Kerr barði í borð og hélt þrumuræðu um skotárásina í Dallas: „Nú er nóg komið!“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. maí 2022 09:15 Steve Kerr var heitt í hamsi þegar hann ræddi um skotárásina í Dallas og byssueign í Bandaríkjunum. ap/Scott Strazzante Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, hafði engan áhuga á að tala um körfubolta fyrir leikinn gegn Dallas Mavericks í úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Hann hélt þess í stað mikla eldræðu um skotárásina í Uvalde í Texas. Minnst nítján börn og tveir fullorðnir létust í skotárás átján ára manns í grunnskóla í Uvalde í Texas í gær. Um er að ræða eina mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna. Fórnarlömbin voru flest á aldrinum sjö til tíu ára. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, var skotinn til bana af lögreglu. Kerr var greinilega sleginn og á blaðamannafundi fyrir leikinn í Dallas í nótt hélt hann sannkallaða þrumuræðu um skotárásir í Bandaríkjunum og byssueign þar í landi. „Hvenær ætlum við að gera eitthvað?“ sagði Kerr og barði í borðið. „Ég er þreyttur. Ég er svo þreyttur koma hingað og votta fjölskyldum og aðstandendum í sárum samúð. Ég er svo þreyttur á þögninni. Nú er nóg komið!“ Kerr þekkir harmleik sem þennan af eigin raun en faðir hans var myrtur í hryðjuverkaárás í Beirút í Líbanon 1984. Hann hefur lengi barist fyrir strangari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. „Það eru fimmtíu öldungardeildarþingmenn sem neita að kjósa um löggjöf þar sem bakgrunnur fólks sem vill kaupa byssur er kannaður. Frumvarpið var samþykkt í fulltrúadeildinni en hefur síðan bara legið þar í tvö ár. Það er ástæða fyrir að þeir vilja ekki kjósa um það; til að halda í völdin. Ég spyr þig Mitch McConnell [leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings] og alla öldungardeildarþingmennina sem neita að gera neitt vegna ofbeldisins og skotárásanna, ætlið þið að setja valdaþrá ykkar ofar lífum barnanna okkar og eldri borgara? Því það lítur þannig út,“ sagði Kerr. Warriors coach Steve Kerr spoke about the mass shooting at a school in Uvalde, Texas.(via @warriors)pic.twitter.com/gA02m5FJsO— ESPN (@espn) May 24, 2022 „Ég er búinn að fá nóg. Við getum ekki verið dofin yfir þessu. Við getum ekki setið hérna, lesið um þetta, haft einnar mínútu þögn og síðan haldið bara áfram að spila körfubolta. Fimmtíu öldungardeildarþingmenn í Washington halda okkur í gíslingu. Níutíu prósent Bandaríkjamanna, burtséð frá stjórnmálaskoðunum, vilja bakgrunnskönnun. En okkur er haldið í gíslingu af þessum fimmtíu öldunardeildarþingmönnum sem neita að láta kjósa um þetta, það sem almenningur vill, því þeir vilja halda í völdin. Þetta er aumkunarvert,“ sagði Kerr og gekk út. Eldræðu Kerrs má sjá hér fyrir ofan. Golden State tapaði leiknum fyrir Dallas, 119-109, en er samt 3-1 yfir í einvíginu og einum sigri frá því að komast í úrslit NBA í sjötta sinn á síðustu átta árum. Jason Kidd, þjálfari Dallas, talaði á svipuðum nótum og Kerr fyrir leikinn og sömu sögu var að segja af Stephen Curry, aðalstjörnu Golden State. Skotárás í grunnskóla í Uvalde NBA Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Bandaríkin Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Minnst nítján börn og tveir fullorðnir létust í skotárás átján ára manns í grunnskóla í Uvalde í Texas í gær. Um er að ræða eina mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna. Fórnarlömbin voru flest á aldrinum sjö til tíu ára. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, var skotinn til bana af lögreglu. Kerr var greinilega sleginn og á blaðamannafundi fyrir leikinn í Dallas í nótt hélt hann sannkallaða þrumuræðu um skotárásir í Bandaríkjunum og byssueign þar í landi. „Hvenær ætlum við að gera eitthvað?“ sagði Kerr og barði í borðið. „Ég er þreyttur. Ég er svo þreyttur koma hingað og votta fjölskyldum og aðstandendum í sárum samúð. Ég er svo þreyttur á þögninni. Nú er nóg komið!“ Kerr þekkir harmleik sem þennan af eigin raun en faðir hans var myrtur í hryðjuverkaárás í Beirút í Líbanon 1984. Hann hefur lengi barist fyrir strangari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. „Það eru fimmtíu öldungardeildarþingmenn sem neita að kjósa um löggjöf þar sem bakgrunnur fólks sem vill kaupa byssur er kannaður. Frumvarpið var samþykkt í fulltrúadeildinni en hefur síðan bara legið þar í tvö ár. Það er ástæða fyrir að þeir vilja ekki kjósa um það; til að halda í völdin. Ég spyr þig Mitch McConnell [leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings] og alla öldungardeildarþingmennina sem neita að gera neitt vegna ofbeldisins og skotárásanna, ætlið þið að setja valdaþrá ykkar ofar lífum barnanna okkar og eldri borgara? Því það lítur þannig út,“ sagði Kerr. Warriors coach Steve Kerr spoke about the mass shooting at a school in Uvalde, Texas.(via @warriors)pic.twitter.com/gA02m5FJsO— ESPN (@espn) May 24, 2022 „Ég er búinn að fá nóg. Við getum ekki verið dofin yfir þessu. Við getum ekki setið hérna, lesið um þetta, haft einnar mínútu þögn og síðan haldið bara áfram að spila körfubolta. Fimmtíu öldungardeildarþingmenn í Washington halda okkur í gíslingu. Níutíu prósent Bandaríkjamanna, burtséð frá stjórnmálaskoðunum, vilja bakgrunnskönnun. En okkur er haldið í gíslingu af þessum fimmtíu öldunardeildarþingmönnum sem neita að láta kjósa um þetta, það sem almenningur vill, því þeir vilja halda í völdin. Þetta er aumkunarvert,“ sagði Kerr og gekk út. Eldræðu Kerrs má sjá hér fyrir ofan. Golden State tapaði leiknum fyrir Dallas, 119-109, en er samt 3-1 yfir í einvíginu og einum sigri frá því að komast í úrslit NBA í sjötta sinn á síðustu átta árum. Jason Kidd, þjálfari Dallas, talaði á svipuðum nótum og Kerr fyrir leikinn og sömu sögu var að segja af Stephen Curry, aðalstjörnu Golden State.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde NBA Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Bandaríkin Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum