Trompaðist eftir að LeBron James sló hann til blóðs Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2021 07:31 Isaiah Stewart var í hefndarhug eftir höggið frá LeBron James. Báðir voru reknir af velli. AP/Nic Antaya LeBron James var rekinn út úr húsi eftir að hafa slegið andstæðing til blóðs í sigri Los Angeles Lakers á Detroit Pistons í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. James og Isaiah Stewart börðust um frákast eftir vítaskot þegar skammt var liðið á 3. leikhluta, og Lakers tólf stigum undir, 79-67. Eins og sjá má hér að neðan sló James hendi í höfuð Stewarts sem brást illur við, sérstaklega þegar blóð byrjaði að leka niður andlit hans. Stewart reyndi að ná til James og ítrekað þurfti að stöðva þær tilraunir hans áður en honum var vísað úr húsi rétt eins og James. The Lakers and Pistons had to be separated multiple times after this play between LeBron and Isaiah Stewart. pic.twitter.com/im0o7fXeoI— SportsCenter (@SportsCenter) November 22, 2021 Þetta er aðeins í annað sinn sem hinn 36 ára gamli James er rekinn af velli á 19 ára löngum ferli. Hann var einnig rekinn af velli í nóvember árið 2017, í leik gegn Miami Heat. James ræddi ekki við fjölmiðla eftir leikinn en Anthony Davis tók til varna fyrir hann: „Allir í deildinni vita að LeBron er ekki leikmaður sem beitir bellibrögðum. Um leið og hann fann að hann hefði slegið hann [Stewart] horfði hann á hann og sagði: „Ó, fyrirgefðu. Ég ætlaði ekki að gera þetta.““ Það á eftir að skýrast hvort og hvernig leikmönnunum tveimur verður refsað með leikbanni en James á á hættu að missa af ferð Lakers í Madison Square Garden þar sem liðið mætir New York Knicks annað kvöld. Davis og Russell Westbrook sáu hins vegar til þess að Lakers færi með sigur af hólmi í leiknum gegn Detroit sem lauk með 121-116 sigri Lakers. Davis skoraði 30 stig og tók 10 fráköst, og Westbrook skoraði 26 stig, tók 10 fráköst og átti níu stoðsendingar. Úrslitin í nótt: LA Clippers 97-91 Dallas Detroit 116-121 LA Lakers Chicago 109-103 New York Knicks Phoenix 126-97 Denver Golden State 119-104 Toronto NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Sjá meira
James og Isaiah Stewart börðust um frákast eftir vítaskot þegar skammt var liðið á 3. leikhluta, og Lakers tólf stigum undir, 79-67. Eins og sjá má hér að neðan sló James hendi í höfuð Stewarts sem brást illur við, sérstaklega þegar blóð byrjaði að leka niður andlit hans. Stewart reyndi að ná til James og ítrekað þurfti að stöðva þær tilraunir hans áður en honum var vísað úr húsi rétt eins og James. The Lakers and Pistons had to be separated multiple times after this play between LeBron and Isaiah Stewart. pic.twitter.com/im0o7fXeoI— SportsCenter (@SportsCenter) November 22, 2021 Þetta er aðeins í annað sinn sem hinn 36 ára gamli James er rekinn af velli á 19 ára löngum ferli. Hann var einnig rekinn af velli í nóvember árið 2017, í leik gegn Miami Heat. James ræddi ekki við fjölmiðla eftir leikinn en Anthony Davis tók til varna fyrir hann: „Allir í deildinni vita að LeBron er ekki leikmaður sem beitir bellibrögðum. Um leið og hann fann að hann hefði slegið hann [Stewart] horfði hann á hann og sagði: „Ó, fyrirgefðu. Ég ætlaði ekki að gera þetta.““ Það á eftir að skýrast hvort og hvernig leikmönnunum tveimur verður refsað með leikbanni en James á á hættu að missa af ferð Lakers í Madison Square Garden þar sem liðið mætir New York Knicks annað kvöld. Davis og Russell Westbrook sáu hins vegar til þess að Lakers færi með sigur af hólmi í leiknum gegn Detroit sem lauk með 121-116 sigri Lakers. Davis skoraði 30 stig og tók 10 fráköst, og Westbrook skoraði 26 stig, tók 10 fráköst og átti níu stoðsendingar. Úrslitin í nótt: LA Clippers 97-91 Dallas Detroit 116-121 LA Lakers Chicago 109-103 New York Knicks Phoenix 126-97 Denver Golden State 119-104 Toronto
Úrslitin í nótt: LA Clippers 97-91 Dallas Detroit 116-121 LA Lakers Chicago 109-103 New York Knicks Phoenix 126-97 Denver Golden State 119-104 Toronto
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Sjá meira