NBA meistarar Boston Celtics til sölu Fjárfestingahópurinn sem á meirihluta í Boston Celtics ætlar að selja félagið aðeins nokkrum dögum eftir að liðið varð meistari. Körfubolti 1. júlí 2024 23:31
Klay Thompson að semja við Dallas Mavericks Bandaríski ofurskúbbarinn Adrian Wojnarowski segir frá því í kvöld að Klay Thompson ætli að semja við Dallas Mavericks í NBA deildinni í körfubolta. Körfubolti 1. júlí 2024 19:26
LeBron James slítur samningi við Lakers og Chris Paul fer til Spurs Félagaskiptagluggi leikmanna með lausa samninga í NBA deildinni opnaði í dag og venju samkvæmt eru ýmsar sögur á sveimi. Körfubolti 1. júlí 2024 12:30
Paul George gerir fjögurra ára samning við Philadelphia 76ers Hinn 34 ára gamli Paul George hefur gengið frá fjögurra ára, 212 milljón dollara samningi við Philadelphia 76ers. Hann varð samningslaus eftir tímabilið hjá Los Angeles Clippers. Einnig hefur Kelly Oubre Jr. gengið frá tveggja ára samningsframlengingu. Körfubolti 1. júlí 2024 10:00
Segir að Golden State banni Wiggins að spila á ÓL Framkvæmdastjóri kanadíska körfuboltalandsliðsins segir að Golden State Warriors banni Andrew Wiggins að spila á Ólympíuleikunum í París. Félagið hefur aðra sögu að segja. Körfubolti 29. júní 2024 16:15
LeBron stoltur af syninum: „Arfleið!“ LeBron James var að vonum stoltur af syni sínum, Bronny, eftir að hann var valinn í nýliðavali NBA-deildarinnar í körfubolta í gær. Körfubolti 28. júní 2024 08:30
James feðgarnir sameinast í liði Los Angeles Lakers Feðgarnir LeBron James og Bronny James eru sameinaðir hjá NBA liðinu Los Angeles Lakers eftir að sá síðarnefndi var valinn af Lakers í annarri umferð nýliðavals NBA deildarinnar í kvöld. Körfubolti 27. júní 2024 22:36
Shaq vill kaupa hlut í West Ham Bandaríska körfuboltagoðið Shaquille O'Neal á í viðræðum um kaup á hlut í enska fótboltaliðinu West Ham United. Enski boltinn 27. júní 2024 11:31
Tveir Frakkar valdir fyrstir í nýliðavali NBA Annað árið í röð var Frakki valinn með fyrsta valrétti í nýliðavali NBA-deildarinnar í körfubolta. Sonur LeBrons James var ekki valinn í 1. umferð nýliðavalsins. Körfubolti 27. júní 2024 10:30
Maðurinn sem missir ekki úr mínútu skiptir um lið í stóra eplinu Mikal Bridges hefur fært sig um set frá Brooklyn Nets til New York Knicks. Bridges hefur ekki misst úr leik síðan hann kom inn í NBA-deildina árið 2018. Körfubolti 26. júní 2024 16:01
Lakers staðfesta ráðningu JJ Redick Los Angeles Lakers hafa nú formlega staðfest verst geymda leyndarmál NBA deildarinnar: JJ Redick verður næsti aðalþjálfari liðsins. Körfubolti 24. júní 2024 20:31
Margir feitir bitar með lausa samninga Framundan gæti verið töluvert fjör á leikmannamarkaði NBA-deildarinnar en fjölmargir öflugir leikmenn eru með lausa samninga. Samningar margra þeirra eru þó ekki laflausir en þann 30. júní næstkomandi mega lið semja við nýja leikmenn. Körfubolti 22. júní 2024 23:30
Hlaðvarpsfélagi LeBrons nýr þjálfari LA Lakers JJ Redick hefur gert fjögurra ára samning um að þjálfa NBA lið Los Angeles Lakers en bandarískir fjölmiðlar greina frá þessu. Körfubolti 21. júní 2024 08:01
Hefur grætt tólf milljarða króna á því að vera rekinn Monty Williams var í gær rekinn sem þjálfari NBA körfuboltaliðsins Detriot Pistons og það þótt að hann væri aðeins búinn með eitt ár af sex ára samningi sínum. Körfubolti 20. júní 2024 10:01
Þjálfari Boston Celtics þarf að fara í aðgerð eftir tímabilið Það þekkist að leikmenn í NBA-deildinni þurfi stundum að leggjast undir hnífinn eftir hörð átök á tímabilinu en það er ekki eins algengt að þjálfarar endi á skurðarborðinu eftir leiktíðina. Körfubolti 19. júní 2024 13:30
Pep Guardiola hjálpaði Boston Celtics að vinna NBA titilinn Það vakti athygli þegar Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, mætti til Boston fyrir fyrsta leikinn á móti Dallas Mavericks í úrslitaeinvíginu um NBA titilinn í körfubolta. Nú er komið í ljós að þessi frábæri knattspyrnuþjálfari kann sitthvað fyrir sér í körfuboltanum líka. Körfubolti 19. júní 2024 09:31
Gríðarleg fagnaðarlæti í Boston eftir sigur Celtics Strákarnir í Körfuboltakvöldi eru eins og áður hefur komið fram í Boston þar sem heimamenn í Celtics gátu tryggt sér sigur í NBA-deildinni í körfubolta. Það gekk eftir og voru fagnaðarlætin gríðarleg í borginni. Má segja að þau hafi verið á mörkunum að fara yfir strikið. Körfubolti 18. júní 2024 19:45
Jeff Van Gundy verður aðstoðarmaður Ty Lue hjá Clippers Jeff Van Gundy snýr aftur í þjálfun í NBA-deildinni í körfubolta næsta vetur en hann hefur samþykkt það að verða aðstoðarmaður Ty Lue hjá Los Angeles Clippers. Körfubolti 18. júní 2024 16:30
„Tíu sinnum betra en mig dreymdi um“ Það var svo sannarlega þungu fargi létt af Jayson Tatum þegar honum tókst loksins að vinna NBA titilinn með Boston Celtics í nótt. Körfubolti 18. júní 2024 07:30
Boston Celtics NBA-meistari Boston Celtics endaði sextán ára bið félagsins eftir NBA titli í nótt en liðið tryggði sér sigur í úrslitaeinvíginu á móti Dallas Mavericks með afar sannfærandi átján stiga sigri, 106-88, á heimavelli sínum í Boston. Körfubolti 18. júní 2024 06:30
Sverðfiskur í Boston og Andri Már fer á leik næturinnar Strákarnir í Körfuboltakvöldi ákváðu að gera sér glaðan dag og skella sér til Boston þar sem heimamenn í Celtics gætu tryggt sér sigur í NBA-deildinni í körfubolta. Það hefur gengið á ýmsu í ferð drengjanna en hér að ofan má sjá það helsta frá degi tvö. Körfubolti 17. júní 2024 19:11
Nablinn slakur í Boston sólinni eftir slæman skell í spilavítinu Fjörugt föruneyti Körfuboltakvölds gerði sér ferð til Boston þar sem heimamenn Celtics geta tryggt sér NBA meistaratitilinn á morgun með sigri gegn Dallas Mavericks. Körfubolti 16. júní 2024 17:35
Mavericks knúðu fram annan leik með krafti Úrslitaeinvígið í NBA deildinni lifir áfram eftir að Dallas Mavericks komust loks á beinu brautina í nótt þegar liðið vann tæplega 40 stiga sigur á Boston Celtics, 122-84. Körfubolti 15. júní 2024 09:29
Celtics vilja sjá Horford hampa titlinum: „Þetta snýst um meira en bara mig“ Hinn 38 ára gamli miðherji Al Horford getur tryggt sinn fyrsta NBA titil í kvöld ef Boston Celtics vinna Dallas Mavericks. Liðsfélagar hans vilja sjá hann lyfta titlinum en sjálfur heldur Horford báðum fótum á jörðinni fyrir leik kvöldsins og vonast til að geta veitt aðdáendum liðsins ánægju. Körfubolti 14. júní 2024 21:32
Luka ósáttur með dómgæsluna: „Aldrei komið fyrir mig áður“ Luka Dončić var allt annað en sáttur með dómgæsluna í þriðja leik Dallas Mavericks og Boston Celtics í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta. Boston vann leikinn og þarf aðeins einn sigur til viðbótar til að tryggja sér titilinn. Körfubolti 13. júní 2024 10:31
Boston með níu fingur á titlinum Boston Celtics er aðeins einum sigri frá því að verða NBA-meistari í körfubolta. Liðið vann Dallas Mavericks í þriðja leik liðanna í nótt. Körfubolti 13. júní 2024 08:31
Körfuboltagoðsögnin Jerry West er látin Körfuboltagoðsögnin Jerry West féll friðsamlega frá á heimili sínu, 86 ára að aldri. Körfubolti 12. júní 2024 14:21
Segist tilbúinn að deyja á vellinum en fær líklega ekki að spila Kristaps Porziņģis meiddist á fæti í sigri Boston Celtics á sínum gömlu félögum í Dallas Mavericks í öðrum leik úrslita NBA-deildarinnar í körfubolta. Óvíst er hvort hann geti verið með það sem eftir lifir úrslitaeinvígisins. Körfubolti 12. júní 2024 14:01
Neitaði rúmlega átta milljörðum frá Lakers Dan Hurley verður ekki næstari þjálfari Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta. Hann er sagður hafa neitað tilboði félagsins upp á vel rúmlega átta milljarða íslenskra króna. Körfubolti 11. júní 2024 08:46
Aftur til Milwaukee eftir brottreksturinn frá Lakers Darvin Ham er snúinn aftur til Milwaukee Bucks eftir að Los Angeles Lakers lét hann fara eftir tvö ár sem aðalþjálfari liðsins í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 10. júní 2024 20:01