Chris Paul frábær í langþráðum fyrsta leik sínum í lokaúrslitum NBA Giannis Antetokounmpo kom óvænt aftur inn í lið Milwaukee Bucks en það kom ekki í veg fyrir það að Phoenix Suns er komið í 1-0 í úrslitaeinvíginu um NBA titilinn í körfubolta. Körfubolti 7. júlí 2021 07:31
Einn leikmaður er öruggur með hring hvernig sem fer í úrslitaeinvígi NBA Phoenix Suns og Milwaukee Bucks spila til úrslita um NBA titilinn í ár og fá leikmenn sigurliðsins hinn eftirsótta hring ef þeir vinna titilinn. Einn leikmaður í lokaúrslitunum er öruggur með hring áður en einvígið hefst. Körfubolti 6. júlí 2021 13:31
Segja að Phoenix Suns sé nú sigurstranglegra liðið í úrslitaeinvígi NBA Phoenix Suns gæti unnið sinn fyrsta NBA titil í sögunni á næstu vikum ef marka má líkindareikning veðbanka í aðdraganda úrslitaeinvígis NBA-deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 6. júlí 2021 07:31
Luka Doncic stórskotlegur þegar Slóvenar komust á ÓL í fyrsta sinn Luka Doncic og félagar í slóvenska körfuboltalandsliðinu tryggðu sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó í gær þegar þeir unnu sína undankeppni sem fór fram í Litháen. Körfubolti 5. júlí 2021 07:31
Milwaukee í úrslit í fyrsta sinn í 47 ár Milwaukee Bucks er komið í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar eftir að hafa unnið 4-2 sigur á Atlanta Hawks í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar. Körfubolti 4. júlí 2021 10:00
NBA dagsins: Sjóðheitur Lopez sýndi að Milwaukee getur spjarað sig án síns besta manns Brook Lopez var afskaplega áreiðanlegur í nótt þegar Milwaukee Bucks unnu öruggan sigur á Atlanta Hawks og komust skrefi nær úrslitaeinvíginu í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 2. júlí 2021 15:00
Antetokounmpo áhorfandi þegar Milwaukee tók forystuna Milwaukee Bucks eru einum sigri frá því að komast í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta, gegn Phoenix Suns, eftir að hafa unnið Atlanta Hawks í nótt, 123-112. Körfubolti 2. júlí 2021 07:31
NBA dagsins: Stal senunni með stæl, var hrint harkalega en lauk langri eyðimerkurgöngu Chris Paul kemur ekki lengur til greina sem besti körfuknattleiksmaður sem aldrei hefur komist í úrslit NBA-deildarinnar. Hann átti sviðið í gærkvöld þegar Phoenix Suns unnu LA Clippers í fjórða sinn og tryggðu sér vesturdeildarmeistaratitilinn. Körfubolti 1. júlí 2021 15:01
Körfuboltastelpurnar klikka ekki á því að láta bólusetja sig WNBA deildin segir að 99 prósent leikmanna deildarinnar séu búnir að láta bólusetja sig. Körfubolti 1. júlí 2021 13:31
CP3 sendi Phoenix í úrslit í fyrsta sinn í 28 ár Phoenix Suns komust í nótt í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í þriðja sinn í sögu félagsins. Chris Paul var í sannkölluðu aðalhlutverki í að slá út sitt gamla félag LA Clippers með 130-103 sigri. Körfubolti 1. júlí 2021 07:30
NBA dagsins: Sítrónupiparinn fékk að vita rétt fyrir leik að komið væri að frumraun og fagnaði sigri Lou Williams fékk að vita það klukkutíma fyrir leik með Atlanta Hawks í gærkvöld að hann ætti að byrja leik í úrslitakeppni í fyrsta sinn á ferlinum. Frumraunin fór vel eins og sjá má í NBA dagsins hér á Vísi. Körfubolti 30. júní 2021 15:07
Öskur Grikkjans í nóttinni og einvígið jafnt Giannis Antetokounmpo veinaði af sársauka áður en hann var studdur af velli í tapi Milwaukee Bucks gegn Atlanta Hawks, 110-88, í úrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Körfubolti 30. júní 2021 07:31
NBA dagsins: Aðeins einn afrekað það sama og George þegar hann gaf Clippers líflínu Það veltur að miklu leyti á Paul George hvort að LA Clippers kemst í úrslit NBA-deildarinnar í körfubolta. Hann stóð undir væntingum í nótt þegar Clippers unnu Phoenix Suns 116-102. Körfubolti 29. júní 2021 15:00
Clippers enn á lífi eftir stórleik George Los Angeles Clippers eiga enn möguleika á NBA-meistaratitlinum í körfubolta eftir sigur gegn Phoenix Suns í úrslitum vesturdeildarinnar í nótt, 116-102. Körfubolti 29. júní 2021 07:30
Nýr þjálfari Dallas stýrði sókninni er liðið varð meistari fyrir áratug Jason Kidd er nýr þjálfari Luka Dončić og félaga í Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta. Hann stýrði sóknarleik Dallas-liðsins er liðið varð meistari fyrir áratug síðan. Körfubolti 28. júní 2021 22:39
NBA dagsins: Stjarna Atlanta steig á dómarann og gaf Middleton sviðsljósið Það hafði sín áhrif á einvígi Atlanta Hawks og Milwaukee Bucks að Trae Young, stjarna Atlanta, skyldi meiðast með heldur óvenjulegum hætti í leik liðanna í nótt. Milwaukee vann leikinn 113-102 eftir stórleik Khris Middleton. Körfubolti 28. júní 2021 15:16
„Það sem hann gerði í dag var óraunverulegt“ Milwaukee Bucks náðu í nótt 2-1 forystu í úrslitaeinvígi austurdeildar NBA-deildarinnar með 113-102 sigri gegn Atlanta Hawks. Khris Middleton átti risastóran þátt í sigrinum og skoraði fleiri stig en Atlanta í fjórða leikhlutanum. Körfubolti 28. júní 2021 07:31
Phoenix einum sigri frá úrslitaeinvíginu Phoenix Suns er komið í ansi vænlega stöðu í úrslitum vesturdeildarinnar í NBA körfuboltanum er þeir komust í 3-1 í einvíginu gegn LA Clippers í nótt. Körfubolti 27. júní 2021 10:00
Milwaukee jafnaði metin Allt er jafnt í úrslitum Austurdeildarinnar eftir annan leik Atlanta Hawks og Milwaukee Bucks í NBA körfuboltanum. Körfubolti 26. júní 2021 10:01
NBA dagsins: Skildi vonbrigðin eftir á flugvellinum og stimplaði Clippers inn Skömmu eftir að flugvél LA Clippers lenti í Los Angeles, eftir annað tap gegn Phoenix Suns, hringdi þjálfarinn Ty Lue í Paul George og sagði honum að hætta strax að hugsa um vítaskotin tvö sem fóru í súginn hjá honum og einbeita sér að leik númer þrjú. Þar fór George á kostum. Körfubolti 25. júní 2021 15:00
Loksins hnigu Sólirnar til viðar Los Angeles Clippers eru orðnir þaulæfðir í því að lenda 2-0 undir í einvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en ná alltaf að svara fyrir sig. Þeir unnu Phoenix Suns 106-92 í nótt í úrslitum vesturdeildarinnar og minnkuðu muninn í 2-1. Körfubolti 25. júní 2021 07:30
Durant fer fyrir Ólympíuliði Bandaríkjanna Kevin Durant er stærsta nafnið Ólympíuliði Bandaríkjanna í körfubolta. Búið er að velja þá tólf leikmenn sem eiga að vinna Ólympíugull fyrir Bandaríkin fjórða skiptið í röð. Körfubolti 24. júní 2021 19:00
NBA dagsins: Haukarnir trúa því að þeir geti flogið alla leið Í öllum þremur einvígunum sínum í úrslitakeppni NBA í ár hefur Atlanta Hawks unnið fyrsta leikinn á útivelli. Haukarnir trúa því að þeir geti farið alla leið og orðið meistarar. Körfubolti 24. júní 2021 15:00
Young stórkostlegur þegar Haukarnir tóku forystuna Trae Young hefur farið á kostum í úrslitakeppni NBA og átti enn einn stórleikinn þegar Atlanta Hawks sigraði Milwaukee Bucks, 113-116, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar í nótt. Körfubolti 24. júní 2021 07:30
NBA dagsins: Var ekki í deildinni fyrir ári en átti sinn besta leik á ferlinum í nótt Phoenix Suns er komið í 2-0 í einvíginu gegn Los Angeles Clippers í úrslitum Vesturdeildar NBA eftir dramatískan sigur, 104-103, í leik liðanna í nótt. Körfubolti 23. júní 2021 16:01
Lakers-maður gripinn glóðvolgur með gras og handtekinn Alex Caruso, leikmaður Los Angeles Lakers, var handtekinn í Texas í gær fyrir vörslu maríjúana. Körfubolti 23. júní 2021 14:01
Vanessa Bryant semur við þyrlufyrirtækið Vanessa Bryant, ekkja Kobes Bryant, hefur ákveðið að semja í máli sínu gegn flugmanninum og eiganda þyrlunnar sem brotlenti í Los Angeles janúar á síðasta ári þar sem Kobe, dóttir hans, Gianna, sjö aðrir létust. Körfubolti 23. júní 2021 10:01
Ótrúleg sigurkarfa Aytons og Phoenix komið í 2-0 Deandre Ayton tryggði Phoenix Suns sigur á Los Angeles Clippers, 104-103, í öðrum leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Phoenix er 2-0 yfir í einvíginu. Körfubolti 23. júní 2021 07:30
Spilar með dóttur sína á skónum Bandaríska körfuboltakonan Dearica Hamby spilar með Las Vegas Aces í WNBA-deildinni en hún er mjög stolt móðir. Körfubolti 22. júní 2021 16:30
NBA dagsins: Snúningspunkturinn þegar Simmons þorði ekki að skjóta Ben Simmons var mikið til umræðu eftir að Philadelphia 76ers tapaði fyrir Atlanta Hawks, 96-103, í oddaleik í undanúrslitum Austurdeildar NBA í nótt. Körfubolti 21. júní 2021 15:00