Hörður steinhissa á spurningu Sigga um leikstjórnandaguðinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. maí 2022 12:01 Herði Unnsteinssyni brá í brún þegar Sigurður Orri Kristjánsson varpaði fram spurningu Chris Paul. getty/Christian Petersen „Nei eða já“ er fastur liður í Lögmáli leiksins, þætti Stöðvar 2 Sports um NBA-deildina í körfubolta. Í þætti gærkvöldsins varpaði Sigurður Orri Kristjánsson fram spurningu sem Hörður Unnsteinsson var afar undrandi á. Leikstjórnandinn þrautreyndi Chris Paul gaf hressilega eftir í síðustu leikjum einvígis Phoenix Suns og Dallas Mavericks í undanúrslitum Vesturdeildarinnar og var ólíkur sjálfum sér. Sigurður Orri spurði Hörð því hvort hinn 37 ára Paul, eða leikstjórnandaguðinn (e. point god) eins og hann er stundum kallaður, ætti að leggja skóna á hilluna. Ekki stóð á svari hjá Herði. „Nei ... nei, nei. Það hefði verið gaman ef ég hefði bara farið í já. Hann er að spila á MVP getustigi og er örugglega í öðru úrvalsliði deildarinnar. Hann er topp fimmtán leikmaður í þessari deild,“ sagði Hörður. „Hann ætti augljóslega ekki að hætta en hann verður ekki, og ég hef svo sem sagt það áður, meistari sem besti leikmaður liðs.“ Klippa: Lögmál leiksins - Nei eða já Hörður kom þá með spurningu á móti, hvort Phoenix ætti hreinlega að skipta Paul í burtu. „Ég held að það sé alveg möguleiki. Það þarf þá að vera eitthvað lið sem heldur að það sé nálægt því að vinna. Chris Paul í einhverju svona Oklahoma City Thunder dæmi aftur, ég sé það ekki gerast,“ sagði Sigurður Orri. Hörður telur líklegast að ef Paul yrði skipt í burtu myndi hann reyna að komast að hjá sterku liði svo hann gæti loks unnið meistaratitil. „Ef hann á að vinna titil verður það þessi klassíski Jason Kidd eða Gary Payton titil,“ sagði Hörður og vísaði til meistaratitla sem þeir Kidd og Payton unnu á efri árum ferilsins, Kidd með Dallas 2011 og Payton með Miami Heat 2006. „Nei eða já,“ í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. NBA Lögmál leiksins Tengdar fréttir Hörður um Jimmy Butler: „Tilbúinn að kvitta undir þann reikning núna og éta þann sokk“ „Jimmy Butler er náttúrulega búinn að vera frábær í þessari úrslitakeppni og sýnt það enn og aftur að Jimmy Butler getur verið, er það ekki alltaf, A-klassa súperstjarna í raun og veru. Frá leik til leiks,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson, þáttastjórnandi Lögmál leiksins. 23. maí 2022 18:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Síðast unnu Haukar með 35 stigum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira
Leikstjórnandinn þrautreyndi Chris Paul gaf hressilega eftir í síðustu leikjum einvígis Phoenix Suns og Dallas Mavericks í undanúrslitum Vesturdeildarinnar og var ólíkur sjálfum sér. Sigurður Orri spurði Hörð því hvort hinn 37 ára Paul, eða leikstjórnandaguðinn (e. point god) eins og hann er stundum kallaður, ætti að leggja skóna á hilluna. Ekki stóð á svari hjá Herði. „Nei ... nei, nei. Það hefði verið gaman ef ég hefði bara farið í já. Hann er að spila á MVP getustigi og er örugglega í öðru úrvalsliði deildarinnar. Hann er topp fimmtán leikmaður í þessari deild,“ sagði Hörður. „Hann ætti augljóslega ekki að hætta en hann verður ekki, og ég hef svo sem sagt það áður, meistari sem besti leikmaður liðs.“ Klippa: Lögmál leiksins - Nei eða já Hörður kom þá með spurningu á móti, hvort Phoenix ætti hreinlega að skipta Paul í burtu. „Ég held að það sé alveg möguleiki. Það þarf þá að vera eitthvað lið sem heldur að það sé nálægt því að vinna. Chris Paul í einhverju svona Oklahoma City Thunder dæmi aftur, ég sé það ekki gerast,“ sagði Sigurður Orri. Hörður telur líklegast að ef Paul yrði skipt í burtu myndi hann reyna að komast að hjá sterku liði svo hann gæti loks unnið meistaratitil. „Ef hann á að vinna titil verður það þessi klassíski Jason Kidd eða Gary Payton titil,“ sagði Hörður og vísaði til meistaratitla sem þeir Kidd og Payton unnu á efri árum ferilsins, Kidd með Dallas 2011 og Payton með Miami Heat 2006. „Nei eða já,“ í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
NBA Lögmál leiksins Tengdar fréttir Hörður um Jimmy Butler: „Tilbúinn að kvitta undir þann reikning núna og éta þann sokk“ „Jimmy Butler er náttúrulega búinn að vera frábær í þessari úrslitakeppni og sýnt það enn og aftur að Jimmy Butler getur verið, er það ekki alltaf, A-klassa súperstjarna í raun og veru. Frá leik til leiks,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson, þáttastjórnandi Lögmál leiksins. 23. maí 2022 18:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Síðast unnu Haukar með 35 stigum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira
Hörður um Jimmy Butler: „Tilbúinn að kvitta undir þann reikning núna og éta þann sokk“ „Jimmy Butler er náttúrulega búinn að vera frábær í þessari úrslitakeppni og sýnt það enn og aftur að Jimmy Butler getur verið, er það ekki alltaf, A-klassa súperstjarna í raun og veru. Frá leik til leiks,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson, þáttastjórnandi Lögmál leiksins. 23. maí 2022 18:00