Síðastur til að ná þessu í Bulls-búningi var Jordan fyrir þremur áratugum Phoenix Suns og Chicago Bulls héldu áfram sigurgöngu sinni þegar NBA-deildin í körfubolta fór aftur af stað eftir hlé vegna Stjörnuleiksins. Phoenix hefur nú unnið nítján sigra í síðustu tuttugu leikjum. Körfubolti 25. febrúar 2022 07:30
Stutt í það að Kyrie Irving fái að spila í New York borg Steve Nash segir að Kyrie Irving sé spenntur fyrir því að fá að spila í New York City en útlit er nú fyrir það að hann fái fljótlega grænt ljós. Körfubolti 24. febrúar 2022 07:30
Mark Cuban: Doncic óstöðvandi eftir að hafa fengið aðeins að heyra það Eigandi Dallas Mavericks í NBA deildinni í körfubolta er að sjálfsögðu ánægður með að vera með Slóvenann frábæra Luka Doncic í sínu liði en segir að það hafi orðið breyting á stjörnu liðsins um mitt tímabil. Körfubolti 23. febrúar 2022 07:31
Valdi Brooklyn Nets fram yfir Lakers, Warriors, Clippers, Bucks og Bulls Slóvenski bakvörðurinn Goran Dragic hafði úr mörgum liðum að velja í NBA-deildinni eftir að hann fékk sig lausan frá San Antonio Spurs. Nú hefur hann valið sér lið. Körfubolti 22. febrúar 2022 11:02
ESPN raðaði þeim 75 bestu upp í röð frá 1 til 76: Níu betri en Kobe Bryant Í tilefni af 75 ára afmæli NBA deildarinnar þá valdi deildin 75 bestu leikmenn allra tíma. Þeim var ekki raðað í röð en ESPN bætti úr því í tilefni af Stjörnuleikshelginni. Körfubolti 22. febrúar 2022 07:31
Nei eða Já: Myndir þú taka Bronny James ef þú vissir að karl faðir hans myndi fylgja með? Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ hélt áfram göngu sinni í síðasti þætti af Lögmál leiksins. Stærsta spurningin snerist að þessu sinni um LeBron James og son hans, Bronny James. Körfubolti 22. febrúar 2022 07:00
Skoðuðu meiðsli lykilmanna: „Ég á erfitt með að horfa á þetta“ Það er um nóg að ræða varðandi NBA-deildina í körfubolta í Lögmálum leiksins í kvöld en þátturinn fer í loftið á Stöð 2 Sport 2 klukkan 21:45. Meðal annars verður rætt um áhrif nýlegra meiðsla lykilmanna í LA Lakers og Phoenix Suns. Körfubolti 21. febrúar 2022 18:01
Áfall fyrir topplið NBA: Chris Paul frá í sex til átta vikur Chris Paul tók pínulítinn þátt í Stjörnuleik NBA deildarinnar í nótt en eftir hann bárust nánari fréttir af meiðslum kappans. Körfubolti 21. febrúar 2022 11:30
Strákarnir frá Akron í stuði: Curry setti met og fékk fyrstur Kobe bikarinn Strákarnir sem eru fæddir í Akron voru stærstu stjörnurnar í NBA-stjörnuleiknum í Cleveland í nótt. Stephen Curry setti nýtt met í þriggja stiga skotum og LeBron James tryggði liði LeBrons sigurinn með því að skora sigurkörfuna í lokin. Körfubolti 21. febrúar 2022 07:30
Obi Toppin sigraði troðslukeppnina og Karl-Anthony Towns er þriggja stiga kóngurinn Obi Toppin, leikmaður New York Knicks, bar sigur úr býtum í troðslukeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt eftir einvígi gegn Juan Toscano-Anderson og Karl-Anthony Towns er fyrsti stóri maðurinn til að sigra þriggja stiga keppnina síðan 2012. Körfubolti 20. febrúar 2022 10:00
Lebron James: Ég mun spila fyrir sama lið og sonur minn LeBron James, einn besti körfuboltamaður sögunnar, ætlar að ná að spila eitt tímabil í NBA deildinni með syni sínum, Bronny James. James segist munu fara til þess liðs sem sækir Bronny í NBA nýliðavalinu 2024. Körfubolti 20. febrúar 2022 08:02
Joel Embiid líklegastur til þess að verða mikilvægasti leikmaður NBA deildarinnar Joel Embiid, miðherji Philadelpha 76ers er líklegastur til þess að vinna MVP styttuna eftirsóttu sem er veitt þeim sem er kjörinn mikilvægasti leikmaður NBA tímabilsins. Tim Bontemps hjá ESPN gerði könnunina sem önnur í röðinni þennan veturinn. Körfubolti 19. febrúar 2022 20:10
Anthony Davis frá í minnsta kosti fjórar vikur Los Angeles Lakers hefur verið mikið án Anthony Davis á þessu NBA tímabili og verða það líka næsta vikunnar. Körfubolti 18. febrúar 2022 15:30
Heiðursstúkan: Eru Sigurður Orri og Tómas á heimavelli í NBA All-Star fræðum? Heiðursstúkan er þáttur sem verður einu sinni í viku á Vísi en annar þáttur er nú kominn inn á vefinn. Körfubolti 18. febrúar 2022 13:00
Bætti 59 ára gamalt met Wilts Chamberlain DeMar DeRozan, leikmaður Chicago Bulls, hefur spilað frábærlega að undanförnu og í nótt bætti hann tæplega sextíu ára gamalt met Wilts Chamberlain. Körfubolti 17. febrúar 2022 16:30
Tileinkaði Kobe sigurinn í Ofurskálinni Útherji Los Angeles Rams, Cooper Kupp, tileinkaði Kobe Bryant heitnum sigur liðsins í Ofurskálinni á sunnudaginn. Sport 17. febrúar 2022 14:31
Yfirmaður NBA bendir á fáránleika laganna sem stoppa Kyrie Irving Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar í körfubolta, hefur gagnrýnt lögin sem koma í veg fyrir að Kyrie Irving megi spila heimaleikina með liði Brooklyn Nets. Körfubolti 17. febrúar 2022 12:01
Rekinn úr húsi fyrir að labba á dómarann Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í nótt þar sem flautuþristur tryggði Denver Nuggets sigur á Golden State Warriors, LeBron James leiddi LA Lakers í sterkum sigri á Utah Jazz, og Phoenix Suns héldu áfram að vinna þrátt fyrir að Chris Paul væri rekinn úr húsi. Körfubolti 17. febrúar 2022 07:27
Fimmtíu stiga sýning hjá Antetokounmpo Meistarar Milwaukee Bucks áttu ekki í vandræðum með að leggja Indiana Pacers að velli, 128-119, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, þökk sé Grikkjanum Giannis Antetokounmpo. Körfubolti 16. febrúar 2022 07:31
Má spila aftur í NBA eftir dópbann Tyreke Evans má spila aftur í NBA-deildinni í körfubolta en hann var dæmdur í bann í maí 2019 eftir að hann gerðist brotlegur við reglur deildarinnar um lyfjanotkun. Hann má semja við lið í NBA frá og með föstudeginum. Körfubolti 15. febrúar 2022 18:31
Ekkert Naut stangað svona síðan Jordan hætti Chicago Bulls heldur áfram að gera það gott í NBA-deildinni í körfubolta, með DeMar DeRozan fremstan í flokki. Liðið vann fjórða leik sinn í röð í nótt með 120-109 sigri gegn San Antonio Spurs. Körfubolti 15. febrúar 2022 07:30
Þetta eru frábær skipti fyrir Brooklyn Farið var yfir ótrúleg leikmannaskipti Philadelphia 76ers og Brooklyn Nets á lokadegi félagaskiptaglugga NBA-deildarinnar í síðasta þætti af Lögmál Leiksins. James Harden og Paul Millsap fóru frá Nets til 76ers á meðan síðarnefnda liðið fékk Ben Simmons, Seth Curry, Andre Drummond og tvo valrétti í nýliðavölum á næstu árum. Einn núna í ár og annan árið 2027. Körfubolti 15. febrúar 2022 07:01
„Hann er aldrei að reyna við boltann, þetta er bara fauti“ Körfubræðurnir Marcus og Markieff Morris eru ekki allra en þeir eiga það til að beita bellibrögðum. Marcus braut illa á skemmtikraftinum Ja Morant nýverið og sá síðarnefndi var heppinn að ekki fór verr. Körfubolti 14. febrúar 2022 21:00
LeBron talaði við ungan sjálfan sig í einni flottustu Super Bowl auglýsingunni Körfuboltastjarnan LeBron James var ekki aðeins meðal áhorfenda á Super Bowl í nótt því hann var einnig í aðalhlutverki í einni auglýsingunni. Körfubolti 14. febrúar 2022 15:01
Áttundi í röð hjá Boston Boston Celtics halda fluginu áfram í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn áttunda sigur í röð í gær með 105-95 sigri gegn Atlanta Hawks. Körfubolti 14. febrúar 2022 07:31
LeBron James bætti samanlagt stigamet Kareem Abdul-Jabbar í nótt Golden State Warriors vann tveggja stiga sigur á heimavelli gegn LA Lakers, 117-115. Þrátt fyrir að klikka á tveimur vítum til að jafna leikinn þegar 2,4 sekúndur voru eftir þá fær LeBron James allar fyrirsagnirnar eftir leikinn þar sem hann bætti samanlagt stigamet Kareem Abdul-Jabbar í leiknum. Körfubolti 13. febrúar 2022 10:08
LaVert sökkti sínum gömlu félögum | Stórleikur Jokic dugði ekki til Alls fóru sjö leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Caris LaVert sökkti sínum gömlu félögum í Indiana Pacers og Nikola Jokić átti enn einn stórleikinn en það dugði ekki til. Körfubolti 12. febrúar 2022 10:31
Doncic fór hamförum og hjó nærri meti Nowitzkis Luka Doncic héldu engin bönd þegar Dallas Mavericks sigraði Los Angeles Clippers, 112-105, í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 11. febrúar 2022 08:31
Harden fer til Philadelphia í skiptum fyrir Simmons Félagsskiptaglugginn í NBA-deildinni lokaði í kvöld, en stærstu skiptin áttu sér stað aðeins nokkrum klukkustundum áður en glugginn lokaði. Körfubolti 10. febrúar 2022 20:16
Vandræðalegt tap hjá Lakers Los Angeles Lakers mátti þola neyðarlegt tap fyrir Portland Trail Blazers, 107-105, í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 10. febrúar 2022 08:01