greiningar er varða verslun og þjónustu í landinu. Netverslunarvísir RSV og tölfræði um erlenda netverslun er uppfærð mánaðarlega á notendavef RSV og er viðmiðunartími birtingarupplýsinga næstliðinn mánuður. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verslun Skattar og tollar Neytendur Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Lengi hefur verið skortur á upplýsingum um erlenda netverslun landsmanna en mikið hefur verið leitað til Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV) eftir þeim upplýsingum. Undanfarið árið hefur RSV unnið að því, í samstarfi við tollsviði Skattsins, að greina pakkasendingar einstaklinga til landsins sem skilgreina má sem erlenda netverslun. Í kjölfarið kynnir rannsóknasetrið nú til leiks Netverslunarvísi RSV. Upplýsingar RSV um erlenda netverslun eru fengnar mánaðarlega frá tollasviði Skattsins. Út frá þeim upplýsingum reiknar RSV vísitölu erlendrar netverslunar, Netverslunarvísi RSV, en hún sýnir breytingu á umfangi erlendrar netverslunar á milli mánaða eftir tegundum verslunar og viðskiptalöndum. Auk þess birtir RSV mánaðarlega upplýsingar um umfang erlendrar netverslunar eftir tegundum verslunar og viðskiptalöndum. Tilgangurinn er að meta umfang og fylgjast með þróun erlendrar netverslunar landsmanna. Upplýsingarnar eru mikilvægur þáttur í að greina neysluhegðun einstaklinga og geta þær gagnast verslunum og fyrirtækjum í landinu til að meta stöðu sína gangvart erlendu vöruframboði og samkeppni. Erlend netverslun með fatnað nam rúma 11,3 milljörðum kr. Þegar við rýnum í upplýsingar RSV um erlenda netverslun árið 2022 kemur m.a. í ljós að landsmenn pöntuðu fatnað frá erlendum netverslunum fyrir rúma 11,3 milljarða kr. í fyrra á meðan innlend netverslun með fatnað nam tæpum 3,5 milljörðum kr. Þá pöntuðu landsmenn raf- og heimilistæki frá erlendum netverslunum fyrir rúman milljarð kr. í fyrra á meðan innlend netverslun með raf- og heimilistæki nam rúmlega 6 milljörðum kr. Upplýsingar RSV um erlenda netverslun segja okkur jafnframt að Kína er lang stærsta viðskiptaland landsmanna þegar kemur að erlendri netverslun næst koma Bandaríkin og Bretland þar næst á eftir. Meðfylgjandi mynd sýnir umfang innlendrar og erlendrar netverslunar árið 2022 eftir tegundum verslunar. Upplýsingar RSV um innlenda netverslun koma úr gögnum RSV um greiðslukortaveltu innanlands. Það er óumdeilt að góðar ákvarðanir eru teknar á grundvelli góðra upplýsinga og gagna er málefnið varða. Upplýsingar um erlenda netverslun eru aðgengilegar á notendavef RSV (www.sarpur.rsv.is) auk allra upplýsinga um gagnasafnið og aðferðafræðina. Þar má einnig nálgast allar helstu tölfræðiupplýsingar, kortaveltugögn, vísitölur, rannsóknir og greiningar er varða verslun og þjónustu í landinu. Netverslunarvísir RSV og tölfræði um erlenda netverslun er uppfærð mánaðarlega á notendavef RSV og er viðmiðunartími birtingarupplýsinga næstliðinn mánuður. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV).
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar