Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. febrúar 2025 07:02 Nico Harrison - framkvæmdastjóri Dallas, Dereck Liverly, Jason Kidd - þjálfari og Luka Dončić - nýasti leikmaður Los Angeles Lakers. Ethan Miller/Getty Images Nico Harrison, framkvæmdastjóri NBA-liðsins Dallas Mavericks, tók í gikkinn á einum ótrúlegustu skiptum í sögu deildarinnar þegar Luka Dončić var skipt til Los Angeles Lakers. Harrison segir skiptin passa inn í framtíðarsýn og menningu Dallas-liðsins. Körfuboltaheimurinn nötraði um helgina þegar tilkynnt var að Los Angeles Lakers hefði fengið ofurstjörnuna Luka Dončić frá Dallas Mavericks fyrir stjörnuna – þó ekki ofurstjörnu á sama mælikvarða og Luka – Anthony Davis ásamt hinum efnilega Max Christie og fyrstu umferðar valrétti í nýliðavalinu 2029. „Það er mikilvægt að vita að ég og Jason Kidd (þjálfari Dallas) erum á sömu blaðsíðu og tölum um týpur og þá menningu sem við viljum skapa,“ sagði Harrison með Kidd sér við hlið áður en Dallas steinlá fyrir Cleveland Cavaliers, 144-101. „Þetta er marglaga. Það er fólk sem passar inn í menninguna og það er fólk sem kemur inn og bætir við menninguna. Þetta eru tveir aðskildir hlutir og ég trúi að fólkið sem er að koma inn bæti við menninguna,“ sagði Harrison jafnframt. „Þegar þú horfir á sýn liðsins og hvað Nico vill gera þá styð ég það heilshugar. Ég virkilega trúi því að leikmennirnir sem við erum að ná í geti hjálpað okkur að ná markmiðum okkar, að vinna meistaratitil,“ bætti Kidd síðan við. Mikið hefur verið rætt og ritað um launamál Dončić en næsta sumar hefði hann getað skrifað undir fimm ára ofur-samning við Dallas upp á 345 milljónir Bandaríkjadala eða rétt rúma 49 milljarða íslenskra króna. Grateful for this amazing opportunity. Basketball means everything to me, and no matter where I play the game, I’ll do so with the same joy, passion and goal - to win championships. https://t.co/psfgI5o9Pn— Luka Doncic (@luka7doncic) February 2, 2025 Í viðtali við Dallas Morning News nefndi Harrison téðan samning og að það væri meðal annars ástæðan fyrir að félagið hefði ákveðið að senda Dončić til Lakers. Hefði leikmaðurinn ekki skrifað undir áðurnefndan fimm ára ofur-samning hefði hann getað farið frítt sumarið 2026. Vill Nico meina að með þessu hafi Dallas komist hjá því að annað hvort þurfa borga Dončić jafn gríðarlega háa upphæð og um er ræðir ásamt því að komast hjá því að vera með jafn mikilvægan mann í sínum röðum sem gæti farið frítt þegar tímabilinu lyki. We've seen star-studded trades before.But the Luka Dončić blockbuster ranks 𝙝𝙞𝙜𝙝 on the all-time list.https://t.co/jLVXb97puD pic.twitter.com/KuGp1YoFrA— The Athletic (@TheAthletic) February 3, 2025 „Varnir vinna titla og A.D. er einn af þeim sem við virkilega trúum að passi vel með Dereck Lively, Daniel Gafford og P.J. Washington. Þegar við horfum fram á við þá horfum við til þess að vinna núna,“ bætti Kidd við en Davis hefur lengi vel verið talinn meðal bestu varnarmanna NBA-deildarinnar. Körfubolti NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Fleiri fréttir Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Sjá meira
Körfuboltaheimurinn nötraði um helgina þegar tilkynnt var að Los Angeles Lakers hefði fengið ofurstjörnuna Luka Dončić frá Dallas Mavericks fyrir stjörnuna – þó ekki ofurstjörnu á sama mælikvarða og Luka – Anthony Davis ásamt hinum efnilega Max Christie og fyrstu umferðar valrétti í nýliðavalinu 2029. „Það er mikilvægt að vita að ég og Jason Kidd (þjálfari Dallas) erum á sömu blaðsíðu og tölum um týpur og þá menningu sem við viljum skapa,“ sagði Harrison með Kidd sér við hlið áður en Dallas steinlá fyrir Cleveland Cavaliers, 144-101. „Þetta er marglaga. Það er fólk sem passar inn í menninguna og það er fólk sem kemur inn og bætir við menninguna. Þetta eru tveir aðskildir hlutir og ég trúi að fólkið sem er að koma inn bæti við menninguna,“ sagði Harrison jafnframt. „Þegar þú horfir á sýn liðsins og hvað Nico vill gera þá styð ég það heilshugar. Ég virkilega trúi því að leikmennirnir sem við erum að ná í geti hjálpað okkur að ná markmiðum okkar, að vinna meistaratitil,“ bætti Kidd síðan við. Mikið hefur verið rætt og ritað um launamál Dončić en næsta sumar hefði hann getað skrifað undir fimm ára ofur-samning við Dallas upp á 345 milljónir Bandaríkjadala eða rétt rúma 49 milljarða íslenskra króna. Grateful for this amazing opportunity. Basketball means everything to me, and no matter where I play the game, I’ll do so with the same joy, passion and goal - to win championships. https://t.co/psfgI5o9Pn— Luka Doncic (@luka7doncic) February 2, 2025 Í viðtali við Dallas Morning News nefndi Harrison téðan samning og að það væri meðal annars ástæðan fyrir að félagið hefði ákveðið að senda Dončić til Lakers. Hefði leikmaðurinn ekki skrifað undir áðurnefndan fimm ára ofur-samning hefði hann getað farið frítt sumarið 2026. Vill Nico meina að með þessu hafi Dallas komist hjá því að annað hvort þurfa borga Dončić jafn gríðarlega háa upphæð og um er ræðir ásamt því að komast hjá því að vera með jafn mikilvægan mann í sínum röðum sem gæti farið frítt þegar tímabilinu lyki. We've seen star-studded trades before.But the Luka Dončić blockbuster ranks 𝙝𝙞𝙜𝙝 on the all-time list.https://t.co/jLVXb97puD pic.twitter.com/KuGp1YoFrA— The Athletic (@TheAthletic) February 3, 2025 „Varnir vinna titla og A.D. er einn af þeim sem við virkilega trúum að passi vel með Dereck Lively, Daniel Gafford og P.J. Washington. Þegar við horfum fram á við þá horfum við til þess að vinna núna,“ bætti Kidd við en Davis hefur lengi vel verið talinn meðal bestu varnarmanna NBA-deildarinnar.
Körfubolti NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Fleiri fréttir Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Sjá meira