Gasol spilar áfram en nú með gömlu Íslendingafélagi sem hann stofnaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2021 15:00 Marc Gasol kyssir konu sína Cristina Blesa þegar hann var kynntur sem nýr leikmaður Basquet Girona en hann heldur líka á dóttur þeirra Juliu Gasol Blesa. EPA-EFE/David Borrat Marc Gasol er kannski hættur í NBA-deildinni í körfubolta en körfuboltaskórnir fara ekki upp á hillu alveg strax. Hinn 36 ára gamli Gasol ætlar að spila fyrir Bàsquet Girona sem er liðið sem hann stofnaði árið 2014. Það hét í upphafi CEB Girona Marc Gasol. Marc Gasol, 36, will play for Girona, the Spanish team he founded. https://t.co/wrEVMPOvgf— USA TODAY Sports (@usatodaysports) November 26, 2021 Gasol mun spila með Girona í spænsku b-deildinni sem er kölluð gulldeild spænska körfuboltasambandsins. Íslendingar ættu að kannast við liðið enda spilaði íslenski landsliðsmaðurinn Kári Jónsson með félaginu á síðustu leiktíð. Kári var þá með 7,2 stig að meðaltali á 19,2 mínútum í leik. Kári er nú kominn aftur heim og spilar með Val. Girona liðið hefur ekki byrjað tímabilið alltaf vel en liðið hefur bara unnið tvo a fyrstu níu leikjum sínum. Það má búast við að koma Gasol muni breyta miklu fyrir liðið. GIRONINES, GIRONINS, JA EL TENIM AQUÍ! @MarcGasol, president del club, passa a formar part de la plantilla del primer equip #CreixemJunts #SomhiGirona #OrgullGironí pic.twitter.com/kWFYV1wUd5— Bàsquet Girona (@BasquetGirona) November 25, 2021 Liðið vann tvo fyrstu leikina en hefur síðan tapað sjö leikjum í röð. Það er því ljóst að Girona þarf á manni eins og Marc Gasol að halda. Gasol spilaði á síðasta tímabili með Los Angeles Lakers en lék stærsta hluta ferilsins síns með liði Memphis Grizzlies. Gasol er 211 sentimetrar á hæð, var valinn í úrvalslið NBA-deildarinnar 2015 og besti varnarmaður tímabilsins 2013. Gasol lék alls 891 deildarleik í NBA frá 2008 til 2021 en í þeim var hann með 14,0 stig, 7,4 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. OFFICIAL: Marc Gasol joins Gironahttps://t.co/KGZztyJsxV— Eurohoops (@Eurohoopsnet) November 25, 2021 Gasol endaði landsliðsferilinn með Spáni á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Hann varð tvisvar heimsmeistari og tvisvar Evrópumeistari með spænska landsliðinu auk þess að vinna tvö Ólympíusilfur. Eldri bróðir hans, Pau Gasol, setti körfuboltaskóna sína upp á hillu í síðasta mánuði. Spænski körfuboltinn NBA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Hinn 36 ára gamli Gasol ætlar að spila fyrir Bàsquet Girona sem er liðið sem hann stofnaði árið 2014. Það hét í upphafi CEB Girona Marc Gasol. Marc Gasol, 36, will play for Girona, the Spanish team he founded. https://t.co/wrEVMPOvgf— USA TODAY Sports (@usatodaysports) November 26, 2021 Gasol mun spila með Girona í spænsku b-deildinni sem er kölluð gulldeild spænska körfuboltasambandsins. Íslendingar ættu að kannast við liðið enda spilaði íslenski landsliðsmaðurinn Kári Jónsson með félaginu á síðustu leiktíð. Kári var þá með 7,2 stig að meðaltali á 19,2 mínútum í leik. Kári er nú kominn aftur heim og spilar með Val. Girona liðið hefur ekki byrjað tímabilið alltaf vel en liðið hefur bara unnið tvo a fyrstu níu leikjum sínum. Það má búast við að koma Gasol muni breyta miklu fyrir liðið. GIRONINES, GIRONINS, JA EL TENIM AQUÍ! @MarcGasol, president del club, passa a formar part de la plantilla del primer equip #CreixemJunts #SomhiGirona #OrgullGironí pic.twitter.com/kWFYV1wUd5— Bàsquet Girona (@BasquetGirona) November 25, 2021 Liðið vann tvo fyrstu leikina en hefur síðan tapað sjö leikjum í röð. Það er því ljóst að Girona þarf á manni eins og Marc Gasol að halda. Gasol spilaði á síðasta tímabili með Los Angeles Lakers en lék stærsta hluta ferilsins síns með liði Memphis Grizzlies. Gasol er 211 sentimetrar á hæð, var valinn í úrvalslið NBA-deildarinnar 2015 og besti varnarmaður tímabilsins 2013. Gasol lék alls 891 deildarleik í NBA frá 2008 til 2021 en í þeim var hann með 14,0 stig, 7,4 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. OFFICIAL: Marc Gasol joins Gironahttps://t.co/KGZztyJsxV— Eurohoops (@Eurohoopsnet) November 25, 2021 Gasol endaði landsliðsferilinn með Spáni á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Hann varð tvisvar heimsmeistari og tvisvar Evrópumeistari með spænska landsliðinu auk þess að vinna tvö Ólympíusilfur. Eldri bróðir hans, Pau Gasol, setti körfuboltaskóna sína upp á hillu í síðasta mánuði.
Spænski körfuboltinn NBA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum